föstudagur, 4. febrúar 2011

New York Vanillu "ostakaka"
Fátt veit ég betra í heimi hér en eftirrétti. Ef ég mætti ráða þá myndi ég fá mér eftirrétt í forrétt og aðalrétt líka. Þannig að ég er voða glöð að planið hennar Röggu gerir ráð fyrir kvöldsnarli. Og ég get haft það sem eftirrétt. En þar sem kolvetni eru úr myndinni þarf aðeins að hugsa þetta út. Kotasælubrjálæðið sem ég sá á blogginu hennar Röggu var upphafið að þessu öllu saman. Kotasæla blönduð saman við sykurlaust sýróp, kanil og ristaðar möndlur og hamingjan er allsráðandi. En það er með það sem og annað, eftir dágóðan tíma fær maður smá leið og þarf á tilbreytingu að halda. Með það í huga lagðist ég í smá rannsókn og fann uppskrift að kolvetna, sykur og fitulausri ostaköku sem hefur kotasælu að uppistöðu. Uppskriftin var á síðu sem er skrifuð með Dukan-Kúrinn í huga. Með smá tilfæringum til að aðlaga að mínu plani kom svo þessi í kvöld. 300 g virtually fat free kotasæla, 200 g fitulaus smurostur, 1 eggjarauða og 1 1/2 tsk gæða vanilludropar. Ég setti svo hálfan bolla af gerfisykri út í líka. Ég er ekki hrifin af svoleiðis en svona smá einu sinni er kannski í lagi. Alla vega þangað til ég er búin að prófa mig áfram með annað sætuefni. Allt þeytt saman þar til það er silkimjúkt og kögglalaust. 3 eggjahvítur stífþeyttar og svo eru 2 mtsk kartöflumjöl blandað út í hvíturnar og því svo blandað varlega saman við ostablönduna. Þessu er svo hellt í mót og bakað við 160 gráður í 40 mínútur. Kæla svo alveg niður í ísskáp. Ég ristaði svo pekan hnetur og stráði yfir ásamt hnetusmjörsbitum og teskeið af sykurlausu sýrópi. Ekki slæmt með kaffibolla. Það má ekki halda að þetta sé eins og ostakaka, það er náttúrulega enginn botn og áferðin er önnur út af kotasælunni en ef maður dæmir hana bara á eigin forsendum er ekki hægt að amast mikið við henni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

This іs my first time ѵisit аt here and i am trulу іmpгessed to reaԁ all at one place.
My web site ... giftengraved.co.uk

Nafnlaus sagði...

whoаh this blog is magnificеnt i love studying your posts.
Ѕtay up the grеat work! You knoω, а lot of inԁividuals are looking аrоund for thiѕ informаtion,
you could hеlp them greatlу.
Feel free to visit my page ; crystal cube