mánudagur, 24. apríl 2017

Dagbók í 30 daga - 7

Ég var að vona að það að þurfa að skrifa á hverjum degi myndi koma mér aftur í svíng, ásamt því að veita mér djúpan skilning á sjálfri mér og sambandi mínu við mat. Það er ekki að gerast, ég er hinsvegar að verða meira og meira pirruð á naflaskoðuninni og sjálfhverfunni. Nóg var nú víst fyrir. 

Ég er samt enn að vona að þetta hjálpi. Kannski ef ég væri ekki svona stressuð í vinnunni, og þreytt þegar ég kem heim, eða ef ég tímdi að sleppa dofanum sem kemur með að horfa á sjónvarpið hefði g meiri tíma til að í alvörunni velta spurningunum fyrir mér og komast að niðurstöðu sem hefur einhverja merkingu, 

Spurning dagsins snýr að mat. Hvernig lætur matur mér líða? 

Matur lætur mér líða vel og illa. Ég nota mat til að fagna, til að syrgja. Matur er stresslausn þegar ég hef tíma til að dúlla mér í eldhúsinu, matur veldur mér líka endalausu stressi því ég hugsa um fátt annað. 

Matur er líka bara matur og það er hegðan mín gagnvart honum sem hefur skapað þetta rugl ástand. Matur er ekki óvinurinn, ég er óvinurinn, 

1 ummæli:

ragganagli sagði...

Hvers vegna við borðum ræður hvað við borðum, hvernig við borðum það og hversu mikið við borðum. Með hverjum eða ein. Það er kjarnaspurningin. Hversvegna er ég að borða núna? Svengd eða eitthvað annað eins og tilfinnningar (jákvæðar/neikvæðar), klukkan, annað fólk, auglýsing, lykt, craving......