fimmtudagur, 25. desember 2003

Adfangadagur hefdi ekki getad verid betri þó eg hefdi skrifad handrit ad honum sjálf. Tolvan kom rett eftir hadegi þannig ad eg og Dave gatum þá farid og dreift ut jolagjofum. Vid komum svo heim og eg hof eldamennsku. Hamborgarhryggur og allt sem med honum a ad vera. Og ostakaka i eftirrett. Klukkan 6 setti eg jolamessu i Hallgrimskirkju a foninn og neyddi Dave greyid til ad sitja i gegnum messu a islensku. Hann sat rolegur allan timann, meira ad segja þó eg hafi lika neytt hann til ad fara i jakkafotin sin. Láki sofnadi akkurat thegar eg bar fram matinn og svaf thangad til ad vid vorum buin med forrett og einu sinni a diskinn af hryggnum, thannig ad hann varnadi okkur fra ad borda yfir okkur. Vid settumst tha inn i stofu og Dave las a pakkana (sem allir voru handa Lúkasi) og svo las eg upp jolakortin. Vid satum svo og hyggede os framyfir midnaetti. Dave var haestanaegdur med daginn. Eg var haestanaegd og fann jolin svo sannarlega. Hvort sem thau voru islensk eda ekki tha voru thau OKKAR og tha er takmarkinu nad.

Dave gerdi reyndar ein mistok. Eg hafdi sagt vid hann ad vid myndum bara gefa hvoru odru tolvuna i jolagjof og lata hana duga. Og hann trudi mer! Eg keypti handa honum allskonar drasl en hann helt i alvorunni ad eg hefdi meint thad ad hann thyrfti ekkert ad kaupa handa mer. Mistok sem ekki koma fyrir aftur.

I dag forum vid svo til mommu hans. Thad var alveg agaett tho svo ad eg hafi sagt thad adur og segji enn ad mer finnist bresk jol half tilgangslaus og omurleg.

Aetli ad eg reyni ekki ad koma sma meira af ostakokunni nidur, thad eru nuna 6 dagar eftir af hamslausu áti, en svo ho ho ho, verdur sko tekid a thvi! Vik frá mer sukkuladi!

Engin ummæli: