miðvikudagur, 29. október 2003

Enn ekkert barn. (Tharf eg ad tilkynna thad svona thangad til ad hann kemur? Thann daginn skrifa eg: eitt stykki barn.)

Vid Dave akvadum i gaerkveldi ad thetta stress gengi ekki lengur. Hann gat varla unnid a manudaginn, hljop i simann i hvert skipti sem hann hringdi og aepti a samstarfsmenn sina ad hann aetti von a simtali ef einhver dirfdist ad tala i simann i vinnunni. Hann fattadi svo thegar hann kom heim ad eg myndi ad sjalfsogdu hringja i gemsann hans, ekki vinnusimann. Vid musudumst adeins i gaerkveldi til ad slaka a og erum nuna alveg saliroleg, aetlum ad rolta nidur i bae og kaupa Trivial Pursuit. Vid erum vist baedi halfgerdir nordar, hofum gaman af Trivial.

þriðjudagur, 28. október 2003

Their eru ad setja upp jolaljosin a Market Street. Allt samkvaemt aaetlun. Eg, Babi Jones og Dave med rjodar kinnar, bodud i jolaljosum. Rosrautt allt saman.
Ekki eru laeknavisindin neitt serlega langt a veg komin svona thegar madur hugsar um thad. Eg var ad koma fra ljosunni og malid er ad enn veit enginn hvad thad er i alvorunni sem kemur faedingu af stad. Thetta bara gerist og that's it. Meira vita their ekki. Mer finnst thad alveg merkilegt. Hun gat ekkert sagt mer nema ad hjartslatturinn er svakalega finn og ad hofudid er 3/5 komid nidur. En hvad thad thydir i samhengi vid hvenaer piltur kemur vissi hun ekki. Hun sagdi reyndar ad samkvaemt gomlum kerlingarbokum tha vaeri hjartslatturinn visbending um ad eg gangi med stelpu. Thad vaeri nu skemmtilegt eftir allt saman. Skiptir engu, bara ad allt se a rettum stad.

Eg horfdi adeins a morgunsjonvarpid yfir seriosinu (eg fae mig enn ekki til ad kalla thad TJIRIOS eins og er rettur framburdur, Dave er meira ad segja farin ad segja serios) og sa auglysingu fra Barnaverndarnefnd um hversu morg born hafa thad slaemt og eiga vonda foreldra. Eg hringdi inn framlag svona til ad gera eitthvad. Eg gat thad nu samt varla af thvi ad eg sa ekki simann fyrir tarum. Thetta er nytt, sidan ad eg vard olett er eg ordin miklu vidkaemari gagnvart ollu sem tengist bornum. Ekki thad ad adur hafi mer verid sama um born sem eru kvalin og misnotud en nuna er thad einhvern vegin verra. Hvernig getur folk gert thetta? Madur stendur bara hoggdofa gagnvart mannvonskunni. Thad er hraedilegt ad segja ad madur se heppinn ad eiga goda foreldra. Thad aetti ekki ad vera heppni heldur sjalfsagt mal. Ju minn, byrja eg aftur ad vola, eg er ad hugsa um ad sleppa thvi ad tala um Irak akkurat nuna. Nei andskotinn, eg sa heimildamynd i gaer sem gerdi mig reida, ekki sorgmaedda. Eg var a moti thvi ad radist yrdi inn i Irak en thad var bara svona meira af almennum fridarsinna astaedum, asamt thvi ad skilja ad Bush og Blair voru ekki ad gera thetta af manngaesku, peningar lagu ad baki. eg hafdi bara ekki alveg gert mer grein fyrir thvi hvernig nakvaemlega. Allavega, Saddam Hussein tok lan a lan ofan til ad fjarmagna vopnakaup fyrir herinn, asamt thvi ad lifa hatt sjalfur. Thessi lan komu oll fra vestraenum bonkum, fjarmalastofnunum og vopnasolum. Nuna stendur thad thannig ad hver Iraki skuldar um £18.000 (2 millur) og haekkar stodugt vegna vaxta. Og vestraenir bankar og vopnasalar vilja fa peningana sina til baka. Skuldirnar ganga kaupum og solum i verdbrefahollum og feitir kallar sitja og plotta um hvernig best se ad skipta Irak nidur thannig ad their verdi enn feitari. A medan Iraska thjodin a a dborga skuld sem Saddam safnadi upp til ad kaupa vopnin sem Bush redst inn i landi fyrir sem voru mestmegnis keypt i Bandarikjunum? Thetta er thad sem heitir "Odious debt", skuldin er sidferdilega rong og vestraenu londin aettu bara ad fella allt draslid nidur og leyfa Irokunum ad sja um sig sjalfa. Eg vissi ad vid byggjum i vondum heimi en thetta er alveg til ad fara med mann. Vidbjodur. Og tha er eg vonandi buin ad koma ollu thessu fra mer og get snuid mer ad thvi ad rolta um a minu rosaskyi, og bedid roleg eftir barninu.

mánudagur, 27. október 2003

Babi Jones fekk aaetladan komutima i dag. Akkurat 40 vikur. En hann laetur ekkert a ser kraela. Eg er ekkert hissa, mer skilst ad einungis 5% barna faedist a rettum degi, 80% hinsvegar koma of seint. Vid foreldrarnir erum hinsvegar alveg serlega stundvist folk og fannst bara edlilegt ad afkvaemid vaeri thad lika. Annars er eg alveg ordin roleg. Sidasta vika var voda skrytin, eg stressud og bara allsekki med sjalfri mer, en nuna er eg einhvern vegin komin aftur i rolega stemmningu og er ekkert nojud. Eg veit ad hann kemur einn thessara daga, fyrr en sidar og thad er ekkert meira um thad ad segja.

föstudagur, 24. október 2003

Sigur! Ja, otviraedur sigur. I morgun lamdi rigningin gluggana hja okkur og Dave stundi upp yfir sig ad hann neyddist vist til ad kaupa ser jakka ef hann aetti ekki ad drepast i vetur. Gamli jakkinn hans er svo ljotur ad eg hafdi gefid thad ut ad eg laeti ekki sja mig med honum ef hann faeri aftur i hann. Hann aetladi tha bara ad sleppa yfirhofn. En sum se i morgun tha hittumst vid i baenum eftir skriftartima og hann let mig teyma sig um i leit ad jakka. Eg var aegilega snidug og leiddi hann ad jakkanum sem eg vildi ad hann keypti thannig ad hann heldur ad hann hafi valid hann sjalfur. Svo haeldi eg og hrosadi og kyssti hann og knusadi thannig ad hann er buinn ad strunsa um i baeinn i dag eins og hann se Marcus Schenkenberg. Og thad er hid besta mal thvi hann var einmitt saetasti strakurinn i baenum.

Romantiski dinnerinn er i kvold thannig ad eg tharf vist ad gera mig saeta lika. Vid fundum litinn italskan stad og aetlum ad kanna hvernig er thar. Eg thyrfti reyndar ad fara heim og fa mer sma lur, eg er haett ad sofa a nottunni, eitthvert dulid stress i gangi byst eg vid. Ja, eg get ekki sofid a naeturna en sef eins og steinn yfir daginn. Merkilegt. Sjalfsagt stress vegna thess ad thad eru ju bara 3 dagar i aaetladan komutima Babi Jones. Eg var eitthvad ad orda taugaveiklun mina vid Mommu. Eg er viss um ad thetta fari allt saman framhja mer og eg vakni einn daginn og barnid liggi i ruminu hja okkur og eg buin ad missa af faedingunni. Hun fullvissadi mig um ad thad vaeri afar oliklegt. Dave hjalpar reyndar ekki, hann er stressadri en eg og gengur nu um med skaeri i buxnastrengnum svona ef hann thyrfti oforvarendis ad klippa a einn naflastreng eda svo. Eg verd reyndar ad vidurkenna ad vid forum spesferd i Sainsbury's adan eftir jakkakaupin til ad kaupa ferskan ananas. Ljosan helt thvi fram ad avoxturinn sa gaeti att thatt i ad koma faedingu af stad. Thad sakar varla ad borda ferskan ananas?

