sunnudagur, 18. mars 2007Já hér er hann og bara nokkuð huggulegur lubbalaus.

Við fórum út í göngutúr þar eð hér er komið vor, sólin búin að skína í nokkurn tíma núna og lyktin af sumrinu var svona að gera sig handan hornið. Hvað haldiði að gerist svo í miðjum göngutúr? Jú það byrjar að snjóa. Veturinn bara aftur kominn og ég með ægilegan þvott tilbúinn til að fara á snúru!

Annars þá erum við Láki nú að koma heim í stutta heimsókn. Of stutta, ég get ekki séð að við getum neitt gert nema fagnað fermingu Kolbeins, en betra en ekki neitt. Við erum komin efitr miðnætti á föstudagskvöld og farin aftur fyrir hádegi á mánudag. Ég rétt næ að kaupa páskaegg og svo erum við farin aftur. Ummm páskaegg...

mánudagur, 12. mars 2007Katrín Sigríður og Lúkas Þorlákur úti að borða í Chester.


Amma og Afi komu í stutta heimsókn. Voðalega söknum við þeirra.


Byggingameistari fyrir klippingu.
Nú gerast mikil tíðindi. Lúkas fór harmmælalaust í klippingu í dag og situr nú við eldhúsborðið og borðar stappaðan fisk með kartöflum og smjöri. Ég er svo skjálfhent af æsingi og gleði að ég má vart mæla hvað þá slá á lyklaborð. Já, hann er lengi búinn að berjast á móti því að láta klippa sig, ég er búin að reyna hvað eftir annað, en hann vill bara ekki. Kannski ekki svo slæmt, hann er bara eins og Kolbeinn frændi sinn. En í dag ákvað hann að hárið væri fyrir sér og við fórum í bæinn og all fauk það af og hann var bara ánægður. Ég þurfti reynar að kaup handa honum lest í verðlaun fyrir að vera svona góður, hann ratar í leikfangabúðina og það er ekkert hægt að plata hann með það neitt. Verra er með mataræðið. Hann hefur núna í tæp tvö ár verið alveg svaðalega matvandur og nánast ekkert sem hann borðar. Við erum búin að reyna all, blíðmælgi, loforð og hótanir en ekkert virkar. Við reyndum einu sinni að láta hann bara fá það sem var eldað og hann borðaði ekkert í viku. Ég gafst upp og hef hingað til leyft honum svona nokkurn vegin að ráða þessu. Hann borðar eitt vítabix í morgunmat og drekkur mjólk. Hann fær sér svo ristað brauð og jógurt í hádeginu. Í kvöldmat borðar hann svo til skiptis "sausage" og kjúklinganagga. Glæsilegt. Grænmeti, ávextir, kartöflur og fiskur alveg út. Hann er reyndar jafn kresinn á nammi líka, borðar ekki hvað sem er en gæti sjálfsagt borðað snakk út í eitt ef honum væri leyft og harðfiskur er mikið sælgæti en er allt of sjaldan á boðstólum. Allavega, ég spurði í kvöld hvort hann vildi, sausage eða kjúkling og hann sagði not again! Givi minn góur ef hann er kominn með leið á þessu en vill ekkert í staðinn hvað þá? ég ákvað að prófa enn einu sinni, sauð fiskstykki og kartöflu og stappaði með smjöri og sagði að þetta væri nammi. Og hann bara sat og borðaði. Ég fæ bara tár í augum. Small miracles og allt það.

sunnudagur, 4. mars 2007

Þar eð Harpa er komin á "Svankí" nýjan fyrirtækjabíl þótti henni ekki nema rétt að bjóða mér og Láka á rúntinn. Þau komu því hingað litla Manchesterfjölskyldan fyrir hádegi í dag að ná í okkur því við höfðum hugsað okkur að fara í Chester Zoo. En veðrið á Bretlandseyjum hafði annað í huga og hér pissrigndi í allan dag. Við gerðum því frekar það sem mér finnst skemmtilegast að gera; keyrðum til Chester, röltum örlítið um og fengum okkur svo næs löns á skemmtilegum litlum veitingastað. Alveg best í heimi, takk krakkar fyrir samveruna. Þau keyrðu okkur svo aftur heim og héldu svo til Manchester.

Við Lúkas ákváðum að elda fínan íslenskan fisk handa Dave svona af því að hann þurfti að vinna og missti af fjörinu. Erum núna að bíða eftir að hann komi úr ofninum.