fimmtudagur, 3. febrúar 2011

Láki tók á móti mér þegar ég kom heim í kvöld með miklum fagnaðarlátum. Hann hoppaði upp og niður og veifaði bréfi í andlitið á mér. "You´ve got to do it mamma! you got to run!" Hann hafði séð póstinn og að Cancer Research UK hafði sent mér bréf til að minna mig á að Race for Life færi aftur fram núna 22. maí. Og hann mundi eftir hlaupinu frá í fyrra og var svona æstur í að ég tæki aftur þátt. "You can get another medal mamma" minnti hann mig á til að fá mig til að samþykkja að vera með. En það þarf ekkert að tæla mig neitt í þetta, ég er meira en til í að vera með aftur. Þetta var alveg geggjað síðast og þvílík tímamót og merkisviðburður fyrir mig. Og það er náttúrulega bara gaman fyrir mig að geta keppt við sjálfa mig til að ná í mark á betri tíma en síðast. Rúmar 33 mínútur ef ég man rétt. Og nú þegar ég er farin að hlaupa upp brekkur (run to the hill!) ætti ég að taka 5 km á jafnsléttu í aðra nösina! Þa´ eld é nú!

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Djöfull er ég hreykin af þér, stelpurassgatið mitt!!!

Harpa sagði...

Þú verður bara með Run to the Hill í eyrunum og þá massar þú þetta á nokkrum mínútum ;-)