Helst í fréttum er að ég er loksins búin að fá miða til Íslands. Vanalega er það tímaþröng sem varnar heimkomu en í þetta sinnið voru það gömlu, góðu blankheitin. Til að reyna að spara smávegis er Dave því miður kyrrsettur. Hann er ómögulegur yfir þessu, heldur að fólk fari að segja að hann vilji ekki koma en ég vona svo sannarlega að enginn haldi það. Launalækkunin mín þýðir einfaldlega að það er ekki úr miklu að moða sem stendur. Alla vega þangað til að ég fæ alvöru vinnu. Eða þangað til á laugardag þegar ég vinn lottóið. Og nú get ég farið að byrja að dreyma um Lindu Buff, flatkökur með hangikjöti, Appelsín og bragðaref... Og já, verslunarmannahelgi á Íslandi.
miðvikudagur, 23. júní 2010
Helst í fréttum er að ég er loksins búin að fá miða til Íslands. Vanalega er það tímaþröng sem varnar heimkomu en í þetta sinnið voru það gömlu, góðu blankheitin. Til að reyna að spara smávegis er Dave því miður kyrrsettur. Hann er ómögulegur yfir þessu, heldur að fólk fari að segja að hann vilji ekki koma en ég vona svo sannarlega að enginn haldi það. Launalækkunin mín þýðir einfaldlega að það er ekki úr miklu að moða sem stendur. Alla vega þangað til að ég fæ alvöru vinnu. Eða þangað til á laugardag þegar ég vinn lottóið. Og nú get ég farið að byrja að dreyma um Lindu Buff, flatkökur með hangikjöti, Appelsín og bragðaref... Og já, verslunarmannahelgi á Íslandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
uhmmmm bragðarefur .... Nennirðu að panta einn fyrir mig með jarðaberjum, snickerskurli og lakkrís?
Knús
H
Skrifa ummæli