þriðjudagur, 30. september 2003

Tovlunamskeidid sem eg var buin ad skra mig a fer sem sagt ekki fram og eg thvi verkefnislaus a manudogum enn a ny. Og tharf ad finna nytt tolvunamskeid til ad hafa tolvukunnattu i CV-inu minu. En eg hugsa ad eg slaki nu bara a svona thangad til ad Babi Jones er faeddur, nu eru taepar 4 vikur eftir og tekur thvi varla ad byrja a einhverju nuna. thar fyrir utan tha a eg i fullu fangi med ad skrifa fyrir skapandi skrifin. Thegar madur er ordin ad Tolstoj tha er ekkert haegt ad skila inn bara einhverju krappi naest. Nei, nu er standardinn ordinn svo har ad eg kem engu nidur a blad. Eg skrifadi um nag-arattuna, Saabinn og hned a Horpu sidast. Nuna er eg ad reyna ad skrifa um kertasktjakann sem Jose Manuel gaf mer. Baedi fallegur og flokinn gripur med sogu sem naer mun lengra aftur en timann sem eg hef att stjakann. En blaargh! ekkert kemur. Nada.

Vid forum a spitalann i gaer til ad hitta laekni. Mer skildist ad thetta vaeri bara rutinu skodun. Eg sa reyndar engan mun a thessari skodun og thvi sem ljosan gerir. Eg skiladi inn pissi i glasi, blodthrystingur var maeldur, og hlustad a hjartslatt barnsins. Ja og bumban min var maeld. Hun er i staerra lagi. En vid gatum nu alveg sagt okkur thad sjalf, eg er ekkert litil sjalf. Eini munurinn var ad laeknirinn var donaleg og meiddi mig og svaradi engum spurningum og gerdi mig reida. Eg vil ekki sja laekni vid faedingu barnsins. Nei takk, bara ljosmaedur sem eru hver annarri yndislegri. Laeknadruslur. Og laeknadruslan pantadi tima fyrir okkur i sonar eftir tvaer vikur. Mer skildist til ad sja nakvaemleg hversu stor piltur er, en eg er ekki viss. Laeknadruslan svaradi mer ekki og nu er eg alveg brjalud thvi eg veit ekki hvort thad er edlilegt ad fara i sonar i 38 viku, eda hvort thetta se abnormal. Er thad vegna thess ad eg er svona feit og thvi erfitt ad sja hversu stort barnid er og their thurfa ad vita thad, eda er eitthvad ad eda fara allir i sonar eda hvad????? Helvitis Laeknadrusla! Vid erum sem betur fer ad fara i foreldratima i kvold (umraeduefni:brjostagjof) og ljosan min ser um timann i kvold thannig ad eg aetla bara ad spyrja hana. Hmmf! og thessi laeknir getur bara klorad ser i sinum great big hairy bollocks thangad til ad thau detta af.

Annars tha eydi eg mestum tima minum i ad maula a steinbit nuna. Dave var serlega gladur yfir thvi ad hafa naelt ser i kvef um helgina thannig ad hann finnur bara svona daufa angan (en er furdulega litid spenntur fyrir ad kyssa mig?). Eg er ad reyna ad treina fiskinn og er buin ad akveda ad eiga alltaf sma but til ad gefa Babi Jones svo honum finnist lyktin god og bragdid gott. Mig minnir ad Kolbeinn hafi nagad hardfisk adur en hann fekk tennur nanast thannig ad bornum finnst hann godur svo lengi sem thau alast upp vid hann. Lengi lifi hardfiskur.

föstudagur, 26. september 2003

Kennarinn minn likti aeskuminningunni vid gamansaman Tolstoy (?) og eg tek thvi sem hrosi. Naesta verkefni er ad lysa daudum hlut, utliti, eiginleikum og tilfinningu sem eg hef fyrir hlutnum.

Vid erum buin ad vera a stussi i allan dag, og nuna er pizzudegid ad hefast. Pzza og sex and the city a fostudagskvoldum eru ordnir svona fastir punktar i lifinu hja okkur skotuhjuum. Ja, eg held ad thad se kominn timi a helgartjill.

fimmtudagur, 25. september 2003

Madur flytur til utlanda og eg bara veit ekki hvad en samt tekst mommu ad skamma mann! Thetta er nu alveg frabaert. Eg verd ad segja svona mer til varnar ad eg er bara buin ad borda thennan eina skittlers-poka og hef ekki thyngst um eitt gramm alla medgonguna! geri adrir betur.

Jo Graham, sem ber titilinn "Health Visitor" kom i heimsokn i gaer, og taladi stanslaust svona eins og Veilsverjar eiga til. Hun kemur til med ad koma reglulega i heimsokn eftir ad Babi Jones er faeddur til ad kanna astandid a honum og heimilinu. Hun baud mer ad koma med hann i ungbarnanudd thegar hann er faeddur. Namskeidid er haldid i Stiwt sem er svona kommjunal adstada/leikhus/tonleikasalur. Ofbodslega falleg bygging og rett fyrir aftan husid okkar thannig ad ekki verdur flokid ad komast thangad. Thar koma sumse nybakadar maedur saman med bornin sin og nudda thau og spjalla og kynnast og voda gaman. Eg var voda fegin thegar eg heyrdi thetta. Eg fattadi nefnilega a thridjudaginn thegar vid forum i hopferd a spitalann med foreldranamskeidinu hvad mig vantar ad spjalla vid kellingar i minni stodu. Eg sa allar thessar bumbur ut um allt og mig klaejadi eftir ad tala vid thaer. Svo mikid ad eg vard aest og for ad anda oreglulega og vard illt i bakinu. Ad hugsa med ser. Eg gerdi mer bara ekki grein fyrir thvi hvad mig langar mikid til ad tala um olettu vid adrar olettar konur. Thetta hlytur ad vera einhverskonar frumthorf eda eitthvad.

Vid saum mynd um faedinguna og eg verd nu bara ad segja ad eg er spenntari en adur eftir ad profa thetta allt saman. Mer finnst thetta bara spennandi. Hinar stelpurnar voru halfkvidnar a sviopinn en eg er eiginlega bara spennt. Thetta er svo otrulegt allt saman hvernig thetta funkerar ad madur verudr ad profa sjalfur til ad trua thvi. Frabaert.

Annars tha se eg nuna framtidina i rosraudu ljosi. I november og desember verdur sett upp skautasvell a adaltorginu og allir geta komid og skautad eda rolt um og keyot ser heitt toddy og jolaskraut. Eg se okkur Dave fyrir okkur med barnid i vagni a rolti a jolaljosaupplystu torginu, oll svo hamingjusom og raudkinnud. Er thetta ekki falleg framtidarsyn? Gott ad vera bjartsynn og anaegdur. Vid sjaum svo til hvad gerist i alvorunni ;)

miðvikudagur, 24. september 2003

Eg bordadi heilan poka af Skittles i hadegismat. Og nuna er mer illt i maganum. Skittles, sem eg helt ad heti Skittlers, var lengi bannad a Islandi, svona eins og Trix og M&M. Eg veit nuna afhverju. Folki eins og mer er bara ekki treystandi fyrir heilum poka af Skittlers. Hvad tha kassa af Trix.

þriðjudagur, 23. september 2003

Ja, Babi Jones dafnar heldur betur vel og vandlega. Hann er buinn ad snua ser og er thvi svona nokkud tilbuinn til ad koma i heiminn. Ljosa maeldi bumbu og segir ad hann se 3.7-4 kilo ad thyngd. Sumse vel myndarlegur. Eg spurdi svona til oryggis hvort hun minusadi ekki alveg orugglega fra minn edlilega maga og allt thad og ju, hann er svona stor. Hun helt thvi fram ad thad vaeri bara betra ad eignast stor born, thau vaeru tha alveg orugglega hraust og heilbrigd og tilbuinn undir sjokkid sem faedingin er. En eg held nu ad hun hefdi sagt eitthvad svona naes og upplifgandi hvernig sem var. Ef hann vaeri litill tha segdi hun orugglega ad thad se audveldara ad ad eignast litid barn svona augljoslega. Hvad um thad, thad var gott ad sja ad enn er allt i somanum hja honum.

Thad var mjog gaman a tolvunamskeidinu i gaer, kannski serstaklega vegna thess ad eg var klarust. Vid erum bara sex i allt og allt konur. Thaer hinar eru allar i kringum 40-50 ara thannig ad enn og aftur eignast eg sjalfsagt enga vini (jaeja, tha er thad bara ad profa mother og baby group og svo vinnan) en thaer voru allar hressar og skemmtilegar og kunnu sumse ekki ad kveikja a tolvu thannig ad eg er seniid i bekknum. Stada sem eg hef alltaf unad mer serlega vel i thannig ad ekki aetla eg ad kvarta.

mánudagur, 22. september 2003

Thegar eg vaknadi i morgun var hreinlega islendkst vedur uti. Rigningin lamdi a gluggunum i mislongum hvidum og vindurinn naudadi i utskotum. Eg kurdi mig i saengina mina og hugsadi med mer ad ja herna her, eg vaeri nu bara a Islandi. Fyrst var eg voda kat en svo nu thegar lidid er a daginn er thetta ekki jafnskemmtilegt. Eg er buin ad vera ad henda ur geymslunni hja okkur, drasli sem kellingin sem her bjo adur skildi efitr. Eg er buin ad aetla ad gera thetta for ages, en aldrei nennt fyrr en i morgun. Mig vantadi geymsluplassid undir ferdatoskur og kassa svona svo eg komi Babi Jones fyrir einhverstadar. Dave misskildi mig sma og helt ad eg aetladi ad setja Babi Jones i geymsluna. En thad er nu ekki svo.

Eg er svo ad fara a tolvunamskeidid mitt i kvold og hlakka dalitid mikid til. Thad verdur ljomandi ad hitta nytt folk og gera eitthvad med heilanum. Bernskuminningarnar eru allar ad formast i goda sogu og eg hugsa ad eg setjist nidur a morgun og setji a prent.

Og eg bara get ekki bedid eftir steinbitnum.

laugardagur, 20. september 2003

Bumban a mer er svo stor ad eg nae varla i lyklabordid lengur. Uss og svei.
Thad er makalaust party i vinnunni hja Dave i kvold. Hann a ad vinna i fyrramalid svo hann sagdist ekki aetla ad fara og thar ad auki tha vildi hann ekki skilja mig eftir eina heima. Eg sagdi vid hann ad hann maetti ekki nota mig sem einhverskonar brennivinsbremsu, ef hann vildi fara tha vaeri thad sko allt i lagi min vegna. Eg get ekki sed hvernig eg aetti ad stodva thad. Eina er ad thad thydir ad eg sit ein heima en ef vid byggjum a Islandi tha myndi eg heimta ad Asta faeri med mig a kaffihus. Svo hringdi eg i pabba til ad oska honum til hamingju med afmaelid og pabbi vildi endilega tala vid Dave. Pabbi byrjadi ad plana ferd a pobbinn og bjordrykkju med Dave og eg sa ekki betur en ad honum litist serlega vel a thad. Og eitthvad hefur gamli aest minn upp thvi i morgun thegar hann for i vinnuna sagdi hann ad hann aetladi ad velta thvi fyrir ser ad fara ut i kvold. Ef eg vaeri satt vid thad. Greyid var med svo mikinn bjorsvip a andlitinu ad eg gat nu ekki annad en hlegid. Svo let hann mig fa pening og sagdi mer ad skella mer i baeinn og skemmta mer vel. Eg tok hann a ordinu og for nidur i bae og eyddi ollum peningnum i allskonar dot til ad gera saetara heima hja okkur. Kerti og korfur og puda og skraut ymiskonar. Eg fann alveg klikkada bud sem selur svona habitat knock-off smavoru fyrir skit og kanil. Thad verdur gaman ad fara med stelpurnar thangad thegar thaer koma. Eg er thvi mjog satt vid lif og tilveru nuna, eg held ad eg viti bara ekkert skemmtilegra en ad kaupa svona dot.

Hafa skal thad sem hljomar betur, takk stelpur fyrir abendingarnar, eg er eiginlega ad spa i ad bua til goda sogu um bitvarginn Svovu Ran og nota ykjurnar sem eg er svo flink vid. Eda kannski tharf eg ekkert ad ykja neitt, thad geta nu ekki allir sagt fra thvi ad hafa bordad heilan Saab?

föstudagur, 19. september 2003

Besti pabbi i heimi a afmaeli i dag. Til hamingju med daginn elsku pabbi minn, thu ert hetjan min. Alltaf, alltaf.
Er ekki eitthvad vodalega skemmtilega skondid vid thad ad Bjorgulfsfedgar skuli sja um Eimskip nuna?
Eg keypti vagn og voggu handa Babi Jones a midvikudaginn. Eg panikkadi sma af thvi ad vagninn var ekki alveg eins og eg hafdi gert mer i hugarlund, th.e.a.s. hann stenst ekki islenska kriteriu yfir vagna. Eg er alltof fljot ad panikka, alveg sama hvad eg reyni ad segja sjalfri mer ad anda inn og ut og allt thad, allt kemur fyrir ekki og maginn herpist saman og eg byrja ad svitna i upphafi kvidakasts. Vagninn er reyndar svaka toff og thjonar theim tilgangi sem vagn a ad thjona herlendis thannig ad thad er ekkert vandamal.

I morgun byrjadi eg svo a Skapandi Skrif namskeidinu minu. Thad var voda gaman og hopurinn er skemmtilegur tho her se um ellilifeyristhega ad raeda thannig ad vinir eru kannski ekki eitthvad sem eg fae ut ur thessu. Nema Barry sem er ungur en skrytinn og er nu thegar buinn ad semja um mig ljod. Skiptir ekki mali, eg eignast bara vini thegar eg byrja ad vinna. Eda kem mer i einhverskonar mommuklubb. (boo!) Vid skrofudum heilmikid i morgun og gerdum nokkrar aefingar og vid erum oll svona aegilega talented, giviminn gour, thad held eg nu. Fyrsta heimaverkefnid er svo ad skrifa u.th.b. blsadsidu um aeskuminningu. Og mer dettur ekkert i hug. Thad er eins og eg hafi faedst i gaer. Eg bara man ekkert sem gerdist i aesku eda a unglingsarum. Thetta ma vera atburdur allt ad 19 ara aldri. Harpa, thu ert svo minnug, dettur ther atburdur i hug? Eda ther Hanna? Mamma? einhverjar godar hugmyndir?

miðvikudagur, 17. september 2003

Vid forum i gaer a foreldranamskeidid okkar. Eg verd ad vidurkenna ad eg vard fyrir sma vonbrigdum. Eg var buin ad sja fyrir mer ondunarafingar thar sem eg og hinar kellingarnar laegjum a storum pudum og mennirnir teldu i fyrir okkur. Inn i thetta blandadist vitraen umraeda um faedingu og valmoguleika a lyfjum og stellingum. En nei, vid atum i hring a mjog othaegilegum haenuprikum a medan hjukkan afsakadi sig og vandreadadist i eina tvo tima. What a waste of time! Allt sem hun sagdi er eg buin ad lesa mer til og hun var svo kjanaleg ad thad var eiginlega vandreadalegt. Hun til daemis orsnoggt syndi okkur ondunartaekni en flissadi svo mikid a medan ad hun var ad thvi ad eg nadi engu ut ur thvi. Hun flissadi vegna thess ad henni fannst thetta svo vandreadalegt vegna thess ad thad hljomadi eins og hun vaeri "getting down to business" th.e. stunda kynlif. Eg var ad velta thvi fyrir mer ad benda henni a ad augljoslega tha hefdum vid oll sem vorum tharna inni einhvern timan gert thad, thad vaeri ju heila astaedan fyrir thvi ad vid vaerum tharna. Svo lysti hun ollu sem svona half ogedslegu "sounds a bit gross" sagdi hun alltaf thegar hun taladi um slim og legvatn og blod. Mer finnst nu dalitid skrytid vidhorf hja manneskju sem vinnur vid thetta. Audvitad er blod og slim og kukur og legvatn og eg veit ekkihvad blandad saman halfogedlsegt en thad er ekki eins og thad se eitthvad vid thvi ad gera, og eg er eiginlega alveg viss um ad a medan a faedingu stendur se mer nokk sama um thetta allt saman svo lengi sem barnid komi og se heilbrigt. Thessir Bretar og kurteisi og formlegheit og vandreadagangur yfir ollu. Sumt er bara ekki haegt ad gera snyrtilega.

Eg hefdi att ad vera byrjud i Skapandi skrifum kursinum minum, en thvi midur tha voru ekki nogu margir her i Rhos sem skradu sig med thannig ad thad verdur ekkert ur thvi her. Dave segir ad thad se vegna thessa ad flestir her i Rhos eru olaesir og oskrifandi og gatu thi ekki lesid auglysinguna til ad koma ad skrifa. (Sma hroki i honum af thvi ad her byr fataekara folk en i Johnstown thar sem hann olst upp.) Hvad um thad tha stod mer til boda ad maeti i sama kursinn nidri i bae en a fostudagsmorgnum. Eg er akkurat ad vinna tha. Eg velti thessu sma fyrir mer og akvad ad haetta i vinnunni og fara fekar i skrifin. Mer finnst thad meira spennandi, og ef eg a ad vera alveg hreinskilin tha var adalastaedan fyrir thvi ad eg for i vinnuna su ad eg aetladi ad kynnast folki. Thad gekk ekki alveg upp, enda bara gamla kellingar ad vinna med mer. Eg fann thad lika sidasta fostudag ad eg var vel threytt eftir ad standa i 4 tima. Ef eg hefdi verid ad vinna allan timann tha geri rad fyrir ad thad hefdi verid i lagi med mig en nu er eg ordin half aumingjaleg, svona eftir thetta langt sumarfri. Eg tharf ad fara i baeinn a fostudogum til ad skra mig i atvinnuleysingjastodinni thannig ad thad er agaett ad hafa eitthvad meira ad gera i baeinn. Eg var lika ad vona ad a namskeidinu myndi eg kynnast folki med svipud ahugamal eda i svipadri stodu og eg. Thad verdur spennandi ad sja hverjir verda tharna.

Her er enn sumar og sol, i nott gafst eg meria ad segja upp a saenginni minni og nadi i lak thvi mer var of heitt. Eg heyri i utvarpinu ad thratt fyrir slyddu og leidindi a Nord-Austurlandi tha se enn gott vedur fyrir Sunnan en von a frosti i nott. Eg get bara ekki akvedid mig hvort mer finnist fysilegra: hlirabolurinn eda falleg, thykk rullukragapeysa. Hmmm...nei aetli ad thetta solskinsvedur se ekki thaegilegra. Thi hi!

þriðjudagur, 16. september 2003

Sveinn er ad lesa frettir i utvarpinu. Saell Sveinn minn. Thetta er frabaert.
Eg for i gaer og borgadi tolvukursinn sem eg var buin ad skra mig i. Eg byrja svo a manudaginn. Alltaf gott ad hafa eitthvad plagg i hondunum til ad sanna kunnattuna. Eg fekk einmitt B.a. skirteinid mitt sent i gaer. Eg var nu ad vonast eftir adeins finna spjaldi en svona er thetta nu ordid omerkilegt. Eg utskrifadist med 7.48 i medaleinkunn. Mer fannst thad agaett, og dalitid fyndid med tilliti til thess ad eg fekk mun laegri studentseinkunn. Enda fell eg storfenglega i staerdfraedi i mennto med glaesieinkunnina 1.5. Ad hugsa med ser. Letin i einni manneskju.

Hvad um thad mer datt i hug hvad thad er gaman ad vera kelling nu til dags. Tolvunamskeidid er 20 vikur thannig ad ollu obreyttu tha faedist babi Jones i midjum klidum (hann er meira ad segja settur a manudag akkurat thegar namskeidid er thannig ad thad gaeti nu verid skemmtilegt!). En vid kippum okkur ekkert upp vid thad heldur eignumst bara barnid og maetum svo aftur i tima um leid og haegt er. Enda verdur Dave heima i nokkrar vikur og eins og hann sagdi tha er ekki nema sjalfsagt ad eg fai sma pasu fra barninu og hann geti verid einn med honum svona bara til ad vera pabbi i fridi. Audvitad. Thad er eg mikid viss um ad Kallafa hafi ekki thott naudsyn ad gefa Siggommu fri fra barninu (bornunum) og njota sjalfur samvistar vid grenjandi boggul. Eg er meira ad segja nokkud viss um ad pabbi minn hafi haft takmarkadan ahuga a ad eyda tima med okkur Kalla sem ungbornum. Allavega tha segir hann thad ekki upphatt. Svona breytist thetta allt.

Vid skemmtum okkur konunglega i gaerkvoldi yfir tilthrifunum hja Babi Jones. Hann er ad undanfornu farinn ad vera svo synilegur, maginn a mer hreyfist med honum thannig ad haegt er ad sja hvad hann er ad stussast og hvert hann er ad fara. I gaerkvoldi var han svo extra aktivur og theyttist um allt thannig ad helst minnti a atridi ur Aliens mynd. Vid erum loksins komin nidur a nafn a kappann. Eg er ad smjatta a thvi og finn ekki betur en ad thad gangi vel upp.

mánudagur, 15. september 2003

Sumarid er komid aftur hingad til Wrexham. Eg er i hlirabol og stuttbuxum, og var i svipudu atfitti i gaer lika. Yfir 20 stiga hiti og thvotturinn orskamma stund ad thorna i blidunni. Thad fordadi thvi reyndar ekki ad eg var i hreadilegu skapi i gaer. Svo hreadilegu ad eg er med moral og eftirkost i dag. Eg vaknadi i gaermorgun svona halfskrytin, illt i mallanum og pirrud. Og vissi einhvernvegin ekkihvad eg aetti af mer ad gera. Eg akvad ad nyta thurrkinn og skella i vel og profa ad baka pekan-bokuna hennar Honnu. Kannski ad godur skammtur af rjomais og koku myndi kippa mer i lidinn. Vid skutludumst reyndar fyrst med 2ja ara afmaelisgjof til Cade, systursonar hans Dave. Svo byrjadi eg ad baka og thad gekk allt a afturfotunum hja mer, og lokautkoman var su ad allt gumsid lak af kokunni a botninn a ofninum og eg thurfti ad thrifa ofninn. Ekki baetti thad ur skak. Eg haetti ad hafa stjorn a mer og ef Dave reyndi ad tala vid mig tha annadhvort svaradi eg ekki eda eg hvaesti einhverjum donaskap ad honum. Eftir nokkrar tilraunir gafst hann upp a ad fa mig til ad segja hvad vaeri ad og for bara upp i tolvuna. Tha fyrst vard eg alvarlega reid og rauk ut i gongutur. Mer fannst ad hann aetti ad reyna meira eda lesa hugsanir eda eitthvad. Eg thrammadi um i klukkutima en jafnadi mig ekki. Svo eg for aftur heim og sat uti med bok en gat ekki lesid fyrir vonsku, vanlidan og eg veit ekki hverju. Eg herpti mig saman i einn storan reidihnut thannig ad mer for ad vera illt i kroppnum. Klukkan halftiu var gafst eg svo upp, gjorsamlega buin a sal og likama af areynslunni vid ad vera reid i fjortan tima og for upp i rum og steinsofnadi. Eg vaknadi sem betur fer thegar Dave kom uppi og tha var eg adeins buin ad jafna mig og vid gatum talad saman. Hann er svo godur. I dag er eg svo bara hreinlega med hardsperrur og moral. Ad hugsa med ser ad eyda heilum fridegi i svona hattalag. Thetta er lika svo olikt mer. Mig daudlangar til ad skella skuldinni a hormona og Babi Jones, eg vil a.m.k. ekki vita til thess ad eg eigi svona hegdun til i mer. Sem betur fer er aftur svona gott vedur i dag thannig ad eg aetla bara ad sitja uti med bok og vatnsbrusa og slaka a.

laugardagur, 13. september 2003

Uss og svei! Blogspot serverinn liggur nidri thannig ad eg get ekkert blogg lesid! Tha er nu ekki mikill tilgangur i ad sitja her, eg aetla a franska markadinn og kaupa ost.
Palmi Gunnarson syngur "O thu" eftir Magga Eiriks i utvarpinu. Mikid er thetta fallegt lag. Eg var einmitt ad velta fyrir mer hvort eg aetti ad bidja um svona klassiska islenska slagara a geisladisk. Eg hugsa ad eg vaeri alveg til i ad eiga Bjogga, Magga Eiriks, Hauk, Vilhjalm, Elly... Sigurros og Bjork eru bara ekki ad gera nog fyrir Islendinginn i mer. En aetli ad thad se ekki bara nog ad fodra Islendinginn med thvi ad hlusta a utvarpid. Eg se engan tilgang i thvi ad sitja her ytra og barma mer yfir Islandi, einni med ollu, hardfiski og fallega innrettudum kaffihusum. En "O thu" er engu ad sidur afskaplega fallegt lag.

Vid forum ut med Gareth i gaer. Hann for med okkur a "Plassey" sem er gamalt fjos sem hefur verid breytt i veitingastad. Og a bodstolum var sveitamatur. Eg fekk thessa lika aegilegu nautasteik med piparsosu og brunudum lauk. Og raudvinsglas. Eg er bara ekki fra thvi ad eg se halfthunn i dag. Eg vaknadi eldsnemma med thennan lika svadalega krampa i haegri kalfa og neyddist bara til ad fara a faetur. Og fyrst vedrid var svona gott og Dave var ad fara ad stussast i bilnum akvad eg ad fara nidur i bae thar sem bokasafnid er opid a laugardogum. Hvad um thad, vid skemmtum okkur aegilega vel i gaer, Gareth sem er dalitid feiminn, er greinilega buinn ad venjast mer thvi thad kjaftadi af honum hver tuska og hann er greinilega afskaplega anaegdur med akvordunina um smidinn. Verst eiginlega ad hann vilji endilega fara til London, hann er svo aegilega fallegur strakur. Madur vildi nu frekar reyna ad koma honum ut til einhleypra vinkvenna...

föstudagur, 12. september 2003

Oohh, nu hoppar ikorni her um i grasinu fyrir utan gluggann. Eg myndi kalla ikorna "skvorrel" a ensku. Dave segir hins vegar "skviddle". Hann segir lika "toff" thegar talad er um "tooth". Eg myndi segja "tuth". Ekki nema von ad mamma skilji hann ekki alltaf.
Eg sa inni a Baejarlifi ad Sira Baldur er med Hjonabandsnamskeid. Eg aetla til Sira Baldurs a hjonabandsnamskeid ef eg einhvertiman lendi i klandri med minn mann.

Nu er mikid lif i tuskunum her i Wrexhambae, franski markadurinn kominn a torgid og nu er um ad gera ad kaupa franskar vorur odyrt. Her eru heilu kassarnir af fronsku raudvini, ostar og braudhleifar, sinnep og skart, alls konar krydd og avextir. Eg fann loksins pekanhnetur thannig ad nu verdur bakad eitt stykki pae um helgina. Vid reynum oftast ad gera eitthvad naes a sunnudogum. Annars erum vid ad fara ut med Gareth i kvold. Alltaf gaman ad fara ut, eg tala nu ekki um med tveimur huggulegum strakum. Their eru reyndar voda fyndid par Dave og Gareth. Dave er litill og threkinn, og mjog dokkur yfirlitum, medan Gareth er har og grannur og ljos a brun og bra.

fimmtudagur, 11. september 2003

Thad er lika alger otharfi ad vera med heimthra thegar madur getur horft a frettir, fluttar af Boga Agustsyni, i tolvunni. Sko tharna skokka islenskar rollur yfir gjotur og vordur. (Mikid eru thaer gafulegar a svipinn) Sko, tharna baular Halldor Asgrimmson um eitthvad. (Hef aldrei getad greint hvad madurinn er ad segja) Sko, tharna er ein marmarahollin sem hysir eitthvert nypeningaveldanna. Ah, hvad thetta er gott. Nu er thad bara ad koma upp beinum videolinki i party hja Feilsporinu og tha er alles klar. Og thad er eflaust ekki langt ad bida.

Og hvad er ad gerast i Svithjod? Eg helt ad Sviar vaeru meira fyrir hagkvaemar, mobelfakta lausnir. En ad myrda thingmennina sina? Hvert stefnum vid eiginlega?
Heimthra ja. Hmm. Eg get ekki sagst ad eg se med heimthra. Eg elska Island. Eg er Islendingur. Og Thorlakshofn er best. Og fallegasti baer i heimi. En eg er ekki med heimthra. Eg er med folksthra. Eg sakna folksins mins stundum svo mikid ad eg get ekki einu sinni hugsad um thad. Verd bara ad stoppa og fara ad gera eitthvad annad. En thad sem er gott vid thad er ad tha skil eg og se enn betur hvad eg er astfangin af Dave, ef hann getur gert allt gott fyrir mig aftur.

Og Ras 2. Sidan ad eg byrjadi ad geta hlustad a utvarpid tha er allt einhvern vegin betra. Ser i lagi eftir ad eg heyrdi nyja lagid med Dukkulisunum. Gudi se lof ad eg er ekki a Islandi. Uff! Og frettavefurinn a ruv.is er svona attahundrud sinnum betri en mbl.is sem mer finnst alveg glatadur aflestrar.

En thad ma nu hafa fyrir satt ad lifid er skrytin skrufa. Gareth vinur hans Dave hringdi i gaer til ad bjoda okkur ut ad borda i naestu viku. Hann vildi endilega ad vid fognudum med honum nyja lifinu. Gareth thessi er doktor i efnafraedi og sidasta starfid sem hann hafdi var ad kenna vid King's College i London sem er ekkert smaraedi. Hvad um thad Gareth var ekki sattur, leid vel i London en var ekki viss um kennsluna og efnafraedina. Hann sagdi thvi upp og flutti til Italiu en fekk ekki vinnu thar og kom tha heim til Wrexham thar sem hann er buinn ad vera sidan um jol eda svo. Hvergi fann hann vinnu, allstadar var sama svarid: hann vaeri of haefur, of menntadur, of allt. I leidindum akvad hann ad gera upp loftid i husi modur sinnar og hafdi svo gaman af ad hann er nuna buinn ad fa inni sem smidsnemi a verkstaedi i London og aetlar ad gera innrettingar ad aevistarfinu. Og hann hefur ekki verid svona sattur i morg ar. Doktorsgradan komin a eldinn og bara byrja upp a nytt. Svona veit madur aldrei hvar madur endar eda hvert manni er stefnt.

miðvikudagur, 10. september 2003

Eg var ad ad kikja a myndir fra Hafnardogum 2003 inni a Baejarlifi (takk Magnthora) i theirri fullvissu um ad thad vaeri mynd af pabba. Thad er alltaf mynd af pabba einhverstadar. Mer til mikillar undrunar var enginn pabbi. Af skyldmennum voru thar hinsvegar Greta fraenka, Steinar Orn og Audunn. Mikid er gott ad eiga storan fraendgard. Og allt svona lika ljomandi myndarlegt folk.
Thetta byrjadi ekki vel hja mer i dag, en hefur nu heldur betur tekid kippinn upp a vid! Eg for nidur i morgun eftir ad hafa ryksugad uppi og strokid af vaskinum, og planid var ad horfa a This Morning sem er svona Island i bytid thattur, Bretland i bytid byst eg tha vid. Hvad um thad, eg sat tharna i rolegheitunum med kaffibolla thegar eg tok eftir einhverri hreyfingu vid gardinurnar. Eg stod upp til ad skoda hvad thetta hafdi verid thegar staersta kongulo sem eg a aevinni hef sed stardi illudlega a mig, sitjandi svona lika sallaroleg i midri gardinunni. Eg veit ad eg a thad til ad ykja en thad veit gud ad hun var a staerd vid undirskal. Eg sver thad, eg hef ekki sed svona flikki adur, ekki einu sinni i thaetti med David Attenborough. Jesus Wept! Mer fellust algerlega hendur, tharna sat hun og beid eftir fornarlambi (hundi eda einhverju sliku, svona rett i morgunmat) en eg for bara ad vola. Klukkan var ekki ordin 10 og Dave kaemi ekki heim fyrr en halfatta. Ekki gat eg setid uti i allan dag, thad er rigning. Eg gret og gret alveg i onglum minum, i adra rondina lomud af otta og hina klaejadi mig eftir ad komast burtu fra skepnunni, oskapnadinum. Hun sat tharna bara an thess ad hreyfa sig, og eg tok akvordun. Nu vaeri ad duga eda drepast. Thetta er mitt hus og thetta ferliki er ekki velkomid i mitt hus. Ut med hana, hvort sem er med godu eda illu, ut med hana. Eg fekk skyndilega hugljomun og stokk upp og nadi i ryksuguna sem eg hafdi verid ad nota. For nidur, stakk henni i samband, setti a fullt og sjupp! Ryksaug thessa donakongulo til dauda. Ha! Hun liggur nuna i rykkoggli i heittelskudu ryksugunni minni og mun engan hraeda framar! Sigur! Og eg ryksugadi nedri haedina svona i leidinni thannig ad thetta gaeti ekki hafa verid betra.

A laugardaginn sidasta a medan islenska thjodin fagnadi sigri (svona thvi sem naest , hvad er thetta?!) yfir Thodverjum i undankeppni fyrir Euro 2003, topudu Walesverjar fyrir Italiu 4-0. Lidinu hefur gengid serlega vel ad undanfornu og eygir enn moguleika a saeti i Portugal, hofdu unnid Itali 2-1 i fyrri leik lidanna og thessvegna var mikil spenna a heimilinu a laugardaginn. Og gud minn godur, sorgin thegar leik lauk. Eg er ekki viss um ad heittelskadi se enn buinn ad na ser. Hvad um thad, i kvold eiga their svo ad spila vid Finna (ekki Karls, thjodina) og eru nokkud vongodir um sigur. Ef their vinna eru their nokkud orugglega komnir til Portugal. En hvad gerist nu ef Island og Wales komast beadi til Portugal? Hvad tha? Eg veit ad Dave tekur thetta allt saman inna a sig mun meira en eg, thad skiptir hann i raun og veru mali hvort Wales vinni eda tapi. Mer er alveg sama. Eda svo helt eg. Eg var buinn ad segja vid hann ad Wales maetti alveg vinna Island, en thegar vid saum a textavarpinu ad Island hafdi stadid i harinu a Thjodverjum for um mig aegilegur hrollur thjodarstolts. Og audvitad vil eg Islandi allt, thar a medal ad vinna fotboltaleiki. Thannig ad ef svo fer ad Island tharf ad spila vid Wales tha aetla eg ad fylgjast med og aepa "Island, Island". Og hana nu. En i kvold er eg tilbuin hvort sem er med ad fagna med manninum eda bjoda honum oxlina til ad grata a.

þriðjudagur, 9. september 2003

Dave er buinn ad vera a namskeidi fyrir "Lab Supervisers" i dag og i gaer. Hann aetti vanalega ad vera i frii, enda vann hann alla helgina. Svo a hann ad vinna a morgun og fimmtudag, og var buinn ad lofa Liam ad vinna fyrir hann um naestu helgi. Thannig ad hann a ekki fri fyrr en a midvikudag i nasetu viku. Vid hofum svo sem alveg fullt vid peninginn ad gera, en eg verd nu ad segja ad mer leidist smavegis thegar hann er svona mikid i burtu. Oll namskeidin min byrja ekki fyrr en i naestu viku thannig ad nuna reynir a imyndunaraflid. Eg for i sund, svona baedi til ad drepa timann og svo er thad lika svo hollt. Allir krakkarnir eru farinir aftur i skolann nuna thannig ad eg hafdi laugina eiginlega ut af fyrir mig. Thvilikur munur, eg gat bara varla haett ad synda. Eg get notad timann a medan ad eg syndi i ihugun. Jah, eda svona, i dag t.d. reyndi eg ad skipuleggja husakaup. Eg er ordin svo leid a teppinu heima, ser i lagi af thvi ad eg veit fyrir vist ad undir teppinu eru thessar lika glaesilegu golfjalir sem svo audveldlega maetti pussa upp og tha vaeri komid svona gammeldags parket.

Thad er ekki bara gamla folkid her i Wales sem talar mikid. Hreinlega allir tala mikid. A atvinnuleysisstofunni fer madurinn sem situr vid hlidina a mer ad tala um hvad baeturnar seu litlar og lelegar og hvad hann eigi erfitt med ad lata enda na saman. I sundi fer konan i naestu sturtu ad tala um hvad vatnid se heitt og hvad hun se lengi ad fa heita vatnid heima hja ser til ad hitna. I budinni tala vidskiptavinir um verlsunarhaetti nu og adur, vedrid, mat, elli, veikindi, hamingju og allt a milli himins og jardar. Mamma hans Dave hringir i mig og talar ut i eitt, Tracy hringir og talar mikid, eg fattadi meira ad segja ad thegar Dave byrjar tha er erfitt ad fa hann til ad thagna. Er eg svona mikill thumbari og allir Walesverjar svona aedislega kammo, eda er thetta einum of?
Eg var ad reyna ad komast inn a bloggid hja Gretti, en tolvan her a bokasafninu neitar adgangi vegna klamfengis. Hvad er hann Grettir eiginlega ad tala um?

mánudagur, 8. september 2003

Mig bradvantar matvinnsluvel. Taeki sem hraerir deig, theytir rjoma, sker nidur graenmeti og blandar heilsudrykki. Bradvantar.
Verslunarstjorinn i HB-Budinni hringdi i mig adan og sagdi ad ekkert vaeri sjalfsagdara en ad senda mer nyjan brjostahaldara! Hun baud mer ad fa annadhvort somu gerd af haldara og skemmdist eda tha alveg nyja tegund sem hun sagdi ad vaeri alveg eins lagadur en hringirnir ur sterkara efni en plasti og hentadi thvi kannski betur. Eg sagdi henni ad senda mer bara nyju tegundina. Eg er bara svo glod og hissa. Aldrei datt mer i hug ad thetta yrdi svona audvelt. Eg veit ekki einu sinni hversvegna eg sendi haldarann upphaflega, eg helt aldrei ad thad kaemi neitt ut ur thessu. Er thetta ekki frabaert? Nyr brjostahaldari. Madur lifandi.
Vid eldudum lambalaeri i gaerkveldi, kominn timi til ad kanna muninn a islensku fjallalambi og svarthofdunum her. Eg hringdi i Sigguommu til ad fa nakvaemar authentiskar islenskar leidbeiningar svona til ad svindla ekkert a kjotinu. Ofninn minn er frekar lelegur og neyddist til ad steikja kjotid a haerri hita en maelt var med. Mer tekur afskaplega sart ad thurfa ad tilkynna ad velskt lambakjot er svona lika miklu, miklu betra en thad islenska. Ullar- og brundbragdid sem er svo illa falid i islenska kjotinu og skin i gegnum jafnvel staerstu skammta af siser-all er ekki ad finna i thvi velska. Eg hef eiginlega bara ekki smakkad betra laeri. En eg verd reyndar ad vidurkenna ad mig vantadi baedi raudkal og Ora graenar. Eg bar svo fram ostakoku i eftirrett, fann ekkert daim en setti bara snikkers i stadinn. Dave er farinn ad vera dalitid ahyggjufullur yfir thessu ollu saman. Hann er sannfaerdur um ad thessir " glory days" eigi eftir ad taka enda og bradlega thurfi hann ad fara ad lifa a velska thjodarrettinum (kurekabaunir a ristudu braudi). Hann er natturulega nuna ordinn godu vanur, en hefur lika ahyggjur af bumbunni sem er buin ad koma ser thaegilega fyrir a honum. Hann tharf engar ahyggjur ad hafa, mer finnst vodalega gaman ad elda. Einu breytingarnar sem verda eftir ad Jones Jr. kemur er ad eg aetla ad hafa thetta allt adeins heilsusamlegara. Ostakokur vera kannski ekki a matsedlinum svo glatt, en hann verdur sko ekki svangur. Greyskinnid.

Vid skodudum lika bil i gaer sem vid akvadudum ad vaeri bara snidugt ad kaupa. Eg lagdi meira ad segja a minnid hvad hann heitir. Vauxhall Astra...eitthvad, hann er allavega station bill. Sv ona lika fjolskylduvaenn. Vid gatum ekki ad thvi gert en ad hlaegja dalitid thegar vid stodum okkur ad thvi ad skoda skottid med tilliti til thess hvort vagninn kaemist ekki audveldlega thar fyrir. Jesus wept! thad sem madur er ordinn gamall. Steisjon bill! Hvad um thad, billinn er a godu verdi og mjog finn og liggur vel eda hvad madur a ad segja thannig ad vid aetlum ad kaupa hann. Fyrst tharf adeins ad stussast i tryggingunum og thesshattar en ad odru leyti er allt kalppad og klart. eg hitti i leidinn Trevor fraenda og Jean fraenku. Jean spurdi mig hvort eg vaeri ad vonast eftir strak eda stelpu og eg sagdi ad eg vaeri med strak fyrir (nokkud) vist. Tha vildi hun fa ad vita hvad hann heti. Her eru nofnin akvedin og gefin ut longu fyrir faedingu. Eg modgadi meria ad segja tengdamodur mina orlitid thegar eg neitadi ad segja hvad barnid aetti ad heita. Dave thurfti ad utskyra fyrir henni ad Islendingar gaefu ekki upp nafnid. Eg hef allaveg aldrei fengid ad heyra nafn fyrir skirn. Ekki ad eg viti afhverju thad er en ekkert ad thvi ad vera sma hjatruarfullur. Vid erum reyndar ekki alveg buin ad akveda nafn thannig ad eg vil ekkert segja, og eg sagdi thad bara vid Jean. Vid vitum ekki hvad barnid heitir.

föstudagur, 5. september 2003

Eg get varla haldid aftur af m er, gleditarin streyma nidur bustnar kinnarnar, og hnakkaspikid hristist til og fra. Eg er ad hlusta a Gerdi G. Bjarklind lesa utvarpsauglysingar. Lambakjot er a tilbodi i Noatuni. Oli Palli er ad spila Queen. Aldrei hefur lambakjot verid jafn freistandi, aldrei hefur Oli Palli verid jafn skemmtilegur, aldrei hefur Freddie Mercury hljomad betur. Mikil er taeknin og mattug. Og Ras 2 rular!

Eg er sumse a bokasafninu i Wrexhambae nuna. Akvad ad kikja vid eftir vinnu enda er thetta allt samtengt kerfi, bokasafnid her og i Rhos. Og einhver er munurinn a tolvunum her og thar thvi her get eg hlustad a Ras 2. Og her vil eg vera. Eg er lika eiginleg buin ad lesa allar baekurnar a litla safninu i Rhos, en her eru radir af olesnum bokum.

Eg er farin ad finna dalitid fyrir olettunni, eg er daudthreytt og er ogedslega heitt. Sumarid akvad ad koma aftur eftir sma hle og nuna er aftur yfir 20 stiga hiti. Uss og svei, eg er engin brunkukanina og vil bara fa fint haust. Enda er eg nuna ad fara ad byrja i skolanum og tha a ad vera haust. Jah, eg segji skolanum en er i raun og veru ad fara a thrju mismunandi namskeid. Naesta thrifjudag eigum vid tilvonandi foreldrar Babi Jones ad maeta a foreldranamskeid til ad laera ad vera foreldrar. Vonandi ad thad se agaetis vegnesti, thad veit gud og lukkan ad vid erum baedi half nervos. Svo skradi eg mig a Creative Writing namskeid. Eg hef tima nuna og datt i hug ad thad vaeri gaman ad sja hvernig skapandi skrif eru kennd. Kannski ad ritstillinn breytist hja mer? Og ad lokum er eg ad fara a tolvunamskeid, svona til (JESS!! SIGGA BEINTEINS ER AD SYNGJA NEI EDA JA!!) hafa pappir upp a ad kunna a tolvur thegar eg fer a vinnumarkadinn eftir barnsburd. Eg er spennt fyrir thessu ollu, styttir timann fram ad burdi og allt nam er gott.

Eg veit ekki afhverju midvikudagsfaerlsan kemur a thridjudag, en bara svona til ad leidretta allan miskilning tha a Dave afmaeli 3. sept. Vid forum ut ad borda um kvoldid og thad var yndislegt. Vid forum ekki mjog oft ut, vid eiginlega gleymum okkur oft bara heima, vid erum sjalfsagt alveg hraedilega leidinlegt par, viljum bara vera tvo saman. Thad hlytur ad eldast af okkur. En allavega thad var voda gaman ad fara ut, og mikid tharf eg ad eignast indverska matreidslubok, hvernig fara their ad thvi ad bua til tikka masala. Thad er bara ekki sama sosan og madur faer i krukku.

