mánudagur, 14. júní 2004

Mikið var gaman á laugardaginn. Við pússuðum okkur upp í okkar fínasta öll þrjú og héldum til kirkju til að fylgjast með Shirley og Jason ganga í hnapphelduna. Kirkjan var svakalega falleg og gaman að sjá hvernig þetta fer fram hérmegin. Ég er fegin að vera búin að ákveða að gifta mig á Íslandi, ég væri ekki sátt við að hafa þetta eins og þeir gera hér. Hér er tónlistin alveg glötuð og ég get ekki hugsað mér að fara í kirkju án þess að heyra fallega tónlist. Hvað um það, brúðurin var falleg og fín og sólin skein. Við drifum okkur svo heim og tókum saman dótið hans Láka sem ætlaði að vera hjá mömmu hans Dave þangað til að við kæmum aftur heim. Ég er ekki alveg tilbúin að láta hann frá mér yfir nótt. Hann grét svo svakalega þegar við kvöddum að ég var eiginlega hætt við allt sama. En gin og tónik kallaði sterklega á mig svo ég kyngdi móðurhjartanu og hélt í partý. Í veislunni var ágætt, við kannski smá útundan enda þau einu sme ekki vourm hluti af fjölskyldunni en skemmtum okkur konunglega engu að síður. Við ákváðum svo þegar sigið var á seinni hlutann að skella okkur á lókalinn fyrir "last orders" og það gátum við aðeins notið þess að vera saman úti á djamminu. Við fórum svo heim og hringdum í Heather og hún kom með Láka til okkar. hann hafði ekki verið hress, hálf vælandi allt kvöldið og hún átti í fullu fangi með að skemmta honum. ég held að honum líði bara ekki vel heim ahjá henni útaf hundahárinu og rykmekkinum sem er þar. Hann er vanur hreinu húsi. Það var svo smá átak að stússast með honum klukkan hálfsjö í gærmorgun, en ég lúrði svo bara með honum þegar hann fékk sér dúr og leysti málið þannig. Pís of keik.

Gleðin á þessu heimili var svo einlæg þegar frakkar unnu Englendinga í fyrsta leik þeirra að Evrópumeistaramótinu. Ég var glöð af því að mér fannst að Frakkar væru búnir að hefna ófariar okkar Íslendinga gegn Englendingum nú nýfarið, en Dave vegna þess að hann eins og sannur Veilsverji er ófært að óska Englendingum nokkurs góðs. Skosk vinkona hans hringdi seftir leik og ég reikna með eftir að heyra hvað hún sagði að Skotum er jafnilla við Englendinga og þeim hér í Veils. Merkilegt ekki satt?

Engin ummæli: