fimmtudagur, 30. júlí 2009

Jæja, þá er þessari pattstöðu vonandi lokið; ég léttist um 1.2 kg þessa vikuna. Sem markar að ég hef lést um 33.73% af því sem ég vil léttast um. Ég er semsagt búin með einn þriðja af þessu. Það er smá skrýtið að segja það þannig, það er enn svo mikið eftir og tekur alltaf lengri og lengri tíma. En við skulum ekki vera með neina neikvæði í dag, þetta er skemmtilegur áfangi.

Ég var farin að örvænta örlítið, en mundi svo eftir að skoða hvað vísindin segja og það er víst alkunna að þegar maður lendir í svona jafnsléttu þá á maður að breyta mynstrinu aðeins. Ég var svo lukkuleg að meiða mig í hnénu á sunnudaginn og hef lítið sem ekkert getað stundað líkamsrækt þessa vikuna. Og sú breyting á æfinga rútínunni (ekkert hopp, bara lyftingar) þýðir að ég er vonandi aftur komin á svíng. Vona nú samt að hnéð fari að jafna sig því ég er búin að kaupa mér sportbrjóstahald í dragnótarstærð með höggdempurum í undirbúningi fyrir að byrja að hlaupa. "Couch to 5K" prógrammið bíður eftir mér í ofvæni nú þegar brjóstin eiga ekki að vera að flækjast fyrir mér og öðrum vegfarandi. Að hugsa með sér. Ég, hlaupandi. Vá.

sunnudagur, 26. júlí 2009Við fórum í sund í morgun enda hellidemba úti og lítið gaman við að vera við í því. Sundlaugin í Plas Madoc er með ölduvél og við Láki skemmtum okkur konunglega við að æfa okkur fyrir að vera í alvöru öldugangi í næstu viku. Verst bara þetta með skítugu bretana sem enn þvertaka fyrir að sturta sig áður en farið er útí. En það er önnur saga. Þegar heim var komið vantaði mig eitthvað djúsí en létt í hádegismat og ákvað að prófa þessa uppskrift frá Gino D´Campo enda átti ég allt til í hana. 2 portobello sveppir sneiddir og 250 g venjulegir sveppir, steiktir í smá ólívuplíu með einum sneiddum blaðlauk. 70g rocket, 50g sólþurrkaðir tómatar og 100g feta hrært út í sveppina og svo allt sett í form sem smá salt og pipar. Ég bætti reyndar við nokkrum svörtum ólívum bara af því að mér finnast þær svo góðar. Svo eru sex egg hrærð saman og hellt yfir sveppablönduna, parmesan rifinn yfir og svo bakað í 25-30 mínútur við 200 gráður. Borið fram með rocket salati. Nammi namm, þetta fannst mér góður hádegismatur. Ég nota orðið einungis sílikon form, þau eru æðisleg, ég endurtek æðisleg. Ekkert þarf að smyrja og ekkert vesen. Ég myndi ráðleggja öllum sem elda eða baka reglulega að kaupa nokkur svoleiðis. Ég myndi allavega ekki nota lausbotna form í þessa af því að eggin leka út um allt. En hvað um það, þar sem við sátum við át og spjall kom til tals að ég er í fríi á morgun. Lúkas varð ægilega kátur með það og fór að plana allskonar Legó byggingar með mér. Dave sagði eitthvað um að það væri ekki réttlátt að hann þyrfti að fara í vinnu á meðan við Lúkas fengum að vera heima að leika okkur. Ég sagði við Dave að life isn´t fair og þá tók Lúkas undir og sagði alvarlegur í bragði "and life isn´t chocolate!" Mikil spekingsorð sem ég þarf að muna.

laugardagur, 25. júlí 2009

Polentan fór fyrst illa en svo vel, ég var ekki neitt svakalega hrifin af henni bara svona bakaðri en þegar ég setti yfir hana rautt pesto og nokkrar svartar ólívur og bakaði svo þá varð hún rosalega góð. Ég kældi afganginn og setti svo kalt út á salat með smá feta og það var himneskt. Hin uppskriftin er svo alveg frábær, ég fann hana á vefsíðu hjá konu sem eldar "vegan" en ég breytti því sem er ómögulegt fyrir mann að nálgast ef maður býr í bæ sem er ekki alveg með á hreinu hvað grænmeti er hvað þá hrein grænmetisfæða! Örbylgju-enchiladas er frábær réttur fyrir þau okkur sem þurfa að fara með máltíð í vinnuna. Settu smá salsa sósu í botninn á nestisboxi sem má fara í örbylgjuofn. Ég á ferkantað plastbox með loki, u.þ.b. 10cm x10cm. Svo leggur maður hálfa tortillaköku og þar ofan á lag af "re-fried beans". Þar ofan á lag af hverskonar baunum, nýrnabaunum, maís, whatever, ég notaði dós af baunasalati sem eru 4 tegundir af baunum tilbúnar til áts. Svo er lag af spínati (það verður að vera spínat!) og svo aftur lag af öllu hinu, og svo aftur tortilla og efst er lag af salsa. Ég setti svo sneiddar svartar ólívur þar ofan á. Ég fór með þetta í vinnuna og setti svo í örbylgjuna í 2 mínútur. Og fannst alveg ógeðslega gott. Það hefði örugglega líka verið æði að setja ost ofan á eða slettu af sýrðum rjóma eða grísku jógúrti en ég nennti ekki að bera jógúrtið með mér og tímdi ekki karólínum í ostinn. Öll máltíðin kom undir 350 hitaeiningum. Það verður reyndar að fylgja sögunni að ég bjó til dós handa Dave líka og honum fannst ekki mikið til þessa koma. Hann vildi kjötbragð og fannst þetta allt eitthvað svona klént. Þannig að kannski er þetta ekki fyrir alla en mér fannst þetta æði og kem með til að búa til aftur.

Jæja, þá er best að fara að búa sig, við erum að fara til Wrexham til að kaupa stuttbuxur og sandala á Lúkas og Dave.

fimmtudagur, 23. júlí 2009


Það voru aumingjaleg 200 grömm sem yfirgáfu svæðið í morgun, svona fremur klénn árangur. 90% af mér er alveg sama, stara einbeitt á "the big picture" og halda ótrauð áfram örugg í þeirri fullvissu að það verði í lagi með mig að lokum. En 10% liggja emjandi á gólfinu, sparkandi til og frá með hnefann steyttann í átt að himnum og veinar; "hversvegna ég? Ó, guð hversvegna ég???" Nú er bara að hafa hemju á þessum frum-konu tilfinningum og hegðun og láta 90% ráða för.


Í eldhúsinu í dag er svo ítalskur tilraunakokkur, það er kominn tími til að gera tilraunir með polentu. Í endalausri leit minni að nýjum og spennandi uppskriftum hafði ég rekist á polentu en alltaf svona ýtt til hliðar af því að ég gerði bara ráð fyrir að það væri of mikið af hitaeiningum, en þegar nánar er skoðað þá kemur í ljós að í 100g af lokaafrakstrinum eru bara 71.5 og 200g eru nóg í ljómandi máltíð. Með grilluðu grænmeti og badabúmbadabing Bob´s your uncle!

miðvikudagur, 22. júlí 2009


Jibbí!! Mér tókst að ná 3000! Takmarkið var alltaf að ná 3000 og ég er núna mánuðum saman búin að ná 2997, 2998 og 2999 í 30 mínútna "free step" á Wii tækinu mínu og var svona eiginlega farin að halda að það væri ekki hægt að gera 3000. Maður má nebblega ekki bara labba hraðar, það verður að fylgja taktinum rétt þannig að ég virðist alltaf hafa misst eitt eða tvö skref úr. En það kom í morgun. Ég hoppaði um eins og kjáni í gleði minni, og leið eins og ég væri búin að hlaupa maraþon! Þetta snýst allt um að setja sér markmið og vinna að því.

þriðjudagur, 21. júlí 2009Lúkas er loksins kominn í sumarfrí. Ég, öfugt við flesta foreldra sem eru í mesta klandri við að redda barnapíum yfir sumarið, er hæstánægð með að hann sé í fríi. Vinnutíminn minn í samblandi við að eiga tengdamóður sem er æst í að passa þýðir að þessar vikur eru miklu auðveldari fyrir mig en þegar ég þarf að koma honum í skólann á réttum tíma, í straujuðum skólabúning með hollt nesti í töskunni. Ég get farið beint í lyftingar og hlaup og klárað það fyrr á morgnana og hef þar af leiðandi miklu lengri tíma til að stússast í eldhúsinu og til að leika við Lúkas. Í morgun bjuggum við til eggjaköku í morgunmat og svo hannaði ég bauna-túnfisksalat sem ég ætla að prófa í hádegismat. Það er allt fullkomið fyrir utan að hitabylgju sumarið mikla hefur núna breyst í týpískt breskt sumar: rigning, rigning, rigning.

Við Kelly náðum reyndar að ná síðasta sólardeginum og fórum með krakkana í lautarferð í Erddig-skóg. Það var heljarinnar stuð, fjallganga sem endaði í buslugangi út í læk. Ben er með Lúkasi á myndinni. Sést vel hvað Lúkas er miklu stærri, það er mánuður á milli þeirra, og Ben er sá eldri. Svona eru líka allir skólafélagar Lúkasar, hann er höfði og herðum hærri en þeir allir.

sunnudagur, 19. júlí 2009Við buðum Salisbury fjölskyldunni í matarboð og smá partý í gærkveldi sem útskýrir smá þynnku í dag. Þetta var heljarinnar stuð, þau eiga 3 börn, Freya, Ciara og Ben, á aldrinum 11 til 5. En þröngt mega sáttir sitja og allir skemmtu sér konunglega. Mér finnst þetta mjög skemmtileg leið til að eyða laugardagskvöldi og við höfum nokkrum sinnum farið til þeirra en ég alltaf hikað við að bjóða þeim hingað út af plássleysi. En ég hefði ekkert þurft að hafa áhyggjur, það komust allri fyrir og ég fékk loksins að vera "hostess" sem ég alveg elska. Ég hafði líka alltaf miklað skemmtanir fyrir mér svona út af Lúkasi, hélt að maður þyrfti barnapíur og svoleiðis en þetta skipulag sem við Kelly höfum komið upp virkar bara svín vel. Við hittumst um 5 leytið, borðum um 7 og endum kvöldið um hálf ellefu. Krakkarnir leika sér saman og skemmta sér konunglega, við drekkum vín og borðum og skemmtum okkur án þess að þurfa að stússast í krökkunum og erum samt farin það snemma aftur heim að enginn bíður skaða af. Kannski má ekki drekka vín fyrir framan krakkana, ég veit ekki hvernig þær reglur eru, en það verður enginn fullur, bara hress, og ég er nokkuð viss að þau bíði ekki skaða af. Og það er svo gaman hjá okkur.

fimmtudagur, 16. júlí 2009

Ég fattaði í morgun að ég er bara orðin sátt við sjálfa mig. Nokkuð sem er búið að vera svona að gerjast síðustu vikurnar en ég skildi þetta svo fullkomlega í morgun. Ég steig á vigtina og var að vona eftir 108. Þegar ég sá 109 þá jú, var ég ekkert hoppandi af gleði en mér var líka ekki jafn illa við og ég hélt. Og ég sá og skildi að þetta er svo mikið langtímaplan, öll ævin ef ég á að vera nákvæm, að það skiptir ekki máli hvað gerist eina vikuna. Það eru allar vikurnar samanlagt sem skipta máli. Ég á alltaf eftir að þurfa að passa mig. Vonandi bara að það verði eðlilegra og eðlilegra ástand en það verður sjálfsagt aldrei 100% eðlilegt. Þegar ég fattaði að ég hvorki brást við með "ég get allt eins hætt þessu núna, hvar er snikkersið?" né "ó, ó, ó ég verð að fara niður í 800 kal á dag og byrja að skokka með lóð á ökklunum" þá skildi ég að þetta verður allt í lagi. Það verður í lagi með mig. Þetta er loksins alvöru og komið til að vera. Þangað til að ég er komin niður í kjörþyngd ætla ég að halda áfram að vigta mig vikulega og fagna hjartanlega hverju kílói sem hverfur, en það skiptir kannski ekki alveg öllu máli hvort það tekur mig eitt eða tvö ár.
Hvorki upp né niður í dag. Enn 4 kíló eftir fyrir Krít. Og er hvorki upp né niður í dag sjálf. Svona smá bleurgh.

þriðjudagur, 14. júlí 2009


Ég keypti mér tilbúið salat í Sainsbury´s um daginn, með ísraelsku kúskús. Og er búin að liggja í netrannsóknum síðan til að reyna að finna óeldað Ísraelskt kúskús til að elda hér heima. Og ég bara finn það ekki. Hvernig stendur á því að Sainsbury´s og Marks og Sparks selja þetta tilbúið en selja ekki ferska vöru? Alveg svakalega pirrandi. Og ef þetta er selt á Íslandi þá mæli ég eindregið með.


Svo er undirbúningur fyrir Krít í fullum gangi, ég er búin að kaupa mér stuttbuxur! Ég held að þetta séu mínar fyrstu stuttbuxur. Að minnsta kosti þá man ég ekki eftir að hafa átt slíka flík áður. Hnébuxur já, en ekki alvöru sumar stuttbuxur. Og svo fékk ég líka kaftan. Svona hvíta léréfts druslu til að skella sér í yfir sundbolinn á leiðinni frá sundlaug að sjó. Ég hef í hyggju að njóta ferðalagsins til hins ýtrasta og það þýðir að vera í réttum búningi við hvert tækifæri. Kaftan, sundbolur með alvöru brjóstahaldara, gullarmband, hvítur kjóll og stór taska, gladiator sandalar, stuttbuxur og smart hlírabolir. Já, maður verður að "look the part!"

sunnudagur, 12. júlí 2009Við hjónakornið héldum upp á brúðkaupsafmælið með því að fara á ítalskan veitingastað hér í Wrexham. Ég var búin að taka eftir staðnum, enda í einu af fallegasta húsinu í Wrexham, en við höfðum aldrei látið vera af því að prófa. Og biðin var þess virði, þetta var frábært kvöld. Fallega innréttað, þjónustan góð og maturinn æðislegur. Það er ekki oft sem við fáum að vera bara við tvö og við nutum þess alveg í botn. Og það er líka bara nauðsynlegt fyrir sambandið að stundum bara vera saman og ekki tala um barnið. Við erum ægilega ánægð með hvort annað. Sem er náttúrlega voðalega fínt. Við vorum ekkert að telja kalóríur neitt en ég samt svona ómeðvitað passaði mig. Sem ég er rosalega ánægð með, finnst eins og ég sé að læra að haga mér eins og venjuleg manneskja. Ég fékk mér forrétt, ítalsk kalt kjöt, ost, salat og ólívur og borðaði bara rúman helming. Gnocchi í aðalrétt og hætti um leið og ég varð södd. Rúmur helmingur eftir á disknum. Og auðvitað Tiramisu í eftirrétt. Ekkert skilið eftir þar. Og rauðvín með. Þannig að ég var ægilega ánægð með frammistöðuna þar líka.

Svo er nammidagur í dag. Sem ég ætla að sleppa mestmegnis vegna þess að ég er búin að fá vikuskammtinn af góðgæti með því að fá kökuna í gær. Og allir eru ánægðir.

fimmtudagur, 9. júlí 2009

TVÖ OG HÁLFT KÍLÓ! Tvö komma fimm kíló. 2.5. Að segja að ég sé ánægð er understatement. Aldeilis fínt að fagna fjögurra ára brúðkaupsafmæli með þessu. Og svona okkar á milli þá ætla ég segja að ég verði komin að 20 kílíóa markinu áður en við förum til Krítar. Það eru rúmar 3 vikur til að losna við 4 kíló. Nú skal dansinn hefja!

miðvikudagur, 8. júlí 2009

Jæja, ég er búin að róa mig aðeins niður. Eiginmaður minn elskulegur kom til bjargar með sinni eðlislægu svartsýni og sannfærði mig um að ef ég hefði keypt miðann á sunnudaginn þá hefði ég bara fengið emil á mánudaginn sem segði að því miður væri flugið fellt niður, ég fengi endurgreitt og að ég þurfi að panta upp á nýtt á nýju hækkuðu verði. Þannig að ég er engu verri sett. Og at the end of the day þá er ég á leiðinni heim! Jeij! Og ég verð lent fyrir 4 á föstudeginum þannig að ég græði smá þar. Og ég verð komin snemma hingað aftur á mánudeginum þannig að ég verð ekki jafn þreytt í vinnunni á þriðjudaginn. Og þrátt fyrir að stundum þurfi maður að stoppa í Glasgow þá eru núna miklu fleiri flug. Á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Sum bein, önnur með stoppi í Skotlandi. Þannig að ég tek allt tilbaka um Flugleiðir. Ja, kannski ekki að þeir eru einokunarskíthælar og að það er fáránlegt að borga rúm 600 pund fyrir flugmiða fyrir 1 fullorðinn og einn 5 ára. Fáránlegt.

Og að öðru alvarlegra máli; það er komið upp svínaflensutilfelli í vinnunni. Vonandi að það verði ekki meira, sá sem er veikur er í sóttkví og það fattaðist fljótt hvað var að, en engu að síður þá er fólk svona smá órótt og við erum með skýr fyrirmæli um hvað á að gera ef fleiri veikjast. Ég hef engan tíma fyrir flensu, er farin að hlakka til Krítar, bara rúmar 3 vikur í brottför.
Helvítis fokking Icelandair. Fokking djöfuls fokking skíthælar. Ég er alveg brjáluð. Ég ætlaði að kaupa flugmiða heim á sunnudaginn og þá kostaði 387 pund fyrir okkur Lúkas að koma heim. Dave er enn ekki búinn að fá svör við hvort hann fái frí þannig að ég ákvað að bíða þangað til það væri komið á hreint. Hann getur ekki fengið frí þannig að ég dríf mig í að bóka núna. Og Icelandair er búið að breyta öllu. Núna er stoppað í fokking Glasgow á leiðinni heim! Og tekur 4 tíma að fljúga! Og það er farið aftur heim klukkan átta á morgnana þannig að mánudagurinn er ekki með í jöfununni. Og það besta af öllu er að núna kostar 630 pund að fara þetta. Næstum 250 pund meira fyrir að stoppa í frickin Glasgow og bæta 4 tímum við ferðalagið! Og verst er að ég hef engan valmöguleika. Það eru 2 sæti eftir og ég þori ekki að bíða með þetta. Ég er svo reið. Tárin leka niður bústnar kinnarnar. Þetta þýðir að allur peningurinn fer í okkur Láka þannig að Dave kemst ekki með, frí eða ekki. Ég er svo reið út í sjálfa mig að hafa ekki bókað þetta á sunnudaginn. Og út í Ísland fyrir að vera svona langt í burtu. Og Icelandair fyrir að fokka svona með planið mitt. Og að vera einokunarfokkingsskítadrulluháleistar. Fokkings fokking skíta moðerfokking fokk.

fimmtudagur, 2. júlí 2009

Ég stóð í stað í morgun. Hvorki upp né niður. Sem er skárra en upp. En ekki jafn gott og niður. Ég er að þykjast að vera alveg kúl með þetta en sannleikurinn er að ég er alveg brjál. Mér finnst ég eiga það skilið að léttast þessa vikuna. Það er ekki jafn gaman að streða við þetta þegar maður fær engin verðlaun. Og ég var farin að eygja svona í fjarlægðinni 20 kílóa markið en finnst núna að það sé lengra í burtu en áður. Var að vona að ná því fyrir Krít. Þannig að ég er hundfúl. Já, hundfúl bara.

miðvikudagur, 1. júlí 2009


Ég er búin að vera sjá skrifað um "The Green Monster" á hinum ýmsustu heilsu-og uppskriftavefum hingað og þangað um alnetið en var svona smá smeyk við að prófa. Mér finnst morgun smoothie-inn minn svakalega góður og var ekki alveg tilbúin til að breyta sætu ávaxtabragðinu í grænmeti. Og svo er liturinn smá skrýtinn. Eða öllu heldur tilhugsuninn um grænan drykk. Hvað um það eins og allir vita þá er spínat framúrskarandi súperfæða sneisafullt af trefjum og magnesíum sem hjálpar skjaldkirtlinum að virka, það eykur brennslu og bætir tauga og vöðvanotkun og tækifærið til að fá allt þetta í morgunmatinn er of gott til að gefa eftir. Þannig að í morgun kom það, græna skrímslið. Og maður lifandi, ég hef aldrei búið til eins góðan smoothie. 2 góðar lúkur af spínati, 1 frosinn banani, 1 matskeið mjög gróft hnetusmjör, 6 klakar og 200 ml af möndlumjólk og sviss kviss maður er orðinn heilsugúru sem drekkur spínat í morgunmat! I´m on top of the world.