miðvikudagur, 17. júlí 2013

Ég er alltaf til í að gera og prófa eitthvað nýtt og fátt veit ég skemmtilegra en að prófa nýjar matartegundir. Oftast er það nú undir yfirskriftinni heilsusamlegt en í kvöld var það meira bara svona upp á skemmtilegheitin.


Ég keypti smokkfisk og fékk nokkra dropa af bleki með og þessvegna við hæfi að prófa Linguine al Nero di Seppia.
Smokkfiskurinn mallaði niður með lauk og hvítlauk og tómötum á meðan pastað sýður.
 Út á pönnuna fer svo blekið þannig að sósan varð bleksvört. Svona eins og við er að búast.
Lokaútgáfan þannig að smokkfiskurinn týndist í svörtu blekinu og því miður þá var rétturinn meira skemmtilegheit en bragðmikill. Eiginlega alveg bragðlaus. Og ekki fyrr en ég var búin að borða og staðin upp þegar ég fattaði hvað vantaði. Sítrónu. En það var of seint og eftir sitja svona nett vonbrigði.

En svona er nútíminn. Maður heldur að maður sé ægilega smart lattelepjandisúshiétandijógastundandi hipster sem borðar blek en í raun er ekkert eins kúl og töff og maður heldur.

Engin ummæli: