mánudagur, 21. júní 2010

Ég fór aftur í rækt í morgun eftir viku hlé. Hnéð orðið svaka fínt og ég búin að ákveða að það sé nóg að vinna yfirvinnu í gegnum hádegishlé, ég vil frekar mæta í rækt en að mæta í vinnu. Ég ákvað að fara bara á cross trainer, ætla að láta hlaupin vera enn sem komið er. Er eitthvað að melda með mér að vera duglegri í brennsluæfingum og kannski lyfta bara tvisvar í viku. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af ræktinni, ég var orðin óþreyjufull að komast aftur þangað en ég er viss um að áður fyrr hefði það verið heilmikið átak að byrja að mæta aftur eftir svona hlé. Svitanasistinn var þar og alveg á útopnu. Ræddi lengi við mig um greyið Roger sem svitnar svona mikið og veldur henni svona ofboðslegu hugarangri. Ég enn og aftur reyni að brosa og segja sem minnst enda hlýtur hún í alvörunni að vera að tala um mig þó hún segist vera að tala um Roger, ég svitna sko helmingi meira en hann. Í dag var hún svo að reyna að segja mér að ég ætti að fá mér handklæði eins og hún notar. Svona frotté motta með frönskum rennilás til að halda því föstu utan um líkamann. "Þá getur maður svo auðveldlega farið í og úr nærfötum undir handklæðinu." Og þá skildi ég að hún var að benda mér á að ég er að særa blygðunarkennd hennar með því að strípast í búningsklefanum. 7 ára búvera hér og enn gleymi ég hvað bretar eru feimnir með líkama sína. Ég þakkaði ábendinguna en sagðist ekki þola svona mjúk handklæði, þau valdi bara sveppasýkingu. Hún sagði ekki meira eftir það.

4 ummæli:

Guðrún sagði...

Er svitanasistinn þjálfari, svona starfsmaður á plani, eða bara óbreyttur borgari í ræktinni eins og þú??

murta sagði...

Hún er bara svona kjelling í ræktinni, eins og ég.

Nafnlaus sagði...

hahahaha tú hefur lokad a henni tverrifunni á penan hátt, mikid sem eg er anægd med tig!
knús
hanna

Asta sagði...

meiri pulsan, kjellingin sko ;)