þriðjudagur, 8. janúar 2013

Ljómandi kvöldverður þegar það er rigning. Eða rok. Jafnvel í þoku. Veit ekki með sólskin.

(4 skammtar á uþb 360 kal hver skammtur)
4 sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í þunnar sneiðar (á þykkt við tíkall)
1 msk góð olía
200 ml 10% sýrður rjómi
100 g fitusnauður rjómaostur
100 - 200 ml léttmjólk (gæti hafa verið minna eða meira, tilgangurinn er að hræra út sýrða og ostinn þar til þykktin er eins og á rjóma)
1/4 tsk chili
3 litlir hvítlauksgeirar, maukaðir
salt og pipar

Hræra saman allt nema kartöflur þartil minnir á rjóma. Setja kartöflurnar út í skálina og þekja vel. Leggja helminginn í léttsmurt eldfast mót.

1 msk hnetusmjör, ósætt
Sletta af olíu
1 tsk sítrónusafi

Allt hrært saman þartil "runny" og svo slett yfir kartöflurnar. Hinn helmingurinn af þeim svo settur í mótið og svo inn í 190 gráðu heitan ofn með álpappír. Baka þannig í 20 mínútur og svo taka af álpappírinn og baka óvarið í 40 mínútur.

Borið fram með grillaðri kjúklingabringu og gufusoðnu brokkólí. Sérlega ánægjulegt. Og fyllandi þegar maður er að venja mallakút við minni skammt eftir gósentíð í desember.



Engin ummæli: