fimmtudagur, 20. september 2012

Ég eignaðist loksins í dag langþráða bók eftir uppáhalds kokkinn og lífskúnstnerinn minn; Hugh Fearnley-Whittingstall. Bókin heitir Three Good Things og er uppskriftabók sem byggir á þeirri hugmynd að góður matur sé einfaldur og að flestar bestu uppskriftirnar séu þrenn brögð. Salt, sætt, brakandi. Skarpt, þykkt, mulið. Bacon, lettuce and tomato. Súrt epli, crumbly haframjöl og rjómi. Ég er alltaf jafn hissa og kát þegar ég fæ einfaldan mat að borða. Ég á það til að hlaða allt of mörgum brögðum saman en man svo þegar ég bý til eitthvað einfalt að það er alltaf miklu betra. Ég held líka að með því að fylgja þessari heimspeki; nota gæðahráefni, leyfa innihaldinu að njóta sín og borða gott í réttu magni, þá geti maður ekki gert mikið vitlaust. Ég er mun hrifnari af þessu en allri hugmyndafræði sem bannar eitt næringarefni eða tímasetningu þegar maður á að borða eða prédikar öfgar á einn eða annan hátt. Hversu vel mér svo gengur að fylgja þessu er svo annað mál. Ég sá samt enga ástæðu til að bíða neitt og eldaði einfaldan kjúklingarétt í kvöld. Kjúklingaleggur, karamellaðir tómatar og tarragon. Ég er enn að smjatta.

Engin ummæli: