 |
Jesús er sáttur. |
Það er alsiður hér að taka þátt í páskaföstunni (Lent). Maður er oft spurður hvort maður hafi í hyggju að gefa eitthvað upp á bátinn þessa 40 daga fram að páskum. Þetta eru leifar tíma þar sem trúaðir borðuðu ekki kjöt á öskudaginn og alla föstudaga fram að páskum og eyddu tíma sínum í syndaaflausn og íhugun til að færast nær gvuði. Ég er náttúrulega harðsvíraður heiðingi og sé enga ástæðu til að komast í trúarofsa í gegnum ofskynjanir eftir föstu og sjálfsmeiðingar. Enda er það að gefa eitthvað upp á bátinn neikvæð reynsla og ég nenni engu neikvæðu. Þess í stað ætla ég að bæta hlutum við næstu 40 dagana. Þannig hef ég í hyggju að að hjóla 35 km á viku. Ég ætla að fylgja matseðli fimm daga vikunnar. Ég ætla að skrifa tvær málsgreinar á hverjum degi í ritgerðinni minni. Og ég ætla að segja eitthvað fallegt við aðra manneskju á hverjum degi. Ég er viss um að gvuð er alveg hress með þetta plan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli