mánudagur, 26. júní 2006

Fimmtu veikindin núna yfirstaðin (frunsan lafir reyndar enn, heldur dauðahaldi í efrivörina á mér), og ég fór í blóðprufu í dag til að tjékka á hvort ég sé með pláguna eða einhvern annan minniháttar sjúkdóm. Doktor Kendall segir mér að ég sé bara óheppin, og ég hugsa að það sé rétt hjá honum en hann vildi samt draga blóð og skoða málið. Sjáum til.

Ég er búin að finna gönguklúbb sem gengur um Wrecsam og nágrenni og er að skoða hvernig ég get komist að og farið með. Það held ég að væri gaman rölta um og skoða betur umhverfi mitt og styrkjast og hressast í leiðinni. Örugglega bara akkúrat það sem mig vantar.

Mamma og pabbi koma svo í heimsókn, eftir þrjár vikur akkúrat í dag. Ég er strax orðin nojuð, sé ryk og skít í hornum sem ég sá ekki áður, og garðurinn er frumskógur sem Rambó myndi skemmta sér í. Ryksuga og slá, það er það sem þarf að gera en ég hef mig ekki í það.

sunnudagur, 4. júní 2006

Mig vantar alminliga myndavel. Kannski ad eg geri verdsamanburd og skodi i frihofn i haust lika. Eg bara a engann aur!

Eg er nuna buin ad vera veik fjorum sinnum sidan i desember. Er ekki farid ad litast a blikuna. Aetla til doktors a morgun og spyrja hvort geti verid ad eg se ovon breskum gerlum og bakterium. Eda hvad se eiginlega i gangi. Frunsur hafa fylgt i oll skiptin. er ordin dalitid leid a thessu.