mánudagur, 22. júlí 2013

Mikið er nú alltaf skemmtilegt að skunda héðan úr sveitinni og sjá stórborgina í öllu sínu veldi, með sinn ys og þys. Ásta mín er flutt, frá menningarsuðupottinum Brixton, og alla leið norður til Islington og þessvegna vel við hæfi að heimsækja hana og sjá hvernig hvíta fólkið í London býr.

Mér fannst Islington æði, kaffihús út um allt og allt svona fínna og hreinna en í Brixton. Islington höfðaði til lattemiðstéttarsnobbarans í mér. Þó ég verði nú að segja að mér finnist fátt betra en yfirlætislausu veitingahúsin í Brixton. Þegar ég er komin hingað heim og get hugsað málið þá er ég í raun hrifnari af því að hafa hlutina bara alvöru organíska, ekki svona þvingaða "kúl" eins og mér finnst svo oft gerast á Íslandi til dæmis. Þegar meira er lagt í lúkkið en í innihaldið.

 Við fengum syrlenskan mat á rölti um Shoreditch, og þar með talið eitt besta falafel sem ég hef smakkað.
 
 Í City of London þar sem við fjármálafólki ráðum örlögum almúgans var ég alveg á heimavelli, svona rétt um það leyti sem ég fékk "synjað" á kortinu.
 Það er náttúrulögmál að keyra um í double decker og sitja fremst.

 Meira að segja í St. Pauls er lögmál dagsins að vera SLIM og ekkert að gera en að breyta ósigri í sigur!
 St. Paul´s í þessa átt; Millennium Bridge í hina.

 Búin að fá smá cider í sólinni og farin að brosa nett.

Listrænt skot í Spitalfields.
C
 Luis selur Suður-Amerískan mat í Brixton, hvert sem maður lítur má sjá framandi og skemmtilega þjóðarrétti sem mig langaði til að prófa.
 Komnar á heimaslóðir í Brixton þar sem reggí hljómar og graslyktin liðast yfir í þungu skýji.
 Ég get ekki lýst því hvað mér finnst gaman að koma til London, sjá allt fólkið, matinn, fötin, stemninguna, allt það sem skapar borgina. Best er náttúrulega bara að vera með Ástu, við gætum sjálfsagt skemmt okkur hvort sem það er London eða Laugarvatn. En borgin óneitanlega kryddar hittinginn.

Engin ummæli: