þriðjudagur, 23. september 2008

Já, og góðir dagar verða bara betri. Hef greinilega tekið á því í gær því allir vöðvar eru með léttan sviða. Er búin að tala við rafvirkjann og hann kemur á mánudagsmorgun til að setja upp ljósið. Ég hef einnig þann dag verið boðuð í atvinnuviðtal hjá skattinum. Ég er hæstánægð. Við sjáum svo bara hvað setur með það. Já, það er deginum ljósara að maður þarf að vera í stuði og þá kemur meira stuð til manns.

2 ummæli:

Rebekka sagði...

Þannig virkar negglega THE SECRET!
Það kom handboltalandsliðinu okkar næstum því alveg á TOPPINN...svo eitthvað er til í þessari speki!

Harpa sagði...

Verst bara að maður gleymir alltof oft að vera í stuði..... Gott að hafa bloggið þitt til að minna mann á það!