föstudagur, 5. ágúst 2011

Við Lúkas fórum í dag og mældum út Bellvue Park í Wrexham. Ég hafði hugsað mér að nota hann sem staðsetningu fyrir lokahlaupið mitt í Up & Running næsta laugardag. En þegar við mældum hann út kom í ljós að hringurinn er bara 0.8 kílómetrar og mig langar ekki til að hlaupa sama hringinn rúmlega fimm sinnum. Þannig að ég ætla bara að halda mig við kunnuglegan hringinn hér um Rhos. Ég er engu að síður mjög glöð yfir að hafa skoðað Bellvue, þar er nefnilega frábær aðstaða fyrir íþróttaiðkun utandyra. Wrexham County Borough Council hafa komið þar fyrir æfingatækjum úti á grasinu. Tækin eru smíðuð úr timbri, þar er semsagt hægt að lyfta drumbum, hífa sig upp á slám, gera magaæfingar og fleira skemmtilegt. Bráðsniðugt og frábært framtak.
Sólin skein og það var gott að rölta bara um með Láka í rólegheitum á meðan ég hélt mína eigin kveðjuathöfn fyrir Ástu frænku mína.

Engin ummæli: