mánudagur, 3. febrúar 2014

Eftir japl, jaml og fuður mikið ákvað ég að láta reyna á pæjusímann minn og hef núna í viku stundað líkamsþyngdaræfingar hér heima eftir prógramminu "You Are Your Own Gym". Mér leist lítt á það til að byrja með, skildi ekki hvernig ég átti að telja, æfingarnar virkuðu hrikalega erfiðar og mér fannst kjánalegt að beygja mig eftir símanum eftir hvert rep. En eftir að hafa prófað mig áfram og æft mig á hraðaæfingunum var ég orðin húkkt og setti upp tíu vikna sessjón fyrir byrjendur. 

Prógrammið gerir ráð fyrir fjórum æfingum í hverri viku, 30 mínútur í senn. Eins og nafnið gefur til kynna þá notar maður bara sinn eigin líkamsþunga og svo húsgögn í staðinn fyrir líkamsræktarstöð. Ég er á byrjendastigi, og þykir þó mjög erfitt. Svo eru önnur fjögur 10 vikna erfiðleikastig til að vinna sig í gegnum þannig að prógrammið gæti dugað manni í ár. Hver æfing er sýnd með vídeói og það er líka hægt að lesa útskýringar á hvernig á að beita líkamanum. Hver æfing er tímasett og þó það virki í fyrstu eins og smá vesen að þurfa alltaf að ýta á símann til að gefa til kynna þegar maður er búin með sett þá venst það fljótlega. Og fyrir ókeypis prógramm er varla hægt að kvarta. 

2 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Sælar,
Mikið svakalega er gaman að lesa blogg hjá þér aftur, var farin að "sakna þín". Flott hjá þér að byrja enn og aftur á þessu þar sem þú hefur alveg rétt fyrir þér, þetta er eilífðarverkefni.

Ég reiknaði um daginn að af þeim 36 árum sem ég hef lifað, hef ég verið í megrun eða amk með þyngdina á heilanum í um 22-24 ár. 2/3 ævinnar! Það er ekkert lítið.

Ég held að ég sé ekki komin með neina töfralausn en vildi samt segja þér að maður getur alveg náð af sér aukakg og haldið þeim af. Ég er eins og er 78 kg, var um 76-78 kg síðasta sumar og haust en fór upp í 81 um jólin. Setti handbremsuna á eftir jól og síðan þá eru 3 kg farin. Ég er stöðugt stressuð um að þyngjast aftur og vigta mig daglega. Þetta er hundleiðinlegt og oft langar mig bara að hætta þessu alveg og fara aftur í að borða 3 súkkulaði á dag og sleppa ræktinni. En þá man ég hversu illa mér leið þegar ég var of þung og þá verður þetta allt þess virði.

Vil alls ekki hljóma eins og ég sé að monta mig, hélt bara að þú vildir kannski sjá eitt dæmi um þar sem þyngdin helst af en þetta er samt ströggl. Þú ert alls ekki minni manneskja að hafa "fallið" og þú ert enn betri manneskja að stoppa þig af og byrja upp á nýtt.

Gangi þér alveg ofurvel
Bestu kveðjur frá Tokyo

murta sagði...

Þú mátt bara alveg monta þig! :)