miðvikudagur, 22. október 2003

A leid heim af bokasafninu i gaer maetti eg ungri konu sem eg veit ad byr nedar i gotunni minni. Hunn stoppadi mig til ad spjalla enda er hun sjalf med bumbu ut i loftid og virtist einhvern vegin edlilegt ad spjalla. Hun a enn fimm vikur eftir og vid spjolludum heilmikid um olettur. Eg hef oft tekid eftir henni thegar hun labbar framhja og hef einmitt oft velt fyrir mer ad vid aettum nu ad spjalla saman svona fyrst vid erum badar olettar og allt en aldrei haft taekifaeri til. Mer leist voda vel a hana. Eg reyndar sagdi svo bara bae thegar vid kvoddumst, gerdi engin plon um ad spjalla eitthvad frekar, eda hittast i kaffi. Eg er nu meiri rugludallurinn. Alltaf ad vonast til ad kynnast einhverjum en svo thegar eg hef taekifaeri til thess tha bara segji eg bless! Hvad um thad, eg hlyt ad rekast a hana aftur. Dave sa okkur spjalla og sagdi thegar eg kom inn ad hann heldi ad hun hafi verid med honum i skola i gamla daga. Hann var ekki alveg viss en nafnid, Rachel, passadi. Hann vidurkenndi svo svona halflupulegur ad thau hefdu ekki beint verid i sama vinahopnum. Hun var ein af vinsaelu stelpunum. Eg spurdi hvort hann hafi ekki verid vinsaell. Hann utskyrdi thad sem svo ad thegar thau heldu vokumarathon til ad safna pening fyrir skolann tha spiludu hann og vinir hans Dungeons and Dragons i solarhring. Hun aftur a moti dansadi jazzballett. Utskyrir allt. NORD! Hann afsakadi sig med thvi ad hafa verid tolf ara og thad hafi allt lagast thegar hann eldist. Hihi! Eg nadi mer i laumu-nord. Svona gerist thetta alveg ovart.
Enska er eitt ordmesta, ef ekki bara ordmesta tungumalid i heiminum. Og Bretar bua til ord yfir allt og eru serlega lunknir i ad gefa ollu og ollum nafn. Their eru einnig sannfaerdir um ad haegt se ad segja til um personueinkenni folks eftir thvi hvadan thad er. Thannig eru Liverpoolbuar kalladir "Scousers" og eru allir thjofottir. Newcastlebuar eru "Geordies" og eru barnalegir og godir. Their sem eru fra Birmingham eru "Brommies" og eru illa gefnir. Vid sem buum i Rhos erum "Jackos". Thvi midur tha gat enginn sagt mer hvadan ordid kemur eda hvad thad thydir en madur ma vera stoltur af thvi ad vera Jacko. Vont er hinsvegar ef Englendingur kallar Walesverja "Taffy" eda "Boyo". Tha ma Walesverjinn verda alveg fokvondur. Samt er Taffy ord sem their vita ekki alveg hvadan kemur. Thad er bara ljott og thad dugar. Boyo er slaemt vegna thess ad med thvi er verid ad gera grin ad velska hreimnum. Sem mer finnst reyndar alveg dasamlegur. Eg man thegar eg var fyrst ad tala vid Dave tha fannst mer alveg dasamlegt hvad hann songladi thegar hann taladi. Eg hafdi ekki heyrt thann hreim adur. Samt talar hann odrivisi en flestir her thvi hann thurfti ad breyta um talanda thegar hann for i haskola. Thad skildi hann enginn i Leicester. Eg er haett ad heyra songlid hja honum nuna ser i lagi af thvi ad eg er farin ad venjast velska hreimnum, og samkvaemt areidanlegum heimildum farin ad songla sjalf. Hann heldur thvi reyndar fram ad eg se farin fram ur sjalfri mer og se farin ad hljoma eins og sudur-Walesverji. Til ad imynda ser thann hreim tha er eiginlega best ad hugsa um Nordmann ad tala ensku. Upp og nidur, upp og nidur. Alveg frabaert.

þriðjudagur, 21. október 2003

Thetta passar allt saman. Um leid og eg kom heim fra ljosunni renndi flutningabillinn ser ad husinu og eg fekk svefnsofann afhendann. Hann er litill og ljotur en var odyr og er bara nokkud thaegilegur thannig ad eg get ekki kvartad of mikid. En ekki get eg gert aukaherbargid smekklegt. Alveg sama hvad eg reyni. Thad er bara ljott thar inni. Hvad er thetta med svona herbergi? Er thad vegna thess ad thangad inn fara bara afgangar og drasl sem erfitt er ad samraema, eda er manni kannski bara alveg sama? I don't know en ljott er thad. Gestir verda ad afsaka en svo lengi sem their hafa gott rum til ad fleygja ser i tha er nu varla haegt ad kvarta mikid.

Hvad sem thvi lidur tha fannst mer a ljosunni ad thad vaeri ekki langt i Babi. Hann er kominn med hofudid alveg nidur, situr thar pikkfastur greyid, og ekkert ad fara nema ut. Bara einstefna. Og hann ma alveg koma min vegna, nuna er allt tilbuid. Meira ad segja sokkurinn. Eg klaradi hann i gaer og setti a arininn til ad syna Dave hvad Jones Jr. fengi finan jolasokk. Dave rifjadi thad tha upp ad hann hefdi nu aldrei att svona finan sokk. Mamma hans klippti vist nidur sokkabuxur og hnytti fyrir gatid og hengdi upp handa honum og Tracy systur hans. Eg hlo mig mattlausa en hann var ekki ad grinast. Sem betur fer tha fekk hann vist alltaf hnetur og mandarinur og matchbox bil i naelonid thannig ad hann var alveg sattur. Greyid litla, eg verd sjalfsagt ad sauma sokk handa honum lika.

mánudagur, 20. október 2003

Vika i Babi Jones. Eg er med verki sem eru eins og turverkir og vona ad thad thydi ad allt se a rettri leid. Dave er alltaf ad verda spenntari og spenntari og er nuna buinn ad bjoda mer ut ad borda. Hann vill ad vid forum ut einu sinni bara tvo saman an thess ad thurfa ad fa barnapiu eda hafa Babi med. Sidasta kvoldmaltidin so to speak. Eg aetla ad bidja hann um ad fara med mig ut annad kvold, eg er ekki i formi i dag. Er eitthvad threytt og illt i bumbu og baki. En mer finnst hugmyndin god og hann saetur ad hugsa fyrir thessu.

Godar frettir samt af banka. Vid erum buin ad koma thvi ollu i gagnid og eg thvi ordin stoltur eigandi ad velsku bankakorti. Med pening. Luxus alltaf hreint.

föstudagur, 17. október 2003

Ég fann netþýðanda en það er of mikið vesen að nota hann. Það er nú samt óneitanlega fallegra að sjá íslenska stafi.
Eg saumadi ut i gaerkveldi thangad til ad eg fekk vodvabolgu. Eg hefdi frekar att ad finisera sonnettuna mina, hun var hraedileg og thad endadi med ad eg neitadi ad lesa hana i tima i dag. Thad er svosem allt i lagi, vid erum ekki skyldug til ad lesa upphatt. Eg hefdi nu samt frekar kosid ad fara med eitthvad. Ljod hinna voru reyndar drulluleleg ad minu mati og enginn gat samid alvoru sonnettu. Eiginlega ekkert i attina, baedi atkvaedi, rim og hugmyndir voru kolvitlausar, thannig ad eg var ekkert verri en hinir. Ruslid mitt var ad minnsta kosti sonnetta samkvaemt bragfraedi. Hvad um thad, sokkurinn kominn vel af stad og eg er ad skemmta mer betur vid ad sauma en skrifa akkurat nuna.

