þriðjudagur, 19. janúar 2010

Án þess að taka neitt sérstaklega eftir því hef ég hætt að borða tómatsósu. Algerlega óvart og án þess að fatta það er sá matur sem hefur hvað helst fylgt mér í gegnum þykkt og þunnt bara færst aftast í skápinn og situr núna þar og safnar ryki. Ég hélt að ég borðaði tómatsósu með öllu. ÖLLU. En nei það kemur í ljós að það er ekki gott að setja hana út á hafragraut. Eða salat. Eða neitt sem er gott á bragðið. Ég er meira að segja hætt að setja hana út á pizzur. Pizzan mín er núna með feta og spínati og einhvernvegin þá fannst mér tómatsósan ekki passa við feta ostinn. Ég fattaði svo líka að þetta er bara gott mál af því að ef mér er alvara að reyna að skera úr sem mestann sykur úr fæðunni þá er bráðsniðugt að byrja á tommaranum því hún er stútfull af sykri. Að hugsa með sér. Og þegar ég hugsa um þetta í samhengi; að ég geti hætt að nota tómatsósu, og það ÁN ÞESS AÐ TAKA EFTIR ÞVÍ, þá er í alvörunni ekkert sem ég get ekki hætt að borða og það án þess að sakna óþverrans. Ekkert.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá! þetta eru sko tímamót! mér finnst að þú eigir að halda upp á þau með því að kaupa þér eitthvað fallegt :)

knús frá Dóru frænku

Harpa sagði...

ja hérna hér. Á dauða mínum átti ég von. Ég er sammála Dóru, þú verður að kaupa þér eitthvað fallegt!
Annars var ég að skoða myndir á gömlu bloggsíðunni hennar mömmu þinnar í gær og rakst þar á gamla mynd af þér og Elsu sitjandi við borðstofuborðið hjá mömmu þinni og pabba. Mikið svakalega hefur þú breyst stelpa!

Nafnlaus sagði...

Já, við vorum svakalegar í tómatsósunni. Þvílíkir veitingahúsaleikir þar sem tómatsósubrauð var í aðalhlutverki. Ég hef líka minnkað neysluna allmikið en finnst hún ennþá góð með sumu.....bara lítið í einu :-)
Knús, Ólína