miðvikudagur, 31. desember 2003

Sidasti dagur arsins 2003. Svo mikid og margt hefur gerst i minu lifi thessa 12 manudi ad eg er ekki alveg buin ad na thvi ollu. En eitt er sko alveg vist ad thetta er buid ad vera besta arid i lifi minu hingad til. Vid Dave vorum svo sammala um thad i spjalli i gaer ad thetta vaeri engu ad sidur bara byrjunin, og ad arin sem a eftir koma verdi jafnvel enn betri.

Vid hittumst snemma i januar, stelpurnar i feilsporinu og hver og ein gerdi upp arid. Hvad hafdi gerst og hvad vid hofdum laert af thvi og hvert skyldi svo halda. Mer fannst baedi gaman og gott ad gera thetta og thad ad setjast nidur og hugsa um allt sem gerst hafdi var rosalega gott og setti margt i samhengi og syndi annad i rettu ljosi og svo framvegis. Eg veit ad thaer voru ad spa i ad gera thetta aftur og tha bida eftir mer thegar eg kaemi i februar. Eg verd vist ad tilkynna ad eg kemst ekki til Islands i februar. Eg get af taeknilegum astaedum ekki fengid vegabref handa barninu alveg strax og kemst thvi ekki heim fyrr en i sumar. Serlega svekkjandi (eg vaeldi i allan gaerdag) en madur verdur ad taka svonalogudu a kinnina og halda svo afram. Eg skrifa bara nidur a blad allt sem eg er ad hugsa um arid og svo les einhver thad bara upp a arsuppgjorsfundi, ha Asta? :)

þriðjudagur, 30. desember 2003

Þeir eru badir sofandi strakarnir minir. Sa eldri datt utaf mun fyrr en sa yngri, sem helt lengi vel ut en vard svo ad lata i minni pokann fyrir vaenum skammt af mommumjolk og nefstroku. Eg get ekki annad en tist herna vid sjalfa mig, mer lidur eins og hundrad barna modur, vard ad bida eftir ad thad kaemist ro a lidid adur en eg gat sest nidur og gert mina hluti. Eg lifi mig svo inn i hlutverkid ad eg hellti mer raudvin i glas svona til ad slaka algerlega a.

Vid erum voda roleg yfir gamlarskvoldi. Eg er von svaka partyi en vid verum nu bara thrju heima i ar. Her er ekki vaninn ad gera neitt ur kvoldinu, ef thu ferd ekki i baeinn a djammid, tha siturdu bara heima og gerir ekkert spes. Aftur eitthvad sem mer finnst skrytid. Eg er von svaka veislum. Mer er nu alveg sama i ar, eg myndi hvort ed er ekkert gera med Láka hangandi a geirvortunni, en svona a komandi arum er eg nu til i ad koma af stad einhverskonar party sid. Ef eg verd her a naesta ari tha aetla eg ad bjoda til veislu. Thad er sko alveg a hreinu.

Bethan, sem byr i naesta husi, gaf okkur nokkrar fasana-bringur sem eg aetla ad hafa fyrir steik annad kvold. Eg hugsa ad eg grilli bringurnar og hafi Dionu sosu med, og steiktar kartoflur ad haetti Jamie Oliver. Einfalt og snidugt. I eftirrett verdur svo kakan sem var a jolakortinu sem Landsbankinn sendi mer. Nu thegar eg a ordid matvinnsluvel get eg theytt egg og sykur an thess ad blikna og fannst thvi tilvalid ad profa spari-kokuna. Eg trui ekki odru en ad hun se god, komandi fra Landsbankanum!

mánudagur, 29. desember 2003

Lúkas Þorlákur er byrjadur ad brosa. Thad er mikill lettir, eg var farin ad halda ad barnid baeri allar heimsins ahyggjur a herdunum, hann var alltaf svo alvarlegur. En nuna liggur hann i ruminu sinu og talar vid sjalfan sig og svo thegar eg kem ad taka hann upp tha brosar hann og segjir eitthvad fallegt. Hann er reyndar ekki med mikinn humor, honum finnst fyndid thegar eg segji "abubbubbu!" og kyssi hann a nebbann, en hlo t.d. ekki mikid ad Mel Brooks myndinni "To be or not to be" sem mer fannst aegilega skemmtileg. Og hann er svo fallegur thegar hann brosir, ljomar allur og minnir mig sma a Kolbein minn.

sunnudagur, 28. desember 2003

Thad var kannski ekki alveg rettlatt af mer ad segja ad Dave hafi skemmt leidsluna, hun bradnadi alveg sjalf, thad var audvitad slys. Eg var bara half ful ut i hann fyrir ad eyda svona miklum tima i tolvunni. Mer finnst ad fjolskyldur eigi ad gera eitthvad skemmtilegt saman a laugardogum. Eins og t.d. ad fara i baeinn og skoda kjola a mommuna svo hun geti verid fin ef hun kemst til Islands a þorrablót.
I gaer var eg eiginlega haett vid ad finnast thad hafa verid god hugmynd ad kaupa tolvuna. Dave kom heim ur vinnunni upp ur hadegi, settist fyrir framan hana og sat thar til klukkan 9 um kvoldid. Og tokst ad skemma leidsluna ur myndavelinni i tolvuna thannig ad nuna getum vid ekki danlodad myndum ur velinni. Sem var allur tilgangurinn med ad kaupa tovluna. Hann var ekki vinsaell i gaer. Vid thurfum semse ad fa nyja leidslu svo eg geti haldid afram ad finna ut ur myndatokum.

föstudagur, 26. desember 2003

Eg helt aldrei ad eg myndi segja thetta, en eg er um thad bil einum sukkuladimola fra thvi ad overdosa a sukkuladi.

fimmtudagur, 25. desember 2003

Adfangadagur hefdi ekki getad verid betri þó eg hefdi skrifad handrit ad honum sjálf. Tolvan kom rett eftir hadegi þannig ad eg og Dave gatum þá farid og dreift ut jolagjofum. Vid komum svo heim og eg hof eldamennsku. Hamborgarhryggur og allt sem med honum a ad vera. Og ostakaka i eftirrett. Klukkan 6 setti eg jolamessu i Hallgrimskirkju a foninn og neyddi Dave greyid til ad sitja i gegnum messu a islensku. Hann sat rolegur allan timann, meira ad segja þó eg hafi lika neytt hann til ad fara i jakkafotin sin. Láki sofnadi akkurat thegar eg bar fram matinn og svaf thangad til ad vid vorum buin med forrett og einu sinni a diskinn af hryggnum, thannig ad hann varnadi okkur fra ad borda yfir okkur. Vid settumst tha inn i stofu og Dave las a pakkana (sem allir voru handa Lúkasi) og svo las eg upp jolakortin. Vid satum svo og hyggede os framyfir midnaetti. Dave var haestanaegdur med daginn. Eg var haestanaegd og fann jolin svo sannarlega. Hvort sem thau voru islensk eda ekki tha voru thau OKKAR og tha er takmarkinu nad.

Dave gerdi reyndar ein mistok. Eg hafdi sagt vid hann ad vid myndum bara gefa hvoru odru tolvuna i jolagjof og lata hana duga. Og hann trudi mer! Eg keypti handa honum allskonar drasl en hann helt i alvorunni ad eg hefdi meint thad ad hann thyrfti ekkert ad kaupa handa mer. Mistok sem ekki koma fyrir aftur.

I dag forum vid svo til mommu hans. Thad var alveg agaett tho svo ad eg hafi sagt thad adur og segji enn ad mer finnist bresk jol half tilgangslaus og omurleg.

Aetli ad eg reyni ekki ad koma sma meira af ostakokunni nidur, thad eru nuna 6 dagar eftir af hamslausu áti, en svo ho ho ho, verdur sko tekid a thvi! Vik frá mer sukkuladi!

þriðjudagur, 23. desember 2003

Eg aetla svona i tilefni thess ad i dag er þorláksmessa ad hafa eitthvad fisktengt a bodstolum. Her er ekki haegt ad fa skotu, Dave var reyndar buinn ad bjodast til ad taka thorskinn sem eg keypti og grafa hann i jord, pissa sma a hann og sja hvad gerdist. Eg var afar thakklat en sagdi nu samt nei takk. Eg akvad ad sjoda frekar thorskinn med kartoflum og smjori. En i morgun thegar eg var buinn ad afthyda fiskinn kom i ljos ad thetta var blokk sem eg pakkadi sjalf i Meitlinum sumarid '88. Merkilegt ad hitta hann aftur fyrir. Thad stendur thvi ekkert eftir nema ad malla saman plokkfisk, og eg held svona personulega ad thad se ljomandi upphaf ad hefd ad bjoda upp a plokkara a nafnadegi sonar mins.

Vid hlokkum oll vodaleg til jolanna, eldhusgolfid er skurad, hreint er komid a oll rum, jolaherdatred er thakid pokkum og vid aetlum ad fara a eftir ad kaupa konfekt og raudvin. Thad stendur ekkert eftir nema ad oska ollum vinum og vandamonnum, naer og fjaer gledilegra jola. "...may all your days be merry and bright, and may all your christmases be white."

mánudagur, 22. desember 2003

Vid skemmtum okkur konunglega um helgina, tho thad hafi verid voda skrytid ad borda heila maltid an thess ad hlaupa til og hugga barnid. Tracy passadi fyrir okkur og vid pussudum okkur upp og forum aftur a Domelli's. Mig langadi reyndar ad fara a Cafe Zouk sem er uppahaldsveitingastadurinn minn i Wrexham en thar var allt upppantad. Bretar nota jola vikuna i standandi fylleri sem naer svo hapunkti a adfangadagskvold thegar oll thjodin (eda allar thjodirnar ollu heldur) velta um og bada ut ongum, ut ur thvi af olaedi. Joladegi er svo eytt i thynnku. Hvad um thad. Vid reyndum eins og vid gatum ad nota timann sem vid hofdum til ad slaka a og njota kvoldsins. Thad gekk agaetlega, vid hringdum bara einu sinni i Tracy. Lúkas var alveg eins og engill allt kvoldid thannig ad vid thurftum ekki ad hafa neinar ahyggjur.

Hann er bara svo gott barn. Eg helt ad eg myndi eiga i vandraedum med jolahreingerningu en eg threif husid hatt og lagt i morgun og hann horfdi bara a, salirolegur. Hann virdist meria ad segja hafa gaman af ryksuguhljodi. Eg reyndar threif husid med Baby vipes sem er alveg nytt, en eg verd nu bara ad segja ad thad tokst mjog vel og nu angar husid ad Johnson og Johnson sem er bara ekki slaemt. Ef hann sefur eftir hadegi tha er eg ad hugsa um ad baka eina koku og tha er bara allt tilbuid.

Eg taladi vid sendiradid i London i morgun og fekk utskyringu ad hvernig eg fae vegabref handa Láka. Vonandi ad thad gangi upp fyrir januarlok. Thad er bara halftaept. Eg er ad gera thetta a versta tima og thetta tekur nokkrar vikur. Godu frettirnar eru ad thegar vid Dave erum buina d gifta okkur tha getur Láki verid baedi Walesverji og Islendingur, tha tharf enginn ad velja og enginn ad verda sar.

föstudagur, 19. desember 2003

Mikid hefur breyst a einu ari. Thegar eg helt upp a 28 ara afmaelid mitt var eg brjalud a Hornafirdi, vildi komast sudur i sollinn. 29 ara afmaelid er haldid i Wales med barn i fanginu og mann upp a arminn. Thessi sami madur kraup reyndar a kne a midvikudagskvoldid og bad min. Smellti hring a fingur og eg sagdi ja. Thannig ad nu tharf ad fara ad plana brudkaup.

Vid forum i dag og keyptum tolvu og digi-cam. Thad tekur reyndar tvaer vikur ad fa hana senda heim thannig ad a naesta ari tha get eg byrjad ad mynda Lúkas og sent ut myndir haegri og vinstri. Eg er reyndar enn ad gaela vid ad komast heim i yfir helgi i februar. Eg for allaveg i dag og nadi i umsoknar eydublad til ad fa passa handa Láka. Mig vantar reyndar logfraeding. Er hann islendingur eda utlendingur? Ef eg fae breskan passa handa honum er eg tha buin ad forna thvi ad hann geti verid Islendingur? Hvernig er thetta allt saman?

Eg er eiginlega of upptrekkt til ad skrifa nuna, best eg drifi mig heim og klari ad pakka inn gjofunum og slaki adeins a. Goda helgi.

þriðjudagur, 16. desember 2003

Tengdapabbi minn er hardur nagli, var namamadur og gekk svo i herinn thar sem hann fekk ser tattu ut um allt. Hann let medal annars tattuvera "LOVE" a fingur haegri handar og "HATE" a tha vinstri, svona salitid i stil vid Ozzy Osbourne. Verra var tho fyrir Jimmy tengdapabba ad hann slysadist til ad skjota af ser litla fingur vinstri handar thannig ad thar stendur bara "HAT". Hann sagdi Dave alltaf ad hann hefdi misst fingurinn vid ad bora i nefid og thad virkadi vel sem uppeldisadferd thvi Dave er alveg laus vid thann leida vana.
Tengdamodir min er buin ad bjoda okkur i mat a joladag. Thad er fint thvi tha faer Dave kalkun ad borda og eg fae ad sja hvernig bresk jol fara fram. Og eg byst vid ad thad komi i stad thess ad fara i kokuveislu til Huldu ommu. Svona eins langt og thad naer.

Eg er ekki alveg buin ad losa mig vid "thad er allt best a Islandi " hugsunarhattinn, en er ad reyna. Eg er ekki hrifin af skreytingunum (eda skortinum thar a) her og eg er ekki viss um hvad mer finnst um thetta jolakortavesen. Eg er nuna buin ad fa jolakort fra eiginlega ollum i gotunni. Eg thekki engan theirra sem senda mer kortin og i theim stendur t.d. "Happy x-mas to all at nr. 2a from all at nr. 7." Eg er nefnilega ekki viss um ad thetta se sent i naungakaerleik, nei thetta er sent vegna thess ad thad er kurteisi ad senda nagrannanum kort og tha finnst mer einhvernvegin tilgangurinn vera farinn ut um gluggann. Ef eg sendi kort tha er thad vegna thess ad eg vil i alvorunni ad vidtakandi eigi god jol og eg vil thakka god vidkynni og mer thykir vaent um vidtakanda. En ad senda vegna thess eins ad thad se thad sem "a" ad gera! Thad er ekki minn still. Sama med jolagjafir her. Her eru jolagjafir keyptar an thess ad hugsa serstaklega um hver a ad fa gjofina. Svo er vidtakandi sem passar vid draslid sem keypt var fundinn eftir a. Og thad er ekki gefid af vaentumthykju heldur vegna thess ad thad a ad gefa gjafir. Amma hans Dave t.d. let okkur fa rafmagnsjolasvein sem hristir sig og syngur longu adur en Lúkas faeddist. Hun sagdi eitthvad um ad hann vaeri of litill til ad hafa gaman af thvi ad fa jolapakka en hann gaeti orugglega horft a laetin i jolasveininum. Hun hefdi keypt hann a tilbodi i Kwik-Save. Eg tok bara vid sveinka og thakkadi fyrir. Eg fattadi ekki tha ad hun var i alvorunni ad gefa honum jolagjofina sina. Dave benti mer a thad thegar eg var buin ad... jah, segjum bara losa mig vid sveinka. Oinnpakkad i oktober! Mer er alveg sama tho Láki viti ekki ad jolin seu nuna og geti ekki opnad pakka. Thad kemur malinu bara ekkert vid! Ef hun hefur ekki gaman af thvi ad gefa honum jolagjof tha a hun bara ad sleppa thvi frekar en ad finna bara eitthvad drasl og henda thvi svo i mig.

Thad tharf ad gefa mer adeins lengri tima til ad finna hluti her sem eru betri en a Islandi..........

Eg er dalitid hrifin af thvi ad hengja jolakortin a spotta yfir arininn.

mánudagur, 15. desember 2003

Eg er buin ad panta mer tima hja laekni vegna thess ad skurdurinn minn graer bara ekki. Nu eru alveg ad verda komnar 6 vikur og thad er ordid ljost ad thetta er ekki alveg edlilegt. Nei o, nei, ekki er thetta eins og a ad vera.

Og Keiko bara dainn, blessadur. Merkilegt thetta lif, ekki satt?

föstudagur, 12. desember 2003

úff. eg var ad lesa yfir faersluna her ad nedan. "Gera stefnumot". Thetta er ekki god islenska. Er thad nokkud?
Eg hef akvedid ad lata jolaherdatred duga sem baedi jolaljos og jolatre thetta arid. Dave for med mig a jolamarkad a midvikudaginn og eg skodadi baedi tre og ljos og akvad ad eg vissi ekki almennilega hvad eg vildi (nei, nu er minnst a Onju Rikey i utvarpinu i ithrottafrettum! en snidugt!) thannig ad eg let duga ad kaupa hring og greni og sma skraut og bjo svo til skreytingu a utidyrahurdina. Og eg er bara ekki fra thvi ad thad se bara svaka jolalegt og fint hja mer. Eg aetla svo ad nota naesta ar i ad maela ut hvad eg vil setja upp af ljosum og hvar. Og gera thad svo almennilega i stadinn fyrir ad henda upp einhverju rusli sem passar ekki vel. Eg a thad svo til ad thurfa ad fa allt nuna, strax og hugsa hlutina ekki til enda. Og lendi svo bara i bolvudu klandri.

Eg sendi jolapakka heim i gaer og hef akvedid ad hedan i fra tha kem eg annadhvort sjalf med tha til Islands eda geri stefnumot vid gamla settid einhverstadar a midri leid. £32 fyrir pinkulitinn pakka! Eg atti ekki til eitt einasta aukatekid. Aetli ad postthjonustan eigi ekki undir hogg ad saekja nu thegar allir nota bara netid? Ja, audvitad! A naestu jolum tha panta eg bara gjafir a netinu og laet senda beint til vidtakenda! Malid leyst a orskammri stundu.

Eg sjalf a erfitt med ad hemja mig, sit fyrir postberanum a hverjum degi og vona ad hann se med pakka eda bref til min. Eg hlakka til ad sja hvad eg fae sent (jolalog, Noa-Sirius, hamborgarhrygg, kerti og spil...?) en mest er eg tho ad bida eftir gallabuxunum minum. Eg, eins og rennileg og eg er nu, a alltaf i klandri med ad finna buxur a mig, thannig ad thegar eg finn gott par tha sleppi eg theim ekki svo glatt. Thessar gallabuxur hafa nuna ferdast fram og til baka a milli landa ymist til ad gera rad fyrir bumbu eda minnka nidur aftur. Er thad nu hagsyni? Eg er nu lika farin ad bida eftir jolakortum, en hef enn bara fengid fra utlendingum. Islendingar eru sjalfum ser likir, gera sjalfsagt allt a þorlaksmessu. Og eg fae jolakort i februar. Kannski ekki svo slaemt, eg meina hvad gerist svo sem skemmtilegt i februar?

Eg komst ad thvi i gaer ad eg a super-barn (Siggamma yrdi nu sjalfsagt ekki hissa a thvi) eftir ad hafa heimsott Shirley. Thegar hun kom til dyra var hun enn oklaedd, osofin, obordud, o-allt. Joshua hennar haettir bara ekki ad grata, ef hun leggur hann fra ser tha brjalast hann, hann neitar ad sofa og hun er nuna buin ad gefast upp a brjostagjofinni. Eg helt a honum a medan hun for i sturtu og fekk ser ad borda. Eg drosladi Láka upp ur vagninum sinum og lagdi a teppi golfinu. Hann rumskadi ekki hvad sem Joshua oskradi. Hann sefur bara thegar hann a ad sofa, drekkur mjolk an thess ad velta thvi fyrir ser og liggur thess a milli og horfir a heiminn og hefur thad gott. Hann er bara ekkert mal, alla vega svona thegar eg ber hann saman vid Joshua litla. Mikil lukka yfir mer alltaf hreint. (Svo er hann lika alveg rosalega saetur:)

þriðjudagur, 9. desember 2003

Vid erum komin ur baejarleidangir numer tvo, ju minn hvad eg er bissi, tharf ad koma pokkum ut um allan heim og eg finn ekki jolakortalistann minn og a orugglega eftir ad gleyma mikilvaegu folki...og nuna vaknar Láki. Eg tharf ad fara og gefa ad drekka.

mánudagur, 8. desember 2003

Eg er a leidinni nidur i bae med Láka ad kaupa jolaljos. Vid erum i svaka studi maedginin, voknudum adeins fyrr en vanalega, en thad er nu allt i lagi, madur sefur bara thegar madur er gamall. Eda kannski ekki. Mer skildist a gamla settinu minu ad madur djammi og djammi ut i eitt thegar madur eldist. Thad er nu skemmtileg tilhugsun.

Eg er buin ad gefa pissukokun upp a batinn, eg hef ekki hugmynd um hvad hjartasalt heitir a ensku, og thad sem verra er tha a eg ekki neitt svona stort form til ad baka hana i. Hvad a eg tha ad baka? Eg verd ad baka eitthvad.

Eg er lika buin ad velta fyrir mer fram og til baka hvad Láka vantar i jolagjof en mer bara dettur ekkert i hug. Throskaleikfong? Nattfot? Pelasett? Skiptitosku? Hann a bara eiginlega allt drengurinn.

föstudagur, 5. desember 2003

Og alltaf bestnar thad, Hr. Blair aetlar hedan i fra ad senda okkur Dave £65 i hverjum manudi fyrir ad eiga Lúkas. Hann er nu kannski ekki svo slaemur? Eg hef aftur a moti ahyggjur af honum Dave minum. Hann sem er alinn strangt upp vid ad eiga fyrir hlutunum adur en madur kaupir tha, er greinilega buinn ad smitast illa af islendingaveiki, thvi hann stakk upp a ad kaupa tolvu og myndavel. Eg sem var ad vona ad hann hefdi god ahrif a mig. Nei, thad er frekar thannig ad eg hafi slaem ahrif a hann. Er thad ekki dalitid sorglegt? Og typiskt. Hvad um thad, madur a ad njota adventunnar, og eg aetla ad fara ad kaupa sma sukkuladi til ad setja i skalarnar hennar Huldommu. Eg sagdi alla vega Dave ad fostudagurinn fyrir annan sunnudag i adventu vaeri dagurinn sem allt sukkuladid vaeri bordad samkvaemt aldagamalli islenskri hefd. Hann var eitthvad ad muldra um ad hingad til hefdi eg talad um aldagamlan islenskan mat sem uldinn og suran, ekkert hafi verid minnst a sukkuladi, en vid hlustum ekkert a svoleidis hartoganir og njotum thess i botn ad narta i rammislenskt Cadbury's sukkuladi.
Svona thegar eg byrja ad hugsa um smakokubakstur...uppskrift ad pissu-koku? Mamma, hvernig bakar madur svoleidis?
Eg er nu meira kjanaprikid. Uss og svei. Eg var ad bysnast yfir jolnum, gera thau ad einhverju vodalegu vandamali og thar med var eg ad eydileggja thau fyrir mer sjalf. Eg til daemis for a limingunum thegar eg fattadi ad tho eg heldi heilog jol i minu husi 24. des tha vaeri samt folk ad labba fyrir utan gluggann og skemma allt fyrir mer. Ad hugsa med ser vitleysuna! Svona er nu audvelt ad detta inn i sjalfskemmandi atferli. Thad er eg sem by til jolin og thau verda eins god og eg geri thau. Og thau koma innan fra svona rett eins og fegurdin og innan i mer eru bestu jol i heimi. Og thau eru best af thvi ad eg er med uppahaldsstrakana mina hja mer. Get eg bedid um meira? Og ef eg verd einmana tha fer eg bara og held upp a jolin hja Hjalpraedishernum sem er med kirkju her i naestu gotu!

Ja, og heimthrain var nu audlaeknud. Eg eldadi thessa lika dyrindis islensku kjotsupu i gaer. Mikil oskop hvad hun var god. Eg held bara ad hun hafi verid litid sidri en supan hans pabba. Kjotsupulyktin ilmadi um allt hus og heimthrain hvarf bara rett si sona! Dave var svona lika sattur vid supuna, fannst thetta vel heppnud blanda af islensku og velsku, (kjotid var ad sjalfsogdu velskt lamb) svona dalitid eins og sonurinn.

Dave fer i vinnuna aftur a manudaginn, tha lykur manadarlongu fedraorlofi og eg tharf ad fara ad sja um heimili og barn alein. !!!. Eg er nu strax buin ad plana manudaginn, eg aetla nidur i bae med Láka og kaupa adventuljos. (Og nariur. Olettan skemmdi allar nariurnar minar, thaer eru allar bara teygja sem a hangir orlitill efnisbutur. Merkilegt alveg hreint.) Mig vantar miklu fleiri ljos, thad er ekki mikid af ljosum i husunum i kring og merkilegt nokk tha er bara heilmikid dimmt herna snemma dags. Thad er ordid almyrkur um 4 leytid. Og birtir ekki fyrr en um 8. Ekkert a vid myrkrid heima eg veit, en samt meira en eg helt.

Nu hlakka eg bara til ad fa islensku jolalogin send (Mamma!!) og tha aetla eg ad baka og jolin mega bara koma alveg eins og theim lystir.

miðvikudagur, 3. desember 2003

Eg er halfþreytt i dag. Eg held ad eg verdi ad vidurkenna smá heimþrá. Thad er svo flokid ad vera med heimthra, eg vil ekki saera Dave en thad er alveg sama hvad hann segir oft ad hann skilji fullkomlega ad eg sakni folksins mins, eg veit ad hann heldur ad mer finnist hann ekki vera nog fyrir mig. Eg held ad hann se alltaf sma stressadur yfir thvi ad einn daginn segji eg ad eg se buin ad fa nog og se farin heim. Vanalega get eg fullvissad hann um ad ekkert se fjarri lagi en i dag er eg med ahyggjur af thvi ad jolin verdi erfid. Samt er eg samstundis ad hugsa hvad eg hlakki til ad bua til okkar eigin jol bara thrju i kotinu og ad thetta verdi allt svo gaman. Eg helt eg gaeti kannski skrifad vandamalid fra mer thvi vanalega lidur mer betur vid ad skrifa en eg held ad eg se bara ordin rugladri i kollinum nuna. Juminn eini.

mánudagur, 1. desember 2003

Dave er med einhverja sykingu i maganum thannig ad vid erum nuna oll a syklalyfjum, Lúkas svona obeint i gegnum mig. Hvar endar thetta allt saman? Eg fekk nu engu ad sidur spiting i mig i gaer og medan madurinn la kveinandi a klosettgolfinu nadi eg i jolakassann minn og hengdi upp jolaskraut. Allt nema utiseriuna, hun hefur ekki tholad flutning eda eitthvad og a henni kviknar ekki. En thad er i finu lagi, tha hef eg astaedu til ad fara i baeinn og kaupa nyja seriu. Enda bara olan ad thurfa alltaf ad vera ed allskonar straumbreyta i gangi. Eg er buin ad mynda Lukku-Láka i bak og fyrir thannig ad eg fer tha med filmu i framkollun um leid og eg laupi seriuna og vonandi er ein myndin nothaef i jolakort. Ekki thad ad barnid se ekki gott myndefni, eg er bara svo lelegur myndasmidur. Eg yrdi allavega ekki hissa ef jolakortin verdi oll af maganum a Lúkasi, eg a thad svo til ad klippa af hausa. Eg sa svo auglyst a framkollunarstofunni ad their geta sett filmur beint inn a disk thannig ad thangad til ad vid eigum fyrir nyrri tovlu tha thruma eg bara myndum inn a netid thannig. Ekkert mal.

Fyrsti sunnudagur i adventu i gaer en thratt fyrir jolaskraut og jolaljos er ekki mjog jolalegt um ad litast. Their sem skreyta gera thad ekki fallega og vedrid er mjog o-jolalegt. Her rignir, heil oskop og aetlar vist engan endi ad taka samkvaemt spadomum.

Eg er svona sma ad fatta ad eg er ekki olett lengur, og er nuna farin ad eygja sma moguleika a stuttri kvoldstund a lokalnum med "lager" og jafnvel einni sigo. Svo a eg natturulega afmaeli i thessum manudi og thad vaeri kannski gaman ad kikja adeins ut i tilefni af thvi. Nu lidur mer strax illa yfir thvi ad hafa sagt thetta, eg er ekki buin ad eiga barnid i manud og strax farin ad vilja fara ut. Nei annars mer lidur ekki illa yfir thessu, thad vaeri oedlilegt ef eg vildi ekki fara ut og eg er ekkiert verri mamma fyrir vikid. Eg verd ad fa ad vera Svava Rán lika!?