miðvikudagur, 27. júní 2007

Nú er ég aldeilis komin með plan, maður. Bara á leiðinni heim. Þarf bara að selja húsið, fá vinnu fyrir mig og manninn, pakka og koma, kaupa hús og setjast niður og dæsa. Ekkert mál.

sunnudagur, 17. júní 2007

Ég komst ekki í gegnum lokasíuna, fékk 12 stig af tuttugu mögulegum, þau fjögur sem í gegn komust fengu 15 og 16 stig. Ég var því ekki mjög langt frá en dugði ekki til. Ég er gjörsamlega niðurbrotin manneskja, veit ekki í hvorn fótinn á að stíga, eða hvað gerist næst.

fimmtudagur, 7. júní 2007

Þá er bara verið að bíða eftir að heyra hvernig mér gekk í viðtalinu. Ég er ekkert of upplitsdjörf með það, þrátt fyrir að ég haldi að ég hafi staðið mig ágætlega þá voru lokaorð þeirra að það væru 60 umsækjendur en aðeins 4 stöður. Mér fannst dálítið eins og hún væri að segja mér að vera ekki of vongóð. ég er í smá limbói núna, er ekki með plan B tilbúið. Hvað um það, ég er í fríi, sólin skín og við erum að fara í pikknikk. Ta ra.