sunnudagur, 29. ágúst 2004

Sonur minn á leikfangasíma sem hann er mjög hrifinn af, og getur setið tímunum saman við að fikta í. Síminn er svona Platónsk prótótýpa af síma, sími eins og símar eiga að vera. Nema reyndar að þessi er á hjólum líka. Hvað um það. Síminn sem er á heimilinu er þráðlaust apparat, minnir frekar á fjarstýringu en síma. Engu að síður þá tók ég eftir því gær að Lúkas bar alltaf tólið á leikfangasímanum sínum upp að eyranu, og reyndi að hlusta eftir hljóði og sagði svo öðruhvurju "boouuhhh" í tólið. Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Ef síminn á heimilinu er nútímagræja, hvernig veit þá barnið að svona notar maður gamaldags síma eins og hann á? Er í alvörunni innprentuð mynd af "frumsímanum" í heilanum hans? Er þetta ekki dálítið merkilegt?

Góðar fréttir að heiman, Þollaragengið á leiðinni í heimsókn og eru víst búnar að panta sér miða fyrstu helgina í október. Get varla beðið, vonandi bara að við verðum flutt áður en þær koma svo þær geti séð nýja húsið. Við erum enn ekki búin að fá neinar dagsetningar, lögfræðingarinir enn á vinna við "searches" sem þýðir að þeir eru að kanna hvort t.d. það sé nokkuð gömul kolanáma í bakgarðinum sem húsið gæti dottið ofan í. Já, ekki hlæja, Wales er allt sundurgrafið og annað eins hefur nú víst gerst!

fimmtudagur, 19. ágúst 2004


Ég gaf mér svo loks tíma til að setja inn nokkrar myndir á myndasíðuna mína, að sjálfsögðu allar af Lúkasi enda aldrei fæðst annað eins barn og hann! Posted by Hello
Ég er núna búin að vera í fríi í tvo daga og tókst að gera akkúrat ekki neitt. Sem var akkúrat það sem ég vildi gera. Ég hnuðlaðist með Láka, fór í göngutúr, og bakaði eina brúnköku. Og letin teygjir sig í bloggið.

þriðjudagur, 10. ágúst 2004

Það er ekki nógu fínt hjá mér þetta nýja lúkk...hvað um það.

Við erum búin að kaupa hús. Ekki þetta sem við buðum í um daginn, sá eigandi ákvað skyndilega að hætta við þannig að við skoðuðum okkur betur um og fundum annað ódýrara og sem betur fer því nú þegar við erum búin að reikna allt saman og finna út hvernig þetta verður allt saman þá er ekki mikill peningur eftir um hver mánaðarmót. Nóg til að skrimta og feikinóg á íslenskan basl mælikvarða en Dave minn er vanur að vera rúmri um í pyngjunni en þetta. En húsið er æðislegt og við erum sammála að þetta sé þess virði, að basla í eitt, tvö ár fyrir það að eiga sitt eigið. Húsið er svona "english cottage" með viðarbitum í lofti, viðargólfi og þverhníptum stiga. Opinn arineldur og opinn steinveggur sem er verndaður. Það heitir Plas Cerrig, sem á þýðir Steinhús og er yfirfullt af karakter. Vonandi að þetta gangi bara hratt og vel fyrir sig. Inn fyrir eins árs afmæli Láka litla. Sem er by the way bæði illa upp alinn og óþekkur, uppeldið farið úr skorðum nú þegar og veit ekki á gott.

Þær borða stanslaust kex í vinnunni. Ég hef aldrei hitt fyrir þjóð með aðra eins ást á kexi og þessa. Og kex sem ég myndi ekki kalla kex heldur nammi. Vissuð þið t.d að bretar flokka Kit-kat sem kaffikex frekar en súkkulaðistykki? Stanslaust er hellt upp á "a nice cup of tea" og maulað á teacakes sem eru súkkulaðihúðaðar marengslummur. Þetta er að verða einum of, meira að segja fyrir mig og er núna búin að skera upp herör gegn þessu. Ég skal ekki taka þátt í átinu. Ég bara má ekki við þessu. Besides, nú þegar ég er búin að kaupa hús þá er ég svo fátæk að ég á ekki fyrir öllu þessu kexi. Kannski að maður grennist bara á baslinu? Það er aldrei að vita!

sunnudagur, 8. ágúst 2004