miðvikudagur, 30. júní 2004


Af því að ég sakna hans svo mikið á daginn, af því að hann er svo sætur og af því að hann elskar tómatsósu, þá læt ég þessa mynd fylgja með. Posted by Hello
Ég hef um svo margt að hugsa akkúrat núna; hvað mér finnst gaman í vinnnunni, uppljómunin sem ég fékk í atvinnuviðtalinu á þriðjudaginn, hvað framtíðin gæti borið í skauti sér og hvað allt getur breyst á örskammri stundu, en aðallega hvað ég er þreytt. Best að klára þetta seinna.

mánudagur, 28. júní 2004

Mér líst bara vel á nýju vinnuna mína, þetta er mun meiri áskorun en ég gerði mér grein fyrir og ég er uppgefin eftir daginn. Enda ekki búin að vinna handtak í rúmt ár núna. Maður telur náttúrulega ekki með barneignir og húsmóðurstörf! Það var voða skrýtið að skilja Lúkas eftir. Sem betur fer er pabbi hans heima þessa vikuna svo við höfum tíma til að venja Lúkas við dagmömmuna. En í næstu viku hefst svo raunveruleikinn; vakna hálfsjö, gefa að borða og klæða, rjúka til dagmömmu og svo í strætó í vinnuna. Það eina slæma er að það er til búningur á mig, því miður neyðist ég til að fara í bládoppóttu appelsínugulu skyrtuna og blá bleyser jakkaföt. Ég veit bara ekki hvernig ég á að taka þessu, hvernig skó fer maður í við svona hrylling? Hvernig get ég greitt mér þannig að viðskiptavinurinn skilji að ég er ekki svona halló í alvörunni. Og vhernig á ég að fara að því að fá viðskiptavininn til að trúa því að ég sé hæf til að gefa ráð við val á tískugleraugnaumgjörð klædd í þessi ósköp? Tricky bissness!

laugardagur, 26. júní 2004

Nú dynja mikil ósköp yfir heimsbyggðina. Það virðist sem svo að kakóuppskera allra landa suður-ameríku hafi brugðist í ár vegna einvherskonar sýkingar. Bein afleiðing er skortur á súkkulaði og hækkað verð á því litla sem verður framleitt. Ég er í önglum mínum. Ég held að þetta séu með verri fréttum sem ég hef heyrt lengi, lengi, lengi.

Ég fattaði í morgun að ég hafði ekki gert neinar ráðstafanir til að taka þátt í forsetakosningum. Maður hefði kosið Ólaf Ragnar, en bara vegna þess að hann er skástur af verri kostum, ég er alls ekki hrifin af Séð og Heyrt stælunum í honum og tel hann ábyrgan fyrir stórum hluta af þessu fáránlega trendi á Íslandi að reyna að vera frægur. Það er enginn frægur á Íslandi, að halda það og reyna er svo hallærislegt að ég næ ekki upp í nefið á mér. Ég kaus Guðrúnu Agnarsdóttur á sínum tíma og tel enn að hún hefði verið betri forseti.

Ég skrifaði langan pistil í gær en hann birtist aldrei. Kannski eins gott, ég var eitthvað að röfla um að langa á fyllerí á tuttuguogtveimur. Fyyllleeerííííí aaaaaahhhh.....

föstudagur, 25. júní 2004

Það er föstudagur í dag. Við Lúkas fórum í sund og svo erum við búin að vera að leika okkur. Ég er búin að búa til pizzuna sem verður í kvöldmatinn og ég býst við að borða hana fyrir framan sjónvarpið á meðan að Dave og ég horfum á Frakkland vs. Grikkland. Eftir það kúrum við sjálfsagt í sófanum í smástund áður en við förum að sofa, Dave þarf að vakan klukkan sex til að fara í vinnu í fyrramálið og ég þarf að sjá til þess að Lúkas sé sáttur. Allt í allt ljómandi fínn dagur. Mig langar geðveikislega út á djammið. Mig langar til að mála mig í klukktíma og drekka bjór á meðan. Mig langar til að hlusta á spænska pönkið mitt og hitta svo Ástu. Mig langar til að fara í partý og segja dónalega brandara og hlæja svakalega. Mig langar á 22 og dansa til klukkan sex. Mig langar til að vera svo full að ég haldi að ég sé ægilega sjarmerandi en sé í raun frekar subbuleg. Mig langar til að reykja einn og hálfan pakka og mig langar til að vakna þunn og borða slömm og velta því fyrir mér afhverju ég eigi ekki kærasta. Skrýtið þegar stundum mann langar til að gera það sem að maður hélt að maður vildi aldrei, aldrei, aldrei gera aftur.

miðvikudagur, 23. júní 2004

Og þar sem að það er ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut að bíða þá fórum við í bankann í dag til að skoða hvað við getum raunsæjislega keypt okkur dýrt hús. Og við fyrsta útreikning sýnist oss sem svo að þetta hús sem mig langar svo í sé raunhæft. Kannski smá basl fyrst um sinn en hver baslar ekki fyrst um sinn? Og lengur? Alla vega þetta var bara fyrsta skoðun, nú eigum við pantaðan tíma hjá konunni sem sér um þetta allt saman í bankanum næsta fimmtudag. Og þá ætti að koma í ljós hvort við getum farið að skoða og gera tilboð. Vonandi bara að enginn annar vilji kaupa húsið. Ég get ekki um neitt annað hugsað. Ohhh.

mánudagur, 21. júní 2004

Jæja þá er maður bara búinn að fá vinnu og ekkert eftir nema bara að kaupa hús. Jamm, hún hringdi í mig frá Dollond & Aitchison og bauð mér starf sem gleraugnasölumaður. Ég þakkaði bara fyrir mig og á að mæta í vinnu á mánudaginn. Ég er svo að fara í fyrramálið til viðtals við dagmömmu sem ætlar vonandi að hafa Lúkas þá daga sem við Dave erum bæði að vinna. Dave ætlar svo að hafa Lúkas hjá sér frídagana sína þannig að við spörum bæði pening og þeir fá að leika sér saman. Sjálf er ég svona semí spennt fyrir vinnunni. Hún er vel staðsett í miðjum miðbænum og góður vinnutími og allt það, en ég sé mig einhvernvegin ekki fyrir mér sem gleraugnasölumann það sem eftir er. Ég þarf því að fara í það á fullt núna að komast inn í fjarnám til að fá master í "social work". Ég veit að það er eina leiðin til að ég verði 100% hamingjusöm, ef ég er að stefna að einhverju meira. Og svo að kaupa húsið. Á morgun. Eða núna á eftir kannski bara.

sunnudagur, 20. júní 2004

Ég var bara með eina tölu rétta í lottóinu í gær og kaup því víst ekki hús alveg á næstunni. Ég var svo viss um að ég myndi vinna í gær. Ég varð bara sár þegar kom í ljós að svo var ekki. Sem betur fer er ég spennt fyrir næstu tveimur viðtölum og vonandi kemur eitthvað út úr þeim. Og um leið og ég fæ útborgað ætla ég í mat til að sjá hvað við getum keypt. Mér finnst bara eins og að við séum að renna út á tíma því fasteignaverð rýkur upp hér í grennd og ég sver að húsin virðast dýrari núna en fyrst þegar ég byrjaði að skoða fyrir tæpu ári síðan.

föstudagur, 18. júní 2004


Er hann ekki duglegur að hjálpa til með þvottinn? Posted by Hello
Á heimilinu ríkir svona "If you can't beat them, join them" andi og ég horfi á fótbolta daginn út og daginn inn. Ég sá það að það var gersamlega gagslaust að amast við þessu og miklu betra bara að horfa með og velja land til að halda með og allt það. Nú er svo komið að ég horfi á "leikinn" þó svo að Dave sé í vinnunni.

Ég er aftur búin að finna hús sem mig langar svo í að ég veit ekki aura minna tal. Hentugt upp á flutninga því það er ská á móti húsinu okkar og er lítið en fullkomið. Lítill garður fyrir grill og Lúkas, tvö svefnherbergi og allt parketlagt. Ekki teppableðill í nánd. Þannig að núna þarf ég bara að eignast 79.950 pund og hey presto! Ég er búin að kaupa lottómiðann.

þriðjudagur, 15. júní 2004

Þá er Harpa litla Guðfinns eins og mamma kallar hana, orðin þrítug. Og er það vel, ekkert að því að eldast, ég er að minnsta kosti sátt við minn hlut.

Ég fór í atvinnuviðtal á líkamsræktarstöðinni núna áðan og gekk vel eins og alltaf, við sjáum svo hvað kemur út út því. Dave og Lúkas biðu eftir mér og við röltum um bæinn og fengum okkur kaffibolla á eftir. Sem var ljúft, sér í lagi þegar kaffikallinn hélt að ég væri Skoti. Það er alltaf gaman þegar ég get platað Bretann til að halda að ég sé innfædd.

Veðrið því miður aftur á útleið hjá okkur, eftir nokkra daga núna í röð í efri skala 20+ er núna orðið gráleitt og "muggulegt". Ég sem var farin að njóta þess að sitja úti í sólinni og er orðin vel brún á handleggjum og bringu. Ó, vell, sumarið er rétt óhálfnað enn og nógur tími.

mánudagur, 14. júní 2004

Allavega það merkilegasta við brúðkaupið frá mínum bæjardyrum séð var að núna veit ég nákvæmlega hvað ég vil EKKI í mínu brúðkaupi og minni veislu og get því núna farið að plana hvað ég VIL hafa. Og ég held að ég sé búin að koma upp með nokkuð gott partýplan eins og er.
Mikið var gaman á laugardaginn. Við pússuðum okkur upp í okkar fínasta öll þrjú og héldum til kirkju til að fylgjast með Shirley og Jason ganga í hnapphelduna. Kirkjan var svakalega falleg og gaman að sjá hvernig þetta fer fram hérmegin. Ég er fegin að vera búin að ákveða að gifta mig á Íslandi, ég væri ekki sátt við að hafa þetta eins og þeir gera hér. Hér er tónlistin alveg glötuð og ég get ekki hugsað mér að fara í kirkju án þess að heyra fallega tónlist. Hvað um það, brúðurin var falleg og fín og sólin skein. Við drifum okkur svo heim og tókum saman dótið hans Láka sem ætlaði að vera hjá mömmu hans Dave þangað til að við kæmum aftur heim. Ég er ekki alveg tilbúin að láta hann frá mér yfir nótt. Hann grét svo svakalega þegar við kvöddum að ég var eiginlega hætt við allt sama. En gin og tónik kallaði sterklega á mig svo ég kyngdi móðurhjartanu og hélt í partý. Í veislunni var ágætt, við kannski smá útundan enda þau einu sme ekki vourm hluti af fjölskyldunni en skemmtum okkur konunglega engu að síður. Við ákváðum svo þegar sigið var á seinni hlutann að skella okkur á lókalinn fyrir "last orders" og það gátum við aðeins notið þess að vera saman úti á djamminu. Við fórum svo heim og hringdum í Heather og hún kom með Láka til okkar. hann hafði ekki verið hress, hálf vælandi allt kvöldið og hún átti í fullu fangi með að skemmta honum. ég held að honum líði bara ekki vel heim ahjá henni útaf hundahárinu og rykmekkinum sem er þar. Hann er vanur hreinu húsi. Það var svo smá átak að stússast með honum klukkan hálfsjö í gærmorgun, en ég lúrði svo bara með honum þegar hann fékk sér dúr og leysti málið þannig. Pís of keik.

Gleðin á þessu heimili var svo einlæg þegar frakkar unnu Englendinga í fyrsta leik þeirra að Evrópumeistaramótinu. Ég var glöð af því að mér fannst að Frakkar væru búnir að hefna ófariar okkar Íslendinga gegn Englendingum nú nýfarið, en Dave vegna þess að hann eins og sannur Veilsverji er ófært að óska Englendingum nokkurs góðs. Skosk vinkona hans hringdi seftir leik og ég reikna með eftir að heyra hvað hún sagði að Skotum er jafnilla við Englendinga og þeim hér í Veils. Merkilegt ekki satt?

Vi? f?rum ? br??kaup ? laugardaginn og skemmtum okkur konunglega. Br??urin or?in d?l?t? "worse for the wear" ?egar h?r er komi? s?gu en alltaf ? stu?i.  Posted by Hello

fimmtudagur, 10. júní 2004

Það gekk bara vel hjá okkur mæðginum í morgun að koma okkur af stað, við hefðum kannski þurft að vakna korteri fyrr en við munum það bara næst. Lúkas skemmti sér svo bara vel í passi hjá frænku sinni og litlum frændum tveim og mér leist ágætlega á vinnuna sem ég var að skoða. Og þeim virtist lítast vel á mig en það er nú líka búið að vera þannig í þessum viðtölum hingað til og enn enginn bitið. Við sjáum til.

Dave kom svo heim örlítið rykugur um hádegi. Ráðstefnan endaði á barnum sem var opinn og frír og mér sýndist að minn hafi nýtt sér það til hins ýtrasta. Og skil hann vel. Ég er farin að hlakka mikið til laugardagsins þegar við förum í brúðkaup. Bæði til að sjá hvernig allt fer fram, og til að komast í fín föt í partý. Mikið verður það gaman. Smá pása frá Babi Jones.

miðvikudagur, 9. júní 2004

Þá eru tvö önnur starfsviðtöl framundan. Hið fyrra í fyrramálið klukan níu. Dave verður ekki kominn heim þannig að Tracy systir hans ætlar að hafa Láka hjá sér á meðan. Ég fæ því smjörþefinn af því í fyrramálið hvernig alvöru líf er; vakna eldsnemma, baða, gefa borða, klæða, pakka niður dóti, hafa mig til, koma barninu í pass og komast til vinnu fyrir klukkan níu. Mjög spennandi verkefni. Í þetta sinn er starfið hjá SpecSavers, verslun sem myndi kannski útleggjast sem BónusBrillur á áskæra ylhýra. Ég verð nú samt að segja að þrátt fyrir að verslunin sé vel staðsett upp á ferðalög þá er ég með varann á mér gagnvart þessu gleraugnafólki, Dollond & Aitchison, gleraugnaverslunin sem síðasta viðtal fór fram í sögðust myndu hafa samband á föstudaginn fyrir tveimur vikum og enn hef ég ekkert heyrt. Sem minnir mig á það að ég ætla að hringja þangað og spyrja hvort þeim finnist það ekki dónaskapur að láta mig ekki vita að ég hafi ekki fengið vinnuna. Mér finnst það vera helber dónaskapur.

Seinna viðtalið er ekki fyrr en á þriðjudag og þá hjá Fitness First, heilsuræktarstöð. Þá vantar kellingu í afgreiðsluna. Kannski ekki spennandi starf per se en aðlaðandi vinnustaður. Ef ég vinn á líkamsræktarstöð hef ég þá nokkra afsökun fyrir því að mæta ekki í eróbikk? Ef ég er umkring heilsufríkum allan daginn hugsa ég mig þá ekki um áður en ég fæ mér næsta snickers? Allavega, ég gæti unnið og orðið hraust og velt því fyrir mér í leiðinni hvað mig langar í alvörunni að verða þegar ég er orðin stór. Eða öllu heldur hvernig ég ætla að fara að því að verða það sem mig langar til að verða þegar ég er orðin stór.
Þá eru tvö önnur starfsviðtöl framundan. Hið fyrra í fyrramálið klukan níu. Dave verður ekki kominn heim þannig að Tracy systir hans ætlar að hafa Láka hjá sér á meðan. Ég fæ því smjörþefinn af því í fyrramálið hvernig alvöru líf er; vakna eldsnemma, baða, gefa borða, klæða, pakka niður dóti, hafa mig til, koma barninu í pass og komast til vinnu fyrir klukkan níu. Mjög spennandi verkefni. Í þetta sinn er starfið hjá SpecSavers, verslun sem myndi kannski útleggjast sem BónusBrillur á áskæra ylhýra. Ég verð nú samt að segja að þrátt fyrir að verslunin sé vel staðsett upp á ferðalög þá er ég með varann á mér gagnvart þessu gleraugnafólki, Dollond & Aitchison, gleraugnaverslunin sem síðasta viðtal fór fram í sögðust myndu hafa samband á föstudaginn fyrir tveimur vikum og enn hef ég ekkert heyrt. Sem minnir mig á það að ég ætla að hringja þangað og spyrja hvort þeim finnist það ekki dónaskapur að láta mig ekki vita að ég hafi ekki fengið vinnuna. Mér finnst það vera helber dónaskapur.

Seinna viðtalið er ekki fyrr en á þriðjudag og þá hjá Fitness First, heilsuræktarstöð. Þá vantar kellingu í afgreiðsluna. Kannski ekki spennandi starf per se en aðlaðandi vinnustaður. Ef ég vinn á líkamsræktarstöð hef ég þá nokkra afsökun fyrir því að mæta ekki í eróbikk? Ef ég er umkring heilsufríkum allan daginn hugsa ég mig þá ekki um áður en ég fæ mér næsta snickers? Allavega, ég gæti unnið og orðið hraust og velt því fyrir mér í leiðinni hvað mig langar í alvörunni að verða þegar ég er orðin stór. Eða öllu heldur hvernig ég ætla að fara að því að verða það sem mig langar til að verða þegar ég er orðin stór.

þriðjudagur, 8. júní 2004


Þeir komu í heimsókn til Lúkasar vinir hans tveir, Kieron og Joshua. Joshua er líka Jones en Kieron Phillips. Þeir eru samkvæmir rannsóknum sem sýna að börn á þessum aldri leika ekki saman heldur hlið við hlið. Allir í eigin heimi. My little puppy bókin sem Nanna sendi Lúkasi olli þó smá misklíð, þeir vildu allir eiga hana. En Lúkas vann. Posted by Hello

Við fengum stólinn hans í dag og núna situr minn bara eins og fínn kall við matarborðið. Þetta er allt annað líf og matartímarnir svakalega skemmtilegir. Núna borðum við öll saman og Lúkas er fullgildur meðlimur í matartímunum. Svo er stóllinn falleg mubla og fer alveg sérlega vel inni hjá mér.  Posted by Hello
Nei! Var ekki bara Jón Ársæll að hjóla framhjá.

Dave niðursokkinn í bókina sína úti í garði. Posted by Hello

Lúkas í sólbaði.  Posted by Hello

mánudagur, 7. júní 2004

Hitinn náði einum 27 stigum í dag og svona í efri mörkum að mínu og Lúkasar mati þó Dave hafi malað eins og köttur úti á stétt í allan dag. Ég settist þó aðeins niður úti og er núna eldrauð í framan en upphandleggirnir fallega brúnir. Ekkert samræmi.

Við fórum með Láka til húðsjúkdómalæknisins í dag og það er bara voða lítið að barninu. Þetta er bara exem sem við þurfum að bíða eftir að fari. Hana nú. Ég vissi það svo sem en alltaf nauðsynlegt að láta sérfræðinginn segja það. Við héldum að hann yrði prófaður við mjólkur ofnæmi í dag en það er víst eitthvað seinna. Hann fær því bara mömmumjólk og soja-mjólk svona núna en vonandi kemur svo í ljós að hann megi alveg borða mjólkurvörur. Það gerði lífið aðeins einfaldara. Við keyptum handa honum soja-jógúrt í dag og hann svolgraði hana í sig eins og um rjómaís væri að ræða. Það var voða gaman að geta gefið honum eitthvað svona smá "trít".

Við mæðginin verðum svo ein heima frá miðvikudagsmorgni og fram á fimmtudagskvöld þar sem Dave er að fara á einhverja ráðstefnu. Það verður örugglega skrýtið að vera bara tvö ein heima yfir nótt. Ég er nú samt voða stolt af Dave, hann er að fara sem fulltrúi fyrir sitt fyrirtæki vegna þess hversu vel hann stendur sig í vinnunni.

sunnudagur, 6. júní 2004


Hér erum við á leiðinni niður aftur. Posted by Hello

Við fórum í ægilega fjallgöngu Lúkas og ég, og erum orðin bæði freknótt og rauðleit fyrir vikið. Og hraust og falleg! Posted by Hello
Í dag er ákkúrat ár síðan að ég flutti hingað til Wales. Við Dave sumsé búin að búa saman í heilt ár. Þetta er það lengsta sem ég hef verið í útlöndum; hálft ár í Bandaríkjunum, 11 mánuði í Belgíu og 2 mánuðir í Madrid voru hinar "löngu" utanlandsferðirnar. Ég á ekki alveg heima hérna ennþá, en þetta er allt að koma.

Ég horfði á vináttuleikinn í gær og varð bæði sár og svekkt. Það er einhvernvegin erfiðara að taka því þegar litla landið okkar verður undir þegar maður er búsettur erlendis. Sem betur fer er Dave ekki Englendingur því ég hefði þurft að drepa hann. Ég sagði við hann að leik loknum að ég vonaði að Frakkar tækju Englendinga í rassgatið í leik þeirra í Evrópumeistaramótinu. Og ég meinti það. Mig langaði til að þeim yrði refsað og að þeim liði illa og að þeir meiddu sig. Út af fótboltaleik! Mér er eiginlega ekki farið að standa á sama. Dave var voða glaður því núna skil ég hvernig honum líður gagnvart enska liðinu. Hann vill ALLTAF að þeir tapi og líði illa og meiði sig og verði sér til skammar. Hann er enn sár yfir því að Wales hafi ekki komist inn í þessa keppni. Ég sem betur fer verð sjálfsagt búin að gleyma þessu á morgun. Það er ekki sniðugt að vera svona hatursfullur.

Greyið strákarnir okkar. 6-1. Þetta er ekki fallegt.

Lúkas er lítill "póser", ef hann bara heyrir í myndavélinni byrjar hann að brosa brjálæðislega. Það virðist því sem svo að allar myndir af honum verði svona. Posted by Hello

laugardagur, 5. júní 2004


Fór í klippingu í gær og fékk svona léka fína Farrah Fawsett klipingu. Núna eiga liðirnir að njóta sín og allt að vera "big og wild". Greiðslan reyndar orðin dálítið þreytt þarna. Posted by Hello

Í dag er ég svo búin að vera með smá heimþrá og það út af því ólíklegasta af öllu; fótbolta. Já, íslenska landsliðið að spila við það enska og ég fyllist svo milu þjóðarstolti að mig langar heim. Nei ekki alveg, málið er að Dave segir við mig í gær að við ættum að skella okkur á pöbbinn til að horfa á leikinn. Óvenjuleg skemmtun fyrir mig en skemmtun engu að síður. En þá kemur í ljós að við getum engann fengið til að líta eftir Lúkasi. Og þá fyllist ég heimþrá, heimþrá eftir fólkinu mínu, endalausar boðnar og búnar barnapíur. Mikið er erfitt að vera svona fjölskyldulaus.

Annars þá sýna þeir leikinn í sjónvarpinu í kvöld og við horfum bara á hann þá.

fimmtudagur, 3. júní 2004

Fór í hressandi heilsubótargöngu. Líður miklu betur. Svo eru líka svo hressandi fréttirnar af forsetanum á Fróni.
Það er eiginlega úr mér allur vindur. Ég fékk bréf í morgun með tilkynningu um að ég hafi ekki fengið starfið á atvinnumiðstöðinni. Ég sem var alveg sannfærð um að það væri alveg öruggt. Ég er bara hálf sár og öppsett eins og þeir myndu segja hér. Það er grátt úti og mér líður grátt. Sem betur fer er ég að fara í klippingu á morgun og vona að ég fái svona smá dekurdag út úr því. Nei, ég er bara í fýlu.

þriðjudagur, 1. júní 2004


Svakalega glaður þrátt fyrir rigningu og svefleysi. Þvílík gersemi! Posted by Hello
Lúkas vakti mig klukkan hálf sex í morgun eftir frekar svefnlitla nótt, hann klæjaði í allan kroppinn og svaf illa. Öfugt við gærdaginn sem var svo sólríkur og fínn að ég fékk ís án samviskubits, þá er rigningarúði úti núna. Ég er búin að finna svo svakalega fína gönguleið, rétt tæpur klukkutími, og hafði í hyggju að ganga á hverjum degi. Í gær var það æðislegt, ég var í sólbaði á meðan að ég gekk, en er einhvernvegin ekki jafn aðlaðandi núna. Það þýðir nú samt lítið að spá í því, ef ég ætla að gera þetta þá verð ég að gera það í rigningu líka. Hér er alltaf rigning. Fyrir hvern sólardag er þremur rigningardögum komið fyrir. Það er reglan. En ég get ekki kvartað, á sumrin er rigningin ljúf, fellur beint niður og vel hægt að nota regnhlíf. Á veturna aftur á móti er íslensk rigning, rigning sem stendur að manni úr öllum áttum og regnhlífar fjúka út í veður og vind.

Ég er alltaf jafn heppin, lukkan sendi mér pening fyrir tripp trapp stólnum hans Lúkasar og nú þarf ég bara að panta hann. Þá verður nú gaman að borða saman, ólíkt núna þarf sem greyið þarf að sitja í kerrunni sinni við matarborðið. Dave sem aldrei borðaði við borð, nema kannski á jólunum, er núna æstur í að Lúkas fái að njóta fjöslkyldustundarinnar sem matartíminn er. Hugsið ykkur, hann sat annaðhvort með diskinn á njánum fyrir framan sjónvarpið eða eftir að hann eldist þá fór hann bara með diskinn upp í herbergið sitt. En núna, eftir að ég kom til og hann er farinn að venjast og njóta þess að leggja fallega á borð og sitja svo og spjalla yfir matnum finnst honum að Lúkas verði að fá að gera þetta líka. Þó svo að það þýði að Lúkas verði öðruvísi en allir hinir. Dave er aftur á móti ekki jafn ginkeyptur fyrir því að leyfa Lúkasi að koma upp í til okkar. Ég hef enn ekki hætt að skríða upp í til mömmu og pabba og þó svo að ég sé viss um að þetta hafi verið á tímum óþægilegt fyrir þau þá er ég líka sannfærð um að það að fá að kúra í pabbabóli hafi verið uppsprettan að því að mamma og pabbi eru fyrir mér skjól og hlýja og ást og mýkt og umhyggja. Og ég vil að Lúkasi líði þannig gagnvart okkur pabba hans. Dave hefði ekki farið upp í til mömmu sinnar og pabba þó honum hefði verið borgað fyrir það. Ég er ekki einu sinni viss um að honum sé sérstaklega vel við þau. (Orsök og afleiðing?) Og ef Lúkas vex úr grasi og finnst um mig það sem Dave finnst um mömmu sína þá myndi ég bara hreinlega deyja. En Dave finnst ekki sniðugt að leyfa honum að vera í millinu, og við erum enn að ræða málið. Hann á bara svo erfitt með að skilja hvað ég á við af því að hann hefur aldrei upplifað það. Ég skil alveg hvað hann á við, auðvitað vill maður ekki að krakkarnir manns ryðjist inn á mann í tíma og ótíma. Við eigum eftir að finna milliveg á þessu. Því ekki vil ég heldur að Lúkas endi eins og ég og Stefán í millinu.