mánudagur, 29. janúar 2007Lúkas elskar Thomas The Tankengine meira en allt í lífinu. Við getum eytt heilu dögunum við að setja upp lestarteina handa Tómasi og vinum hans, og eigum orðið dálítið marga teina til að setja saman. Ég tek þá saman á hverju kvöldi þegar Láki er sofnaður til að fá stofuna mína aftur. Það er allt í lagi hans vegna það er svo gaman að setja teinana saman aftur. Ég fæ stundum samviskubit þá daga sem ég er heima með Láka því ég hef bara visst mikið gaman af Tómasi, tveir klukkutímar eru eiginlega limitið mitt. Ég þarf þá að finna góða afsökun til að standa upp, ég þarf að vaska upp, pissa, búa til kaffi og svo kem ég aftur...en get oftast bara treint kaffibollann í nokkrar mínútur áður en það er kallað í mig; "Mammy, you are Percy!" Í dag erum við að bíða eftir að gasmaðurinn komi til að setja gashellurnar við nýja ofninn minn. Hann sagðist myndu koma í morgunsárið, en enn bólar ekki á honum. Þetta fer voðalega í pirrurnar á mér, maður þorir ekki á klóið svona ef hann bankar akkúrat á meðan. Við þurfum líka að fara í bæinn, Láki þarf nýja skó og klippingu, hann er eins og lítill bítill núna.

sunnudagur, 21. janúar 2007

Jimmy er enn á spítala en er allur að koma til, vonandi að hann fái að koma heim í næstu viku. Við Dave höfum fengið að finna fyirir því hversu smátt öryggisnetið okkar er, það samanstendur sem sé af Heather einni og nú þegar hún er upptekin með Jim þá erum við bara fökked. Ég þarf að sleppa hádegismat til að hafa tíma til að ná í Láka í skólann og svo er hlaup í strætó, Dave þurfti að taka ólaunað frí í gær til að vera heima með hann. Það gæti kostað okkur upp undir 10.000 kall. Já, ég þarf að finna mér fleira fólk í kringum mig sem getur passað.

H'er er svo búið að vera brjálað veður, ekki eins brjál og annarsstaðar á Bretlandi en engu að síður nógu brjál til að tapa tveimur rúðum úr sólhúsinu þannig að það er núna með náttúrulegri loftkælingu. Sem verður voða fínt í sumar en er óheppilegt núna af því að það rignir á sólstólana mína. Við Láki fórum á róló (við erum klikk íslendingar sem fara í pollagalla og út að leika í rigningu og roki þið sjáið til) en það var svo hvasst að Láki fauk niður rennibrautina. Hann var hæstánægður þar sem maður rennur hratt og örugglega þar eð pollagallar og rigning skapa præm renniaðstæður, en mér þótti nóg um, ég á nefninlega ekki pollagalla.

miðvikudagur, 17. janúar 2007

Tengdafaðir minn var lagður inn á spítala í gær með bráða blóðeitrun og var ekki hugað líf. Hann er núna reyndar allur að koma til og þetta lítur allt betur út en gerði í fyrstu. Ég fékk að vera heima í dag svo Dave gæti verið á spítalanum með mömmu sinni. Þannig að við Láki erum að stússast hér heima. Skrýtið, Jimmy er búinn að vera svo veikur svo lengi að maður gat stundum ekki annað en hugsað að kannski væri bara best fyrir hann að fá að fara en svo þegar það virðist vera raunveruleikinn þá er maður ekki tilbúinn í það. Við vonum bara hið besta.

mánudagur, 15. janúar 2007Við erum hætt við að láta Láka pissa í kopp. Hann er bara allsekki tilbúinn. Hann er ekki kominn með tilfinningu fyrir því þegar honum er mál og ég get ekki þröngvað honum til að gera eitthvað sem hann skilur ekki hvað er. Annars þá er þetta orðin ágætis þjóðfélagsstúdía fyrir mig. Ástæðan fyrir því að hann má ekki vera með bleyju þegar hann er kominn á stórudeild er sú að það eru ekki nógu margar fóstrur til að sjá um öll þessi börn og skipta á þeim líka. Það er vegna þess að hér eru flestar mæður heimavinnandi allavega fyrstu 6, 7 ár barnanna. Það er vegna þess að það borgar sig ekki að vinna, maður fær meiri pening í skattaafslátt og bætur en fyrir að vinna venjulega vinnu og þurfa að borga himinhá leikskóla gjöld. Ég sendi Lúkas tvo daga í viku og borga kr. 17.000 fyrir það. Alla vega þannig að hér eru mömmur heima með börnin sín og hafa tíma til að stússast í þessu í marga mánuði, þvo pissublautar buxur og moppa upp gólfið. Meðan á Íslandi vinna allir og þurfa bara að bíða eftir að börnin séu tilbúin sjálf og sem minnst vesen fylgir. Ég þarf að gera þetta eins og Íslendingur.

sunnudagur, 14. janúar 2007
Ég gleymi alveg að sýna jólamyndirnar.


Lúkas Þorlákur er núna í prógrammi. Hann þarf sum sé að hætta að nota bleyju og byrja að pissa í kopp. Honum gengur ágætlega, annað hvert pisss fer í koppinn, hitt í sófann, á gólfið, í stólinn... Mér fannst ekki kominn tími á þetta, var ekki viss um að hann væri tilbúinn, en fékk þær fréttir frá leikskólanum að hann væri orðinn tilbúin til að fara upp í stóru deild, þar sem hann getur sjálfsagt lært meira, en mætti það ekki þar eð hann er ekki þurr. Ég þarf því að þröngva barninu ú bleyjunni ef hann á að fá að halda áfram þroskaferlinu í skólanum.

miðvikudagur, 10. janúar 2007

Við vorum of bissí í vinnunni í gær til að fá klukkutíma hádegismat eins og á að gerast, en ég fékk að skreppa aðeins út í búð (Iceland heitir hún, believe it or not, og selur mest frosinn mat) til að kaupa eitthvað í kvöldmatinn. Ég var með einn eða tvö pakka í fanginu þegar ungur maður rekst í mig og maturinn dettur á gólfið. Hann biðst afsökunar, ég brosi og segji þetta ekkert vera, fer svo að kassanum og borga og út. Ég er rétt að verða komin að búðinni minni þegar ungi maðurinn kemur hlaupandi á eftir mér og spyr mig hvort hann geti ekki keypt handa mér drykk. Ég hélt að hann væri að biðjast afsökunar á að hafi rekist á mig og sagði honum að hafa ekki áhyggjur af svona smámunum. "No, really," segir hann, "can we go for a cup of coffee or summit?" Jeremías minn hann var bara að reyna við mig! Á þriðjudegi klukkan hálffimm, fyrir utan Iceland matvöruverslun! Ég sagðist þurfa að fara aftur í vinnu og þakkaði fyrir. Ég verð nú bara að segja að ég er hæstánægð með þetta, langt síðan reynt hefur verið við mig og hvað þá í búðinni. Ég kom svo heim og sagði eiginmanni mínum frá ævintýrum mínum og það eina sem hann hafði áhyggjur af var að grey maðurinn væri núna upset út af því að hann hafi fengið neitun. Crash and burn. Ekkert afbrýðisamur eða neitt. Uss og svei.

föstudagur, 5. janúar 2007

Ég var að taka niður allt jólaskrautið.

Ég er hætt að reykja. Fimmti dagur í dag og allt á uppleið, er farið að líða betur. Ég var ekki glöð annan og þriðja daginn, en þetta er allt að koma núna.

Megrun bíður kannski aðeins.

Ég horfði á áramótaskaupið og fannst mjög skemmtilegt.