sunnudagur, 16. september 2012

Á"meðan"
Það er algerlega komið á hreint að "eftir" er þjóðsaga ein. Ég á enn eftir að finna þá manneskju sem hefur lést um merkjanlegt magn af spekki, haldið því af sér og er svo bara í stuði það sem eftir lifir. Samkvæmt mínum rannsóknum þá þyngist uþb 95% þessa fólks aftur, og hin 5% eyða því sem eftir er í að passa sig ásamt því það gersamlega breyta öllum sínum lífstíl. Ég á enn eftir að finna þá manneskju sem bara léttist og þarf svo ekki að pæla meira í þessu. Og því fyrr sem ég 100% geri mér grein fyrir þessu því betra. Ég er alltaf að bíða eftir að komast á nýtt stig. Ég er alltaf að halda í einhverja von um að einn daginn verði þetta allt sama svo eðlilegt að ég geti bara hætt að spá í þessu. Geti bara breytt blogginu í tölfræðilegar upplýsingar um fótbolta, eða salt eða jafnvel kaffi. En ég þarf að hætta að leita að þessari lækningu. Ég held að þó ég lifi heilsusamlegu lífi þangað til ég verð sjötug, sem myndi þýða að ég hefði verið hraust lengur en ég var fíkill þá eigi mér aldrei eftir að hætta að langa í hitt og þetta, snickers og franskbrauð.  Ég er alltaf að rembast við að þykjast að smávegis af "eðal" sé nóg þegar raunveruleikinnn er að mig langar í milljón af "lélegu".
Súper september heldur áfram
Þegar ég spái í hvernig ég sjálf virka þá er tilgangslaust fyrir mig að hugsa um þetta í hugtakinu "til lífstíðar"...það bara virkar ekki fyrir mig. Það fyllir mig bara skelfingu og ég fæ innilokunarkennd. En þó ég finni ekki eitthvað eitt sem virkar fyrir mig þá þýðir það ekki að ég sér að gefast upp eða fúl eða pirruð - þvert á móti - þessi skilningur hefur gert þetta auðveldara og skemmtilegra fyrir mig. Ég kem alltaf til með að vera með dagatal (hvernig það lítur svo sem út) og til þess að halda þessu lifandi og skemmtilegu þarf ég alltaf að vera með plan, og vera með einhverja áskorun í gangi.

Og sunnudagar eru bestu dagarnir til að setja margfalda krossa í dagatalið. Ég fór út í hlaup í morgun enda veðrið nún alveg fullkomið fyrir mig, smávegis kalt en stillt og bjart. Þegar ég kom heim fannst mér upplagt að taka bjöllurnar og nota hlaupin sem upphitun. Mikið sem mér finnst ég vera kúl þegar ég geri svona dobbel.
Það sem eftir lifir dags er svo bara Lancashire hotpot og afslöppun. Og kannski smá áætlunargerð fyrir næstu viku.

Hraust, en mætti alveg slétta magann aðeins. 

1 ummæli:

Erla sagði...

Ég hló upphátt þegar ég las þetta

"Ég er alltaf að rembast við að þykjast að smávegis af "eðal" sé nóg þegar raunveruleikinnn er að mig langar í milljón af "lélegu"."

þetta á sko sannarlega við fleiri