sunnudagur, 14. maí 2017

Dagbók í 30 daga - 27

Hvað vildirðu hafa gert öðruvísi og hverju hefði það breytt?

Mér finnst þetta bæði hræðileg og óréttlát spurning. Hún vekur upp það eina sem ég hef reynt að bæla niður með valdi og offorsa núna í nokkur ár. Þegar ég leyfi mér að hugsa til þess að ég hef leyft sjálfri mér að fitna aftur verð ég nefnilega máttlaus af reiði og sorg. Ég leyfi mér þessvegna mjög sjaldan að velta mér upp úr þvi. Einstaka sinnum sem ég dreg upp myndir frá 2012 þegar ég var tæp 90 kíló og geðveikislega fitt, og rosalega hamingjsöm. Og þegar ég leyfi sjálfri mér að fara þangað lyppast ég niður af reiði út í sjálfa mig fyrir að hafa leyft spikinu að laumast aftur að mér. Og ég spyr sjálfa mig hvað hefði ég getað gert öðruvísi, hvað gerði ég ekki nógu vel til að koma heilsusamlega lífstílnum það vel í rútínu að ég gæti bara haldið vigtinn við? Hvað meinsemd inni í mér lagaði ég ekki nógu vel til að geta hætt að misnota súkkulaði?

Og ég verð bara reið og pirruð og fæ engin svör. Ef ég fokkings vissi hvað ég myndi gera öðruvísi væri ég ekki feit núna andskotakornið! Það er ekki eins og ég hafi ekki gert þetta áður. 

Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað ég hefði gert öðruvisi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff þetta er hræðileg spurning.... ég kann ekki svarið heldur, vildi að ég kynni það en held að þetta sé blanda af einhverju sjálfseyðileggingarbatteríi og vonleysi langt inni í kjarnanum.
Þetta að eiga ekki skilið og þannig stöff. Harða skelin, vitsmunahliðin og jafnaðargeðið á yfirborðinu nær ekki rökræða við þennan part.
Allavega er þetta ekki skortur á vilja eða áhuga, svo mikið er víst.

murta sagði...

Einmitt! Þetta með að eiga gott skilið lengst inni í sér er rosalega góður punktur sem ég þarf að rannsaka betur. Trúi ég því í alvörununni inni í mér að ég sé ekki vinnunar virði?...

Shauna sagði...

it really is a shitty question! :( Google translate is kinda hilarious but I get the spirit of what you said above" "I believe the real sequence inside of me I'm not worth the effort? ..." I think this is my issue.

murta sagði...

Yes, a truly, truly shitty one! But, yes google translate has it, I do not somewhere inside me, no matter how much I protest outwardly, actually believe that I am worth the effort. Terrible conclusion really isn´t it? :(

Ása Dóra sagði...

Ég hef svo mikið hugsað um þetta - af hverju hef ég alltaf sprungið þegar ég byrja að ná minnsta árangri??!!!