föstudagur, 29. ágúst 2003

Gamalt folk her i Wales er med alveg serstaka spjallthorf. Kannksi ad eg laeri listina ad spjalla vid kunn- og okunnuga her? Eg t.d. hitti konu i morgun sem sagdi mer allt um serlega pinleg kvenvandamal sem hun a vid ad strida, og thad an thess ad kynna sig, svona rett a medan vid bidum eftir thristinum nidri i bae. Gott ad heyra. Svo i vinnnni hitti eg Dennis Thatcher. Nema ad Dennis Thatcher do fyrir rumum manudi ef eg man rett og var havaxinn og drykkfelldur. Gamli, sem var litill og saetur og angadi ad Lapsang te fremur en G&T, syndi mer engu ad sidur eldgamlan passa sem a stod Dennis Thatcher. En hann neitadi algerlega ad lata uppi um hvort hann vaeri med passann hans Dennisar, eda hvort hann heti einfaldlega Dennis Thatcher lika. Hmmm...

Vid i vinnunni erum buin ad selja nokkur bunt af jolakortum nuna. Ja, eg sagdi jolakort, thad er vist ekki seinna i rassinn gripid, agust alveg ad verda buinn og svona. Rett 4 MANUDIR! i jol. Iesu Kristi (sja madur er bara farinn ad sletta a velsku!) er thetta ekki adeins of snemmt? Mind you, eg hef bara held eg aldrei sed jafn falleg kort og thessi og eg a sjalfsagt eftir ad kaupa nokkur stykki, madur tharf ju ad send kort thetta arid til ad monta sig af kroganum, eg get ekki sent mynd af sjalfri mer eitt arid en sleppt thvi ad senda myndir af barninu...thad vaeri nu ad fara med thessa romudu hogvaerd mina alveg til helvitis.

Jaeja, eg aetla ad fara heim og henda kjulla i ofninn, og kura svo hja manninum yfir sex and the city. Sem minnir mig a ad segja ad thessi seria er alveg serlega skemmtileg, og kemur thaegilega a overt, thar sem eg var fyrir svo gifurlegum vonbrgdum med tha sidustu.

miðvikudagur, 27. ágúst 2003

Eg kikti adeins vid her a bokasafninu adur en eg fer ad hitta Fru Jane Williams. Akvad ad kikja adeins inn a Domustadi sem mer finnst vera vodalega skemmtilegt blogg. I nylegri faerslu (25.08.03) segir eitthvad um profleysi Sigurdar Kara. Hann er einn af nyju thingmonnunum sem mer hryllti svo mikid vid og eg tharf nuna endilega ad fa ad vita hvad Daman a vid. Er hann ekki allur thar sem hann er sedur eins og restin af thessum skitbuxum? Explain please???

þriðjudagur, 26. ágúst 2003

Mig er buid ad langa svo til ad hlusta a Ras 2 sidustu daga. Eg er buin ad margreyna ad hlusta herna i gengum tolvuna a bokasfninu en ekkert gengur, her er vist ekki nyjasta windows media player og their eru svo framsaeknir tharna hja utvarpinu ad ekkert minna dugar theim. Eg verd bara ad vona madurinn fari bradum ad kaupa thessa snuru sem vantar til ad koma netinu i gagnid heima hja okkur. En ekki aetla eg ad reka a eftir honum. Allt a hans eigins tima.

Vid forum adeins ut a djammid a laugardagskvoldid med vinnufelogum hans og einum odrum maka. Eg hitti sumse loksins Jamie og Keri kaerustuna hans. Vid erum buin ad vera ad plana ad hittast og elda eda fara ut ad borda saman nuna heillengi en alltaf kemur eitthvad upp a: dave og Jamie eru ad vinna thegar Keri er i frii og ofugt, eg fer til Islands thegar allir eru i frii eda tha ad fjolskyldubod koma i veg fyrir party. Hvad um thad, mer leist svona aegilega vel a thau og nuna er verid ad vinna i thvi ad finna godan tima til ad hittast. Eg skemmti mer vel uti a lifinu, tho svo ad thad hafi verid adeins of mikil laeti a pobbunum ad minu mati. Her er klubbatonlist spilud a fullum krafti a ollum pobbum thannig ad thad er nanast utilokad ad tala saman. En eg fattadi ut fra thessu hvernig folk fer ad thvi ad na saman. Madur ser einhvern sem manni list a, svo aepir folk i sma stund og brosir an thess ad heyra ord af thvi sem hinn segir, og thannig tharf enginn ad hafa ahyggjur af thvi ad vera skemmtilegur, svo kyssist folk bara thegar ad thad er ordid nogu fullt og vonar thad besta daginn eftir thegar thad tharf ad tala saman. Mer fannst afskaplega gaman ad fylgjast med thessu. Eftir nokkra svona pobba stungum vid fjogur svo af inn a Scruffy Murphy's thar sem lett irsk stemmning rikir og vid gatum talad saman. Allt i allt ljomandi skemmtilegt kvold og thad var gott ad sja ad eg er ekki ad missa af neinu. Eg er haestanaegd med ad horfa a sjonvarpid a laugardagskvoldum. En mer finnst thad samt enntha dalitid skrytid.

Vid akvadum svo ad fara ad sja Pirates of the Carribbean a sunnudagskvoldid. Mer fannst hun storskemmtileg, svona ekta aevintyramynd fyrir mig og ekki skemma Orlando Bloom og Johnny Depp fyrir. Hubba hubba! Mer vard reyndar dalitid orott thegar Dave sagdi a leidinni heim ad bradum gaetum vid ekkert skroppid svona i bio fyrivaralaust, vid thyrftum ad byrja a thvi ad finna barnapiu. BARNAPIU!

Eg tharf a morgun ad fara ad Hitta Fru Jane Willams sem sem vinnur hja Social Security Office her i Wrexhambae. Hun hringdi i mig um daginn og sagdi mer ad koma i klukkutimavidtal svo eg geti fengid social security number og thesshattar. Hun vildi endilega ad eg kaemi med oll gogn sem eg fyndi vardandi vist mina her i UK. Eg fekk halfgert sjokk thegar eg var buin ad tala vid hana, sa fyrir mer svona green card vidtal thar sem hun vaeri ad reyna ad gripa mig vid lygar um astaedurnar fyrir thvi ad eg er herna. Sem er half faranlegt, thad vaeri sjalfsagt mun audveldara fyrir mig ad vera bara a Islandi, thar er allt mitt, fyrir utan hvad thetta pappirsstrid er djofull flokid. Svona er thad nu stundum flokid ad verda astfangin.

föstudagur, 22. ágúst 2003

Eg kom vid a greanmetismarkadnum a leidinni heim ur sundi og vinnumalaleysi og keypti allskonar graenmeti. Algerlega nytt fyrir mig, eg get ekki sagt ad graenmeti se eitthvad sem hefur freistad min hingad til en uppstillingin var svo djusi og thad var allt svo odyrt ad eg stodst ekki matid. Toppadi svo kaupin med nytindum breskum jardaberjum sem eg aetla ad drifa mig i ad borda nuna. Goda helgi allemal.

miðvikudagur, 20. ágúst 2003

Her skin sol enn i heidi og mer thotti thvi vid haefi ad fara med Tracy magkonu minni i sma baejarferd. Hun thurfti ad versla thannig ad eg kom med og hafdi stjorn a strakunum hennar svo hun hafdi tima til ad skoda vel og vandlega. Eg hefdi sidan viljad stoppa og fa mer Latte einhversadar en Ethan litli fekk ad velja veitingastad og thetta er vist universal med litla krakka: hann valdi McDonalds. Svosem alltaf ljuft ad renna nidur einum burger, eg segi thad nu svo sem. Hun keypti gjof handa Babbie Jones, utigalla a nyfaedd sem er eins og rolla. Vodalega kruttlegt.

Annars, takk fyrir uppskriftina Hanna, aetli ad eg hafi ekki pae a bordum 3. september lika, madur verdur ad gera eitthvad naes fyrir manninn tho hann se alveg a moti thvi a fagna thritugsafmaelinu. Eg veit ad hann slaer ekki hendinni a moti godri koku;)

mánudagur, 18. ágúst 2003

Eg for a vinnumidlunina i gaer i annad sinn. Nuna hitti eg fulltruann "minn" sem ser um mig hedan i fra og hann var svaka finn. Hann virtist vita nakvaemlega hvad hann var ad gera, eg thurfti ekki ad utskyra eitt ne neitt, hann hafdi gert thetta allt adur, flutt folk og rettindi a milli landa. Thvilikur munur! A ollum stofnununum sem eg diladi vid heima var eins og eg vaeri fyrsta manneskjan sem vaeri ad gera thetta. Vera olett, flytja til utlanda, verda atvinnulaus...Malid er ad eg er eiginlega alveg pottthett a thvi ad eg er ekki fyrsti Islendingurinn sem gerir thetta. Mr. Adams (fulltrui), stakk upp a ad eg hringdi i felagsthjonustuna til ad komast ad thvi hvort eg kaemist ekki ad hja theim i starf og starfsthjalfun eftir faedingu. Hann sagdi ad eg fengi nu sjalfsagt ekki vinnu nuna, enda bara 10 vikur i faedingu, en eg gaeti svo sannarlega farid ad reyna ad koma mer ad. I samhengi vid thetta er eg buin ad akveda ad fara a tolvunamskeid sem hefst nuna i september. Eg hef tha pappir til ad syna ad eg hafi kunnattu a tolvur og thad hlytur ad hjalpa. Namskeidid er vist midad ad grunnthorfum atvinnulifsins. Reyndar er annad namskeid i sama kvoldskola sem eg er alveg veik i ad komast a en verd vist ad bida thar til eftir faedingu. Trampoline for adults. Frabaer hreyfing og utras segja their i auglysingunni. Mikid langar mig ad komast i thetta. Hoppa a trampolin i klukkutima. Og tha er madur buinn ad hreyfa sig fyrir tha vikuna! Jah, eg baeti kannski vid einum og einum sund/jogatima og tha er madur seif. Glaesilegt.

Island er ekkert aegilega populaer her akkurat nuna. Og eg er eiginlega sammala Bretunum. Hvalveidar eru halfskringilegar akkurat nuna. Ef vid vaerum had hvalveidum og hefdum oll alist upp a hvalkjoti og notudum spikid til hitaveitu, tha myndi eg kannski skilja hvalveidar. Ef vid hefdum lafad inni i Hvalveidiradi og aldrei haett hvalveidum eins og Nordmenn tha skipti thetta sjalfsagt ekki mali. En ad byrja aftur nuna eftir 14 ar skytur dalitid skokku vid. Og Bretarnir aetla ad haetta ad borda islenskan fisk aftur. Er thetta i alvorunni vesenisins virdi? Don't get me wrong, mer er alveg sama um thessa hvali, eg er ekki buin ad breytast i Graenfridung eda neitt, en mer er annt um landid mitt og eg get ekki sed ad hvalveidar geri okkur neitt gott.

Eg er komin 30 vikur a leid. 10 vikur eftir. Oh mi god!
Haldidi ekki ad thad hafi bara verid mus ad sprikla herna fyrir utan husid mitt! Eg henti ut pappakassa fullum af dagblodum her a stettina hja mer svona til ad lata hann vedrast adeins adur en vid forum med hann i Sorpu. (By the way tha henda their bara drasli her, ekkert er endurunnid). Og musin snudradi i kassanum og stokk svo ofan i hann og eg sa hana ekki koma upp ur aftur thratt fyrir ad pota i kassann. Kannski er thetta frettamus sem vildi lesa dagblodin! Merkilegast er ad pabbi sagdi mer i gaer ad Kolbeinn hefdi slasad sig a musaveidum i Ammrikunni og Asta sendi mer postkort thess efnis ad hun hefdi sed mus. Hvad eiga allar thessar musir (miklu skemmtilegri beyging) ad takna?

Vid heittelskadi forum i natturugongu i gaer. Keyrdum ad almenningsgardi her rett hja sem heitir Nant Mill. Vedrid var svo fint ad hthad var ekki haegt ad sitja inni. Vid lobbudum fyrst i gegnum skog, medfram litilli a, upp og nidur haedir thangad til ad vid vorum ordin sveitt. Eg nadi ad brenna mig a brenninetlum sem mer fannst mjog skemmtilegt, svona eitthvad sem madur ser i biomyndum. Heittelskadi bjargadi svo domu med thvi ad nudda einhverri annarri plontu a brenndu hendina og laeknadi brunann. Er hann ekki aedislegur! :) Vid roltum svo tilbaka, enda var Babbie Jones farinn ad siga sma i, og settumst a thartilgerda bekki og bordudum samlokur og drukkum kok. Thegar vid komum heim var eg i svo miklu sunnudagsskapi ad eg bakadi koku handa okkur sem vid hamudum i okkur og drukkum mjolk med. Med thessu moti vorum vid baedi of sodd til ad borda kvoldmat thannig ad vid satum bara og spiludum a spil (eg skulda honum £ 3. 45!) fram a kvold. Eg var buin ad gleyma hvad mer finnst gaman ad spila, eins og eg er nu reyndar leleg og tapa illa. Eg og Audur spiludum oft og hun vann alltaf. Stundum drukkum vid heila flosku af Bailey's med klaka svona a medan ad vid spiludum og ekki spillti thad fyrir. MMMMmmm Bailey's...

Eg atti reyndar skemmtilegan dag a laugardaginn lika. Eg og tengdo forum i baeinn og hun for med mig i allar barnabudirnar og keypti og keypti fot og dot handa Babbie Jones. Hann a nuna eg held bara eiginlega allt sem litid barn tharf ad eiga svona fatakyns. Eg aetla sjalf ad kaupa handa honum utigalla og tha er hann bara tilbuinn. Allavega tha var voda naes ad vera bara svona tvaer saman ad kynnast, vid fengum okkur ad borda thegar vid vorum bunar ad versla og eg held ad vid seum bara vinkonur nuna. Eg saknadi mommu minnar samt alveg ferlega vid thetta og brynnti musum (sko! fleiri mys!) lengi eftir ad eg kom heim. Greyid Dave. Hann tharf ad vera allt; madurinn minn og vinur og foreldri og allt. En hann stendur sig eins og hetja thannig ad eg get ekki kvartad.

föstudagur, 15. ágúst 2003

Eg er tha buin ad taka fostudagshringinn minn, vinna i morgun og sund og svo nuna er eg komin a bokasafnid. Eg er buin ad finna lettlestrarefni fyrir helgina og er ad hugsa um ad setjast ut i gard thegar eg kem heim.

Thad var voda gaman i vinnunni i dag. Ny stelpa, Rachel, var ad vinna og hun var voda hress. Svona stelpa sem talar og talar og er god og indael. Hun er buin ad vera atvinnulaus heima hja ser og var ad verda vitlaus a ad hanga. en hun er omenntud og tha er erfitt ad finna vinnu herna, thetta er i annad sinnid sem hun er gerd "redundant". En hun er dugleg og a orugglega eftir ad finna eithvad. Mikid hlytur thad samt ad vera omurlegt ad hafa ekki a.m.k. einhverja menntun og oskir um starf, heldur thurfa bara ad taka hverju sem bydst af thvi ad thad er starf. Eg var buin ad segja Dave ad koma ad na i mig eftir sundid og nadi ekki i hann til ad breyta thvi. Annars hefdi eg bodid henni med i Latte a kaffihusi (Ja kaffihusi!) sem eg fann. Eg sagdi vid hana ad vid faerum bara naesta fostudag.

Eg for svo i sund med sundtoflurnar sem Kristin let mig fa og thvilikur munur. Eg strunsadi bara um alveg ohraedd vid alla drulluna a golfinu og naut thar af leidandi sundsins helmingi meira. Eg tok eftir thvi ad thad er skilti uppihangandi sem a stendur: "Please shower before entering swimming baths" en folk labbar bara framhja. Eg aetla thvi ad taka thad verkefni a mig ad standa vid sturturnar aepandi "jus ze sjover!!" og "No sjover, no svimm ju dorti pigg!!". Eg er bara ekki buin ad akveda hvort ad eg nota thyskan hreim til ad geta aept sem haest eda hvort eg nota posh accent til ad hraeda verkalydinn til hlydni. Dave stakk upp a posh thyskum hreim. Eg tharf adeins ad hugsa thetta ut.

A morgun er svo komid ad thvi ad fara med tengdo ad skoda barnadot. Hun er alveg aest i ad kaupa handa okkur allskonar drasl, er buin ad lata okkur fa fyrir rumi og vill lika kaupa fot og drasl a morgun. Eg veit ekkert hverning eg a ad vera, hun er dalitid overpowering, tho hun vilji rosalega vel, og eg a svo erfitt med ad segja "nei mer finnst thetta ekki fallegt" eda "mig langar i thetta". Eg sannfaerdi Dave reyndar i gaer um ad born geti vel sofid med saeng. Eg er nefnilega buin ad vera ad skoda teppi og drasl sem velsk born sofa med og sorry, en mer myndi lida eins og vondri modur ef eg leti barnid mitt hirast undir svona lusateppum. Thannig ad eg tharf ad fa senda barnasaeng og ver, pronto, fra Islandi, Islandinu goda. (Og Huldamma!, thad ma alveg standa Jesus eitthvad a verinu!:)

sunnudagur, 10. ágúst 2003

Jæja þá er bara komið að því að fara heim aftur eftir mikið prýðisgóða dvöl hér á Íslandi. Ég hitti alla sem ég þurfti að hitta (nema Mogensen, jävla!) og gat stolt sýnt bumbuna mína þannig að ég fer sátt heim aftur. En ég er líka búin að ákveða að ég kem ekki aftur á klakann án mannsins míns. Ég hlakka strax orðið til næsta sumars þegar ég kem með hann og Babbie Jones og fer með þá hringinn og sýni allt sem fallegast er hér á landi hér. Dave hefði t.d. skemmt sér konunglega í gær; honum hefði þótt skemmtilegt og skrýtið að grilla í mígandi rigningu. Honum hefði þótt fyndið að standa í fjörunni í kæfandi grútarlykt og syngja sjómannalög. Honum hefði þótt frábært að fara í partý þar sem allir sátu í hring og sungu. Hann hefði sjálfsagt líka haft gaman af því að fara á ball þar sem elsti maðurinn var 76 og sá yngsti 14. Og báðir jafn fullir.

Ég þarf að þjálfa upp í mér spjallið. Ég bara er ekki með svona spjallgen í mér. Maður hittir fólk sem maður hefur að sjálfsögðu ekki séð lengi lengi, en ég kemst bara ekki lengra en:"Nei hæ! hvað segir þú gott?" Svo þegi ég og allir halda að ég sé svona hrokafull. Ef ég reyni að neyða sjálfa mig til nánara spjalls þá fer ég bara að segja bláókunnugu fólki frá mínum innstu hjartans málum þannig að ég virka annaðhvort sérlega einföld eða pínlega opin. Ég bara veit ekki hvernig maður fer milliveginn. Kannski er bara allt í lagi að vera svona. Kannski líður mér alltaf vel af því að á mér hvíla engin leyndarmál eða vandræðalegheit, ég burðast ekki um með neinar byrðar. Hvað um það, í gærkveldi á Hafnardögum hefði ég vilja tala meira við fullt af fólki en fólk var svo fullt að það var ekki hægt. Ó vell, næsta sumar verð ég bara full líka og næ að tala við fólk þá.

þriðjudagur, 5. ágúst 2003

Hann Dave minn er búinn að bjóða vinafólki sínu (verðandi vinafólki míinu býst ég þá við) í mat. Hann er búinn að lofa hæfileika mína sem kokks í hástert og þau eru farin að hlakka til að smakka dásemdirnar. Ég aftur á móti er alveg í mínus því ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að bjóða upp á. Þarf ég að hafa "íslenskt eldhús"? Gera einhvern djúsí fiskrétt svona bara af því að ég er Íslendingur? Eða má ég hafa mangó kjúklinginn hennar Kristínar sem er víst sérlega góður þó hann sé nú ekki spes Icelandic? Ég veit það eitt að ég ætla að gera ostaköku í eftirrétt því hana geri ég vel og bæði erum við Dave sólgin í ostakökur. Kannski að ég skrifi bara upp lista af nokkrum for og aðalréttum sem ég veit að ég get gert góða og leyfi Dave að velja af listanum. Annars eru allar góðar hugmyndir vel þegnar.

Annars er ég hálf svekkt út í Ísland. Ég kom hérna gagngert til að gera það klárt að ég fengi fullt fæðingarorlof eins og ég tel mig eiga rétt á en strax við fyrstu stofnun í dag kom babb í bátinn. Ég er bara ekki viss um að ég geti dílað við eitthvað vesen núna því eins og áður hefur komið fram eru tárin fljót að koma ef eitthvað bjátar á og það gerðist einmitt í dag. Maðurinn hjá Fjölskyldu- og Styrktarsjóði sagði mér að ég hefði fengið rangar upplýsingar og að ég ætti ekki rétt á greiðslum úr þeim sjóði eins og þeir hjá KÍ höfðu sagt mér. Ég rétt náði að segja bless áður en ég brast í grát og ég er bara búin að vera niðurdregin allan dag út af þessu. Verst er að þegar ég er dán þá finnst mér ég líka vera ófríð. Eins og ég er búin að vera sæt núna mánuðum saman þá var ég voðaleg útlits í dag. Ekki gaman það.

Ég hitt i reyndar Ólínu í gær og það var alveg frábært því hún róaði mig voða mikið niður með þetta stress mitt um að eiga allan heiminn handa Babbie Jones. Maður þarf bara að eiga mjúka bómullargalla og þá eru þau sátt. Ég ræð við það. Ég er svo tilbúin að gefa honum alla mína ást og vona að það komi í staðinn fyrir veraldlega hluti. Vonandi er það nóg.

mánudagur, 4. ágúst 2003

Mamma mín á alveg forláta baðvog. Fallega hannaðan grip sem virkar dálítið grennandi vegna framúrstefnulegs útlits. Sjálf á ég ekki vigt og er eiginlega alveg sama. Ég veit að ég er dálítið væn þessa dagana en finnst ég löglega afsökuð. Engu að síður þá var eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að stíga á téða vog og kanna ástandið. Og viti menn, ég hef einungis þyngst um tvö kíló síðan að barnið kom undir, fyrir einum sex mánuðum! ég á tvímælalaust meira inni en það, barnið sjálft vegur orðið kíló núna. Ég hlýt því að hafa grennst sjálf fremur en hitt. Ég verð greinilega að herða við mig í ísátinu. Foreldrar mínir eru aftur á móti algjerlega háðir vigtinni. Hún er ekki inni á baði, heldur stendur hún á miðju stofugólfinu þar sem þau óttast hana og dýrka svona eins og hjáguð einhvern. Nokkrum sinnum á dag stíga þau á hana og í hvert sinn bærast varir þeirra í hljóðri bæn um hagstæða tölu. En eins og aðrir guðir þá verður hún sjaldan við bænum þeirra og niðurlút stíga þau af henni í þeirri vissu að það eina sem þeim tekst að safna af einhverju viti eru fleiri aukakíló. Ég skil eiginlega ekkert í þeim. Ég held einmitt að mamma mín og pabbi séu bara með myndarlegra fólki sem ég hef séð.

sunnudagur, 3. ágúst 2003

Tha, nei þá, er madur komin heim i frí. Mikid ljómandi gott að hitta gamla settið og fá appelsín og lakkrís. Eina vandamálið er hvað ég sakna mannsins mikið. Það er bara ekkert gaman án hans. Mikið er maður fljótur að venjast því að vera tveir. Og mikið óskaplega er það gott að vera tveir.