Sonur minn á leikfangasíma sem hann er mjög hrifinn af, og getur setið tímunum saman við að fikta í. Síminn er svona Platónsk prótótýpa af síma, sími eins og símar eiga að vera. Nema reyndar að þessi er á hjólum líka. Hvað um það. Síminn sem er á heimilinu er þráðlaust apparat, minnir frekar á fjarstýringu en síma. Engu að síður þá tók ég eftir því gær að Lúkas bar alltaf tólið á leikfangasímanum sínum upp að eyranu, og reyndi að hlusta eftir hljóði og sagði svo öðruhvurju "boouuhhh" í tólið. Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Ef síminn á heimilinu er nútímagræja, hvernig veit þá barnið að svona notar maður gamaldags síma eins og hann á? Er í alvörunni innprentuð mynd af "frumsímanum" í heilanum hans? Er þetta ekki dálítið merkilegt?
Góðar fréttir að heiman, Þollaragengið á leiðinni í heimsókn og eru víst búnar að panta sér miða fyrstu helgina í október. Get varla beðið, vonandi bara að við verðum flutt áður en þær koma svo þær geti séð nýja húsið. Við erum enn ekki búin að fá neinar dagsetningar, lögfræðingarinir enn á vinna við "searches" sem þýðir að þeir eru að kanna hvort t.d. það sé nokkuð gömul kolanáma í bakgarðinum sem húsið gæti dottið ofan í. Já, ekki hlæja, Wales er allt sundurgrafið og annað eins hefur nú víst gerst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli