mánudagur, 15. maí 2017

Dagbók í 30 daga - 28

Hvað hefur farið vel?

Já, það hefur einmitt heilmikið farið vel. Ég er hér enn, ekki aftur orðin 140 kíló, hreyfi mig heilmikið (og mikið meira en ég gerði áður), spái enn og spökulera og er enn viss um að einn daginn fatti ég þetta og geti deilt svarinu með öllum hinum sem eru að spyrja þessara sömu spurninga. Hugsa með sér hvað það verður skemmtilegt!

En aðallega finnst mér velgengni hafa falist í að ég er hér enn.

Engin ummæli: