föstudagur, 4. janúar 2013

Ég er búin að vera að æfa mig í að hjóla að undanförnu. Ég ætlaði að rjúka í að hjóla í vinnuna strax á gamlársdag en fann að ég var aðeins smeyk í umferðinni og hugsaði með mér að það væri ekkert að því að venjast þessu aðeins áður en ég helli mér út í traffíkina svona bara villevæk. Á meðan að ég hef verið að æfa mig er ég líka búin að vera hugsa mikið um markmiðasetningu.

 "Að geta hjólað í vinnuna" samræmist fyllilega hugmyndum mínum um tilganginn með þessu öllu. Sjáið til mér þykir nefninlega alveg ferlegt þegar líkamsrækt er stundum með fitutap eitt í huga. Ég hef meiri áhuga á að hugsa eins og íþróttamaður með lengra markmið í huga. Markmiðið "að geta hjólað í vinnuna" er þannig frábært allífs markmið. Að vera "í formi" þýðir ekki að vera grönn með magavöðva. Þessir magavöðvar verða að vera nýtanlegir. Það þýðir að geta gert það sem þarf í daglega lífinu án þess að standa á öndinni. Hlaupið upp stigann í vinnunni, borið bókakassana þegar maður flytur í stærra hús, hlaupið á eftir strætó, sloppið við hjartaáfall og sykursýki. Ég get samt ekki að því gert en að langa til að finna mér einvhern viðburð til að taka þátt í. Ég er svo vön að vera að æfa hlaup fyrir eitthvert ákveðið kapphlaup að það er erfitt að hafa ekki einhvern einn ákveðinn atburð í huga. Hver einasti mánudagur til föstudags er bara ekki "viðburður" í sjálfu sér. Markmiðasetning er líka betri ef maður getur brotið stóra markmiðið (að geta hjólað í vinnuna) niður í smærri einingar. Ég þarf þessvegna að setja niður nokkra áfanga, hvort sem það eru vegalengdir eða áfangastaðir.

Það er ekkert að markmiðinu "geta hjólað í vinnuna" en ég verð í að setja niður fyrir mig hvernig ég ætla að verða nógu fitt til þess. Í lausu lofti markmið eru tilgangslaus. Ég gerði því það sem mér er eðlislægt og leitaði að plani sem stefnir á markvissan hátt að bættu líkamsástandi með því að hjóla. Ég fann plan sem er svipað og hlaupaæfingarnar mínar og miðar að einum mjög löngum túr og tveimur styttri en snarpari ásamt einni til tveimur brekkuæfingum á viku. Geranlegt og fínt að blanda við tvær ketilbjöllu æfingar á viku. Og þar með er ég komin með hvernigið. Svo er það bara að finna einn kappakstur eða svo. Ég var orðin húkkt á að fá medalíur sko. Maður fær víst ekki medalíu fyrir að mæta á réttum tíma í vinnuna.

Engin ummæli: