miðvikudagur, 8. júlí 2009

Jæja, ég er búin að róa mig aðeins niður. Eiginmaður minn elskulegur kom til bjargar með sinni eðlislægu svartsýni og sannfærði mig um að ef ég hefði keypt miðann á sunnudaginn þá hefði ég bara fengið emil á mánudaginn sem segði að því miður væri flugið fellt niður, ég fengi endurgreitt og að ég þurfi að panta upp á nýtt á nýju hækkuðu verði. Þannig að ég er engu verri sett. Og at the end of the day þá er ég á leiðinni heim! Jeij! Og ég verð lent fyrir 4 á föstudeginum þannig að ég græði smá þar. Og ég verð komin snemma hingað aftur á mánudeginum þannig að ég verð ekki jafn þreytt í vinnunni á þriðjudaginn. Og þrátt fyrir að stundum þurfi maður að stoppa í Glasgow þá eru núna miklu fleiri flug. Á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Sum bein, önnur með stoppi í Skotlandi. Þannig að ég tek allt tilbaka um Flugleiðir. Ja, kannski ekki að þeir eru einokunarskíthælar og að það er fáránlegt að borga rúm 600 pund fyrir flugmiða fyrir 1 fullorðinn og einn 5 ára. Fáránlegt.

Og að öðru alvarlegra máli; það er komið upp svínaflensutilfelli í vinnunni. Vonandi að það verði ekki meira, sá sem er veikur er í sóttkví og það fattaðist fljótt hvað var að, en engu að síður þá er fólk svona smá órótt og við erum með skýr fyrirmæli um hvað á að gera ef fleiri veikjast. Ég hef engan tíma fyrir flensu, er farin að hlakka til Krítar, bara rúmar 3 vikur í brottför.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Fullt af svinaflesnu i baenum minum i vor - og i skolanum hja stelpunum. Muna bara ad sotthreinsa fingur adur en borad er i nef... tha verdur allt i kei.