miðvikudagur, 3. september 2008


Jæja, Láki byrjaði aftur í skólanum í dag, og er núna kominn í Ysgol Maes-Y-Mynnydd (Maæs í munnuþ) sem er "alvöru" skóli. Í fyrra var hann í nursery class sem er svona eins og að leyfa elstu börnunum í leikskólanum að vera í grunnskóla fyrir hádegi. Núna er hann hins vegar í reception og er allan daginn. Bara 4 ára og skipulagður dagur frá 8 til 4. Hugsa með sér. Hann fékk nýjan skólabúning sem mér finnst ekki jafn fallegur og búningurinn í fyrra en hann sjálfur var svo spenntur að hann var kominn í skóna klukkan 7 í morgun! Mér finnst enn eitthvað smá óþægilegt við þetta alltsaman, ég er enn ekki með kerfið hérna á hreinu einhvernvegin. Mér finnst ég alls ekki fá nægar upplýsingar og þegar ég leita eftir þeim virðist enginn geta svarað mér. Svona smáatriði eins og leikfimi. Ég var látin kaupa bol og stuttbuxur svo hann gæti farið í leikfimi en engu að síður er ég ekki með stundatöflu og veit ekki hvaða daga vikunnar hann á að fara með leikfimisdót með sér. Fyrir utan að hann getur enn ekki almennilega klætt sig. (Sokkar eru eitthvað að vefjast fyrir honum) Þetta reddast svo sem alltaf allt en samt...
Í öðrum fréttum þá er Dave 35 ára í dag. Ykkur er öllum boðið í velskt lambalæri á sunnudaginn í því tilefni.


1 ummæli:

Hanna sagði...

verður ora grænar og heimalöguð rabarbarasulta með??