föstudagur, 26. nóvember 2004

Við erum flutt. Og ég er svo bissí að ég hef ekki tíma til að skrifa. Léleg eða hvað?

laugardagur, 13. nóvember 2004

Svo gerist allt í einu: við fáum afhenda lyklana að húsinu okkar nýja á miðvikudaginn. ég er reyndar í Birmingham akkúrat þá, fer núna á mánudag og verð fram á fimmtudag. Lokahlutinn af þessu starfsþjálfunarnámskeiði og ég er ekki í stemningu fyrir því núna en það þýðir launhækkun og maður rífst ekki við það. Fjórir heilir dagar án þess að knúsa Láka og kyssa Dave. Ekki spennandi tilhugsun. Ég er svo reyndar í fríi föstudag og laugardag þannig að föstudagur fer í pakk og svo erum við búin að panta flutningabíl á laugardag. Eftir viku verð ég sumsé í míns eigins húsi með parketi á gólfi og stórum garði. Hvílíkur lúxus!