Eg helt ad Babi Jones myndi faedast nuna rett i thessu, merkilega sterkur verkur (oh ljodmaelin halda afram!) en nei, lidur bara hja an thess ad neitt gerist svo sem.

Thollaradagur a morgun. Synd ad missa af honum. Eg er samt merkilega roleg yfir thvi, sjalfsagt vegna thess ad eg er ad horfa a the big picture: ju, eins gaman og thad er ad skriplast um med Thollarastelpum tha er eg vodalega satt vid lifid eins og thad er nuna. Vid getum alltaf haldid Thollaradag naesta sumar thegar eg kem i fri, en eg get bara notid thessarar olettu einu sinni. Og eg er ad njota hennar. Eg var um daginn farin ad hugsa ad nuna maetti Jones Jr. bara fara ad drifa sig i heiminn, en nuna er eg meira bara ad dast ad bumbunni minni og hafa thad gott. Mer finnst frabaert ad vera olett, eg er eins og konungleg galeida, utlits og i hegdun. Gaeti ekki verid finni. Dave minn er hins vegar ordinn othreyjufullur ad bida eftir erfingjanum. Thetta horfir odruvisi vid honum, bumban er svona halforaunveruleg. Hann er lika alltaf ad verda stressadri og stressadri: i hvert sinn sem eg blaes fra mer, styn eda hreyfi mig a einhvern hatt sem honum finnst lysa othaegindum, stekkur hann til og gripur til spitalatoskunnar minnar. Hann er miklu stressadri yfir faedingunni en eg, heldur ad thad verdi obaerilegt ad horfa a mig thjast og geta ekkert gert. Eg segi honum ad thad se fullt sem hann geti gert. Og byrjad a thvi ad fara ut i sjoppu og keypt handa mer snikkers og kok. Ljomandi alveg hreint.

fimmtudagur, 16. október 2003

Talandi um handavinnu. Thad ma vera ad eg hafi svona i framhjahlaupi minnst a jolasokk vid Huldommu thegar hun hringdi a sunnudaginn. Eg var ekkert ad bidja um neitt, bara svona minntist a ad mig langadi a bua svoleidis til. Og hvad vakna eg vid i morgun? Ju, posturinn bankar med pakka handa mer fra Huldommu. Allt til ad bua til jolasokk handa Babi Jones. Lukkan yfir manni alltaf hreint. Thannig ad nuna get eg stolt setid i sofanum minum og saumad ut eins og saemir konu af minum aettbalki. Takk amma.

Eg er svona lika hress i dag. Dave minn skutladi mer i sund i morgun og thar hitti eg Barry (sem er voda skrytinn en thad er nu allt i lagi) sem er med mer i Skapandi Skrifum. Mikid var gaman ad rekast a einhvern sem madur thekkir. Hann helt thvi fram ad hann vaeri buinn med sonnettuna sina. Bolvadur. Svo a leidinni a bokasafnid rakst eg a Rachel sem vann med mer i Cancer Shop. Hun var buin ad fa alvoru vinnu og var a leidinni thangad. Eg er ekkert sma anaegd. Thetta thydir ad eg thekki folk sem eg rekst a og thad thydir ad eg eigi heima herna. Og synir hvad Wrexham er litil og kruttleg borg/baer ad madur rekist a hinn og thennan svona eins og madur vaeri i Reykjavik, eda jafnvel Thollo.

miðvikudagur, 15. október 2003

Eg er ad vona ad barattu minni vid bankakerfid her i Wales se ad ljuka og ad eg fai ad opna bankareikning eftir helgi. Thetta er buid ad vera serlega flokinn thriggja vikna prosess og allt bara til ad opna venjulegan bankareikning. Ja, thad hefur oneitanlega sina kosti ad vera i vidskiptum hja Landsbankanum i Thollo og geta hringt og mjalmad: "Vala, thetta er eg, get eg fengid adeins haerri heimild?"

Eg er farin ad fylgjast med politikinni herna. Kosningar a naesta leyti og mer finnst ekki annad haegt en ad skoda stoduna adeins. Blair er i algjorri klipu med "New Labour" og mer heyrist a ollum ad their vilji bara fa "Old Labour" aftur. En Ihaldsflokknum gengur ekkert betur. Eg helt ad thetta sveifladist alltaf a milli thessara tveggja, ef verkalydflokknum gengi illa tha vaeri gaman hja Ihaldinu og ofugt en akkurat nuna er ekki svo. Thad vill enginn kjosa ihaldid heldur. Liberal Democrats flokknum aetti thvi ad ganga vel nuna, svo og ollum litlu stadbundnu flokkunum eins og t.d. Plaid Cymru, velska thjodarflokknum. Ef eg kysi hugsa eg ad eg vaeri hrifnust ad Frjalslyndu demokrotunum, their eru nalaegast theim flokki sem eg helst kaus a Klakanum. Mer heyrist a Dave minum as hann aetli ad vera thjodremba i thetta sinnid.

Mer lidur eins og eg eigi ad vera med handavinnu i gangi. Eitthvad hef eg smitast af konunum i moduraettinni sem sauma og prjona a o- og nyfaedd born. Eg er med samviskubit yfir thvi ad vera ekki buin ad sauma ut i eins og eitt stykki saenguver og prjona eins og eina peysu. Thad sem mig langar til ad sauma er jolasokkur til ad hengja a arininn. Mer finnast their fallegir og jolalegir og ein af hefdunum hedan sem eg get notad.

Jaeja, aetti madur ekki ad skella ser i laugina? Eg er i studi til thess ad svamla nokkra hringi.
Oli Palli er ad tala um nyja plotu, Islensk Astarlog. Einstaklega hentug gjof fyrir Islendinga busetta erlendis. Er thad ekki?

þriðjudagur, 14. október 2003

Ju minn eini, her er eg bara ad dulla mer vid ad lesa hin og thessi blogg thegar eg a ad vera ad skrifa sonnettu. Ja, verkefnid er aldeilis metnadarfullt thessa vikuna, heil sonnetta hvorki meira ne minna og helst nokkrar haikur i leidinni. Hann er ekkert ad djoka kennarinn okkar. Eg aetla ad na i Shakespeare sonnetturnar minar og nota hann sem vidmidun svona til ad passa ad eg haldi i iambic pentametre og allt thad. En hvad a eg ad skrifa sonnettu um? Eru thaer alltaf um ast? Thad vaeri nu gaman ad skrifa sonnettu handa Dave. Eda kannski handa Babi Jones?
Eg tok mer spolu i gaer og horfdi a a medan ad eg plokkadi og litadi a mer augabrunir i gaer. Dave var ad stussast i tolvunni uppi (hann bara kemur ekki simalinunni i gangfaert horf) og eg akvad ad eg aetti thad skilid ad hafa svona sma girlie stund og horfa a romantiska gamanmynd. Eg er med alveg serlega omenningarlegan smekk a biomyndum og hef alltaf haft alveg vodalega gaman af lettum myndum med velgengiskafla. Eg tok mynd med Hugh Grant og Sondru Bullock i theirri godu tru ad med htessum tveimur fengi eg allt sem pryda maetti goda romantiska mynd. Mer fannst hun omurleg. Og er er buin ad finna thad ut ad thad er Dave ad kenna. (Eda thakka). Thegar eg var singleton tha var lifsnaudsyn ad horfa a svona myndi til ad minna sig a astina og lifid og til ad passa ad madur laekkadi ekki standardinn, heldur setti markid alltaf a biomynda-ast. Svo nuna thegar eg veit hvernig thetta er i alvorunni (miklu betra en eg helt, en allt allt aaaallllltt odruvisi) tha get eg bara ekki notid thess ad fylgjast med Hugh og Sondru misskiljast i att ad eilifri ast.

mánudagur, 13. október 2003

Vid vorum ad koma af spitalanum. Babi Jones er bara oskop venjulegt barn, rett ordin rum 3 kilo og ser enga astaedu til thess ad lata yta a eftir ser. Eg verd nu ad vidurkenna ad vid tilvonandi foreldrar hans erum buin ad vera dalitid oroleg yfir thessum latum i laeknunum og erum nuna svona rett ad anda fra okkur af letti yfir thvi ad barnid okkar se bara oskop venjulegt barn. Thannig ad nuna thurfum vid bara ad bida roleg eins og annad folk, hann kemur thegar hann kemur. Tvaer vikur eftir og allt tilbuid thannig ad vid getum ekkert gert nema bedid nuna. Eg verd ad vidurkenna ad eg er ordin vodalega spennt. Sidustu tvo, thrja dagana hef eg lika verid ad finna dalitid mikid fyrir honum, eg er thung a mer, get ekki labbad hratt (eda lengi), er heillengi ad standa upp ur sofanum og fer sjalfsagt ekki meira i sund. Mestmegnis vegna thess ad thad er sma ferdalag ad komast thangad fremur en ad thad se erfitt ad synda.
Uff, eg er eiginlega vodalega fegin. Eg var farin ad sja fyrir mer eitthvert aegilegt skrimslabarn sem eg gaeti ekki komid fra mer med godu moti. Eg er lika aegilega hrifin af thvi ad gera thetta eins mikid an laekna og eg mogulega kemst upp med. Mer likar bara alls ekki vid laeknana her.

Tvaer vikur. A sama tima og thetta aetti ad vera meira og meira raunverulegt tha finnst mer thetta bara verda meira surrealiskt. Thad aetlar einhver ad kalla MIG mommu. Thad sem eftir er.

fimmtudagur, 9. október 2003

Eg akvad thratt fyrir halsbolgu og sma hita ad drifa mig nidur i bae til ad kaupa tannkrem og nattfot og thad mikilvaegasta af ollu, svefnsofa handa gestum. Hann var nu ekki a lager og gaeti tekid upp undir 28 daga ad fa hann sendann. Javla! Mamma og pabbi verda komin og farin adur en sofinn kemur. Vid finnum eitthvad ut ur thvi, mer fannst bara lifsnaudsyn ad kaupa svona grip svo eg geti alltaf sagt ef einhver er a ferdinni: "Endilega komdu og stoppadu i nokkra daga, eg er med aukaherbergi og svefnsofa og allt!" Lifsnaudsyn alveg hreint.

Thannig ad skilabodin eru: Allir velkomnir. Er thad ekki ljuft?

miðvikudagur, 8. október 2003

Eg er ordin veik aftur. Hef nad theim merka arangri ad na mer i tvaer mismunandi pestir a innan vid viku. Um helgina var eg med hita og hor i nefi en var buin ad jafna mig a manudag. (Eg get eiginlega ekki einbeitt mer, madurinn vid hlidina a mer a naestu tolvu, er ad runka ser. Eg er ekki ad grinast. Gud minn godur. Alltaf er thad eitthvad!)

Jaeja eg er er buin ad faera mig og get thvi haldid afram. Ja, svo a thridjudag byrjadi mer aftir ad verda illt i halsinum og nuna er eg raddlaus og aftur komin med hita. Haldidi ad thad se! Eg var buin ad akveda ad fara i baeinn i dag og kaupa mer nattfot og sjampo og tannkrem og slikt og thesshattar fyrir faedinguna. Eg tharf ad koma med allt med mer, bleiur og fot a barnid og domubindi og slopp a mig. Eg a ad vera a spitalanum i thrja daga (ad laera a brjostin a mer, skyndibiti fyrir Babi Jones) thannig ad thad er betra ad vera med thetta allt tilbuid. Og nu eru mestar likurnar a thvi ad Babi Jones komi fyrr en sidar. Eg for i skodun i gaer og ljosan sagdi ad hann vaeri mjog stor og gat ekki imyndad ser annad en ad thad myndi enn betur koma i ljos i sonar. Hun maelti med thvi ad eg myndi tha lata framkalla faedingu frekar en ad leyfa honum ad staekka og staekka og auka thar med likur a ad hann verdi of stor til ad faeda hann. Eg er buin ad vera ad skoda malid og thad er bara nokkud skynsamlegt ad koma thessu af stad. Tha geta mamma og pabbi pantad flugmida med sma fyrirvara og eg og Dave undirbuid okkur undir thetta allt saman. Eg er reyndar komin a thad ad Babi Jones sjalfur se ad gaela vid thad ad maeta a svaedid bara snemma af eigin rammleik, sidustu tvo daga er hann buinn ad vera ad minna vel a sig og eg med stingi og pilur eins og mer skilst ad Hulda amma kalli svona vaega samdrattarverki. Thess vegna vildi eg endilega fara i dag ad kaupa tannkrem og nattfot svo hann komi ekki bara og eg allslaus a spitalanum. Madur verdur ad vera dalitid smart vid svona mikilvaegan vidburd.

Ammrikanar eru eitthvad skrytnir. Arnie ordinn rikistjori i Kaliforniu. Ju minn eini. But then again, vid erum natturulega med Gudna Agustson.

mánudagur, 6. október 2003

Nu naedir um allt, vindurinn hvin og rignir an aflats. Ja, ekki lengur sumar i Wrexham, heldur haust. (Thessir litlu raeflar eru reyndar ad reyna ad kalla thetta vetur en eg blaes nu a allt slikt!) Eg er haestanaegd med thetta, ser i lagi thar sem ad vid saum vidarkubba til solu a bensinstodinni i dag og akvadum ad thad vaeri ad fara ad koma timi til ad profa arininn. Huggulegheitin aetla bara engan endi ad taka!

Thrjar vikur i Babi Jones i dag. Ekki langt thad.

föstudagur, 3. október 2003

Og ef thad er satt ad Gudmundur Steingrimsson se ad gefa ut bok nuna um jolin tha vil eg fa hana i jolagjof. Bara svona ad segja thad.
Eg er bara veik nuna. Med hita og halsbolgu og ekki i studi. Eg sem var buin ad lofa Horpu ad kikja a verkenfi fyrir hana. Eg bara hef ekki orku akkurat nuna. Eg for ekki a skriftarnamskeidid i morgun, aetti eiginlega bara ad vera i ruminu en tharf ad skjotast nidur i bae til ad skra mig i Jobcentre. En svo aetla eg beint aftur upp i.

Ljosan sagdi ad thad vaeri nu ekki rutina ad fara i sonar svo seint, en hun sagdi ad eg aetti ekki ad hafa ahyggjur thvi ef eitthvad vaeri ad tha myndu their ekki bida med ad skoda thetta i tvaer vikur. Hun hlet helst ad skyringingin vaeri ad strakur vaeri i staerra lagi og thad thyrfti ad skoda hvort koma aetti faedingu af stad fyrir 40 vikna markid. Eg er ekki par hrifin af thvi og er buin ad taka tha akvordun ad eg aetla ad neita ad gera nokkurn skapadan hlut nema ad allt se utskyrt fyrir mer og talad vid mig eins og manneskju en ekki kjotflikki a faeribandi. Tho ad laeknarnir fai konur eins og mig inn i rodum og sjai ekki mun a mer og bilvel tha er her um ad raeda barnid mitt, fyrsta barnid mitt meria ad segja, og reynslan er mer alveg ny og framandi. Eg laet ekki vada yfir mig!

Ju minn eini, kemst eg i hitakof. Goda helgi.