mánudagur, 30. janúar 2012

Ég er með öran hjartslátt. Ég er með dúndrandi hausverk. Ég er undarlega þurr í munninum og með skrýtið bragð. Ég sveiflast á milli þess að skjálfa úr kulda og fá svitaköst. Ég er skjálfhent. Ég er með svima og mér er óglatt. Ég er svo sorgmædd. Mig langar helst til að rúlla mér saman í kúlu og leggjast bara niður og vera ekki til lengur. Ég er svo reið. Svo, svo reið. Að hugsa með sér! Að ég sé svo háð efni að ég geti látið það hafa áhrif á mig bæði andlega og líkamlega. Hluti af mér er alveg heillaður af ferlinu, hluti af mér er með æluna í hálsinum af reiði yfir því að hafa komið sjálfri mér í þessa aðstöðu.

Ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er erfitt. 48 stundir án sykurs og þetta eru áhrifin. Ekki það að ég sé við það að fara út í kaupfélag til að kaupa mér snickers, mig langar ekkert í sætindi. Ég er með of mikinn viðbjóð á þessum fráhvarfseinkennum til að geta hugsað mér að langa í sætindi. Ég hef aldrei verið jafn sannfærð um að ég sé að gera rétt og þessi einkenni eru það sem er að sannfæra mig. Það að líða þetta illa, líkamlega og andlega eru svo skýr merki um að ég sé óeðlilega háð sykrinum. Og að því fyrr sem ég losa mig við þetta eitur úr líkamanum því betra.

En givi minn góur hvað þetta er vont.

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég vona að þessi fráhvarfseinkenni vari ekki lengi. Ég var þrjá daga að ná kaffihrollinum úr mér en það entist bara í örfáar vikur.Drekk meira kaffi núna en nokkru sinni áður.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér sem allra best

kv. Erla G.

Nafnlaus sagði...

Úff ! En þetta borgar sig mega big time !
Tuff tuff.

K.kv Tóta