miðvikudagur, 20. janúar 2010

Dagur tvö í viku eitt. Fimm mínútur rösk ganga, ein mínúta hlaup, ein og hálf mínútu ganga til skiptis í tuttugu mínútur. Ég byrjaði daginn á að lyfta rösklega í hálftíma og fór svo úr lyftingagallanum og í hlaupagallann og fór þannig með Láka í skólann. Og byrjar ekki að snjóa aftur. Skaðræðishríðarbylur. Á augabragði varð að hvítt og á gangstéttum varð allt að slabbi. Og hvað ég varð glöð þegar mín fyrsta hugsun var "djöfullinn get ég ekki hlaupið í þessu slabbi?" ekki "jeij ég hef afsökun til að sleppa hlaupinu." Skilaði Láka af mér og hljóp svo bara af stað. Men! hvað þetta er erfitt! Og men! hvað þetta er gaman. Ég er alveg hrikalega asnaleg, rétt lyfti löppunum upp og ég efast um að það sjáist mikill munur á hlaupinu og göngunni en engu að síður, ég er úti, að hlaupa. Ég brosi bara allan hringinn.

5 ummæli:

Guðrún sagði...

Jeeeesssss!!!!!
Passaðu bara hnén!
(Mömmur mega segja svona).

Hulda sagði...

Ógeðslega gott líka að koma heim og vera hrikalega sveitt og ógeðslega þreytt :). Frábært hjá þér að hlaupa bara af stað, þrátt fyrir fríðarbyl :). Go go go go go :)

Hulda sagði...

hríðarbyl átti það að vera ;)

murta sagði...

Ég held að ég sé spenntari fyrir fríðarbyl. Það er skemmtilegt veður.:)

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að hlaupa með þér næst þegar þú kemur á klakann :-)
Love, Ólína