þriðjudagur, 2. september 2003

Og suma daga vaknar madur og litur ut eins og skilgetid afkvaemi andskotans. Og thad thratt fyrir ad dagurinn se buinn ad vera ljomandi so far. Eg laumadist nidur i nott og nadi i pakkana hans Dave og setti vid rumid thannig ad thad fyrsta sem hann sa var hruga af pokkum og kort og fineri. Hann hafdi nu bara aldrei lent i odru eins, vanalega faer madur bara kort. Hann var rosalega anaegdur med hringinn sem eg hafdi keypt a Islandi, tho hann se i staerra lagi. Og oll fotin sem eg keypti smellpossudu og hann er svo saetur og finn i ollu. Og sem betur fer tha er hann lika anaegdur med allt saman. Hann atti ekki til ord yfir ad Mamma og Pabbi skyldu hafa sent gjafir lika, og var svona lika anaegdur med Islands bolinn. Thad er svo gaman ad gefa folki sem er svona anaegt. Hann er nuna ad tala vid tryggingarfelagid, vonandi ad thad se allt i finu lagi lika. Eg tharf annars ad drifa mig heim i sturtu og svoleidis af thvi ad vid aetlum ut ad borda i kvold. Vid akvadum ad halda okkur vid uppahaldid og aetlum til Llangollen a litla indverska stadinn okkar. Hann er svo ad vinna um helgina en eg er ad hugsa um ad hafa annan i afmaeli a laugardag eda sunnudag og profa ad elda velskt lambalaeri. Their halda thvi fram ad her se besta lambakjot i heimi, og eru reyndar fraegir fyrir lambid sitt um allan heim. (Hversvegna flytjum vid ekki eitthvad af okkar ut?) eg er enn ekki buin ad profa venjulegt steikt lambalaeri og er ordin dalitid forvitin. Tha hef eg lika afsokun fyrir ad gera loksins Daim ostakokuna hennar Rutar, hun getur verid afmaeliskakan hans Dave. kakan thad er ad segja, ekki Rut.
Fekk sma sjokk i gaerkveldi thegar Dave hringdi um thad leyti sem hann atti ad vera kominn heim ur vinnunni og sagdist hafa lent i sma slysi. Thad var allt i lagi med hann en billinn okkar er dalitid illa beygladur. Hann var i oretti og er ad finna ut ur thvi nuna hvernig vid komum ut ur thessu. Hann var i halfgerdu sjokki i gaer og eg held ad thetta hafi verid verra en hann vill lata uppi, en eg er bara fegin ad thad er allt i lagi med hann. Hann er svekktur yfir bilnum, en eg get ekki sed ad thad se eitthvad sem skiptir mali. Svo lengi sem Dave er i lagi tha skiptir ekkert annad mali. Svo ma alltaf horfa a thad thannig ad thetta er agaetis astaeda til ad kaupa nyjan bil sem er alveg kominn timi a.

Eg var ad koma fra ljosmodurinni. Nuna eru um 8 vikur eftir ef allt er a rettum tima. Babbie Jones hefur thad mjog gott, er ordinn stor og hefur minna plass nuna til ad hreyfa sig. Eg var sma ahyggjufull um daginn af thvi ad mer fundust hreyfingarnar breytast dalitid en thad er bara vegna thess ad hann hefur minna plass. Hjartslatturinn er sterkur og reglulegur og eg sjalf veit varla af thvi ad eg se olett. Ljosunni fannst eg vera halffol en eg verd nu bara ad vidurkenna ad thetta er minn edlilegi litur kominn aftur a nefid. Freknurnar minar fra hitabylgjunni eru ad hverfa ein og ein og eg er aftur ordin bleiknefjinn sem eg a ad mer ad vera. Aetli ad thad se bara ekki kostur a vissan hatt ad vera feit svona thegar eg hugsa um thad. Eg er von thvi ad vera med bumbu og kann ad hreyfa mig svo vel fari. Strandadi hvalurinn er mer vel kunnugur. Mer finnst eg vera svo fin og saet thessa dagana. Mamma sendi mer buxur sem eru svona lika finar a mer. Svo a eg adrar voda finar olettubuxur og thar sem ad allar peysurnar minar eru teygjanlegar tha get eg notad thaer eiginlega allar. Munurinn er ad nuna ma eg vera med mallann ut i loftid og tharf ekki ad halda honum inni. Harid er sitt og thykkt og neglurnar aldrei verid jafn langar og sterkar. Og hudin svo fin, ekki ein bola i syn. Mer finnst voda gaman thegar svona er. Eg verd nu ad vidurkenna ad mer hefur alltaf fundist eg sjalf vera bara alveg hreint agaet en nuna er eg hreinlega bara falleg. Hi hi, nu veit eg ad mamma les thetta og fer hja ser, hun getur bara ekki vanist thessu sjalfholi, en eg er bara ad segja thad sem mer finnst. Thad skiptir mig voda litlu hvort einhver se sammala mer eda ekki, svo lengi sem mer lidur vel tha hlytur takmarkinu ad vera nad. Eg horfdi reyndar a Pop Idol thatt um daginn og folk lifir i otrulegri sjalfblekkingu. Kannski ad eg se ad blekkja sjalfi mig svona svakalega? Aeji thad skiptir tha ekki neinu mali. Og eg veit ad mommu finnst eg lika vera saet.

mánudagur, 1. september 2003

Eg er a leidinni ut a posthus ad gera dalitid sem er mer alveg nytt og framandi. Eg aetla ad kvarta og skila. Thad hef eg aldrei a aevinni gert adur. Eg keypti i byrjun juni voda finan brjostahaldara i HB-budinni, ekkert i frasogur faerandi, eg kaupi oll min naerfot thar. Um daginn brotnadi svo allt sem heldur taekinu saman thannig ad hann er onothaefur. Rumir tveir manudir eru ekki nogu langur liftimi a brjostahaldara, mer er alveg sama hversu storbrjosta madur er. Hvad um htad, vanalega myndi eg bara verda pirrud, henda haldinu og kaupa svo nytt, en eg hef akvedid ad lata thetta ekki svo lett fra mer sleppa. Eg skrifadi thvi kurteisislegt bref til verslunarstjorans og aetla ad senda thad og flikina tilbaka med theirri osk ad eg fai nyjan haldara. Og eg er eiginlega bara dalitid anaegd med sjalfa mig. Sko mina, bara standa a sinu og allt thad. Adalastaedan er reyndar ad eg er enn ekki buin ad finna bud sem selur over-the-shoulder-boulder-holder undir nafni Otto Titzlinger's i minni staerd og er a bara of faa haldara til ad lata thennan renna mer ur greipum. Power to the people.

Dave minn verdur svo thritugur a midvikudaginn. Eg er miklu spenntari en hann, enda er eg buin ad kaupa handa honum tvennar buxur, skyrtu, bol, nariur og silfurhring, og get ekki bedid eftir ad gefa honum pakkana. Mamma og pabbi sendu lika pakka thannig ad eg aetla ad setja fotin hvert i sinn pakkann thannig ad hann fai milljon gjafir til ad opna. Vid aetlum svo ut ad borda a uppahaldsveitingastadinn okkar. Honum finnst thetta ekki merkilegt, og segist ekki vilja neitt vesen, en eg veit ad hann er bara ad segja thad. Thad vilja allir lata vesenast i ser. Eda er thad bara eg? Thvi meira vesen, thvi betra.