mánudagur, 9. maí 2005

Ekki fer allt eins og planað er. Síðan að ég tilkynnti að hingað væri sumarið komið er búið að rigna non-stop. Ég eyddi síðasta mánudagsmorgni í að smyrja samlokur og baka köku, setja kaffi á brúsa og pakka saman teppi og munnþurrkum. Sólin skein í heiði og það var kát lítil fjölskylda sem trítlaði niður Ty Mawr fjall í leit að góðum lundi til að á. Hálfa leið niður fjallið og algerlega án nokkurrar viðvörunar drundi þruma og svo lýsti elding upp allt svæðið og himnarnir opnuðust. Á fimm sekúndum vourm við og allt okkar hafurtask rennandi blautt og við á miðju fjalli. Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta var eins og í bíómynd. Við komumst aftur í bílinn við illan leik og enduðum því á að borða samlokurnar okkar á stofugólfinu. Og enn rignir.

sunnudagur, 1. maí 2005

Jei það er komið sumar! Við Lúkas vorum á stuttermabolum á róló í dag. Og plönuð er allsherjar pikknikk útvistar veisla á morgun fyrir alla fjölskylduna. Ef einhver vill með á verðum við í Ty Mawr um ellefu leitið. Gúrkusamlokur og fitu-og eggjalaus gulrótarkaka í boði.