fimmtudagur, 4. ágúst 2011

Í dag er "pyjama day". Lúkas, sem er latur krakki, fann upp á þessu fyrir nokkru síðan, og ég, sem er löt mamma, er ægilega hrifin af þeim. Á "pyjama day" eins og nafnið gefur til kynna, þá vaknar maður og klæðir sig ekki. Er bara í náttfötunum allan daginn. Skiptir svo um náttföt til að fara að sofa. Við spilum bara tölvuleiki, lesum bækur, spilum á spil og hlustum á útvarpið. Það er hellidemba úti þannig að ég held að þetta henti bara vel. Á meðan að Láki spilar tölvuleik ætla ég að gera áætlun um hvernig ég fer að því að byrja að fjöldaframleiða skyr og selja á heimsvísu sem ofur-heilsuvöru og prótein-uppsprettu. Skyr heimsyfirráð. Eða dauði.

Engin ummæli: