sunnudagur, 9. október 2005

Við erum búin að taka niður myndir, pakka saman bókum og setja kristalinn í kassa, því sakkvæmt okkar útreikningum þá ættu iðnaðarmennirnir að koma á morgun til að sprauta vatnverjandi gumsi í veggina hjá okkur. Höfum reyndar ekkert heyrt í þeim en vonum að standi. Þannig að tölvan þarf að pakkast niður líka og skæpið mitt fína og allur netpóstur er tilgangslaus allavega næstu vikuna. Ekki aþð reyndar að ég hafi náð að prófa skæpið, ég held að ég gleymi alltaf að sæna mig inn þegar ég er netttengd. Sjáum hvað gerist í næstu viku.

Lúkas minn er að fullorðnast eitthvað finnst mér, hann er nánast hættur að vera með svona óstjórnleg frekjuköst, eins og hann hafi meiri stjórn á skapinu núna. Og hann er voða mikið að reyna að tala, fleiri og fleiri orð bætast við á hverjum degi. Hans vegna kvíði ég næstu viku, það verður dálítið flókið að lifa eðlilegu lífi með enga veggi!

mánudagur, 3. október 2005

Er komin með ADSL og Skype, ef einhver vill spjalla ókeypis. Mússímús.