sunnudagur, 17. febrúar 2013

Ég er búin að reyna árum saman að koma af stað súrdeigsstarter en algerlega án árangurs. Ég er búin að reyna allt. Ég er búin að prófa allar aðferðir sem ég get fundið skrifað um eða heyri talað um eða sé í sjónvarpinu. Um daginn tókst það svo loksins. Ég ákvað að gera síðustu tilraunina. Lagði allt mitt í. Og af einvherjum óskiljanlegum ástæðum kviknaði líf í skálinni. Ég horfði á hana bubbla upp og fylltist ægilegum spenningi. Nostraði og fitlaði við, tók úr og bætti í og allt eftir kúnstarinnar listum. Og svo var komið að því að baka. Ég veit fátt betra en gott súrdeigsbrauð. Hef horft á það í fínum bakaríum og öfundast út í það árum saman og tilhugsunin um að búa til mitt eigið fyllti mig von og hamingju.

Líf í skálinni

Tekið úr og bætt í

Deigið hefur sig undir hveitiþöktum klút

Bakað í potti

Tilbúinn hleifurinn
Og eftir alla þessa vinnu, eftir allan þennan tíma, eftir alla þessa eftirvæntingu og tilhlökkun, eftir allt þetta var brauðið nánast óætt. Bragðlaust, þurrt og leiðinlegt. Mér datt í hug að þetta væri eins og dæmisaga um þetta lífstílsævnitýri mitt. Árum saman hef ég þráð það eitt að vera mjó og ég setti alla mína trú á það að bara ef ég væri mjó þá myndi allt annað smella saman. En kannski er ég að elta eitthvað sem reynist svo bara vera bragðlaust, þurrt og leiðinlegt?

Ég veit það eitt að ég er orðin ósköp leið á að eltast við eitthvað sem virðist bara ekki ætla að gerast hjá mér. Og ég get ekki haldið áfram að verða fyrir stanslausum vonbrigðum með sjálfa mig. Ég held að það sé komin tími til að endurmeta vonir mína og drauma.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æfingin skapar meistarann og mistökin til þess að læra af þeim :)
Er viss um að næsta brauð verði frábært.
Hugsaðu bara ef allir vísindamenn heimsins hefðu hætt eftir fyrstu mistökin ;) Neibb, það er bara ekki í boði.

Kv. Sigurrós Hallgr.

Inga Lilý sagði...

Vildi bara segja þér að mér finnst þú alltaf jafndugleg og dáist alltaf jafnmikið að þér.

Ég er nokkuð viss um að lífið verður ekki fullkomið þegar þú ert mjó en hins vegar verðurðu eflaust sáttari við sjálfa þig og minnkar vonandi sjálfsefann.

Ég er sjálf um 12 kg þyngri en ég var fyrir ári síðan (missti 3 kg í jan sem hafa komið aftur í feb) og er illa pirruð á sjálfri mér. Ég er þó komin með nýtt markmið, ætla bara að ná þessum 12 kg af mér aftur og verða sátt þannig. Mér leið vel, leit vel út og passaði í fötin mín.

Það er alltaf spurning hvort þú þurfir að endurhugsa endapunktinn enda getur maður ekki endalaust tekið mark á BMI. Finndu út hvað er besta þyngdin fyrir þig og reyndu að ná og viðhalda henni.

Sendi þér baráttukveðjur úr kuldanum í Tokyo.

Hjordsd sagði...

Það er Mjög gòð uppskrift sem èg og dönsk vinkona mìn xnotum alltaf inni á www.gamledanskeopskrifter. mig minnir að það heiti rugbröd med surdej hefur ekki klikkað :-) takk fyrir frábært blogg kv hjördìs