sunnudagur, 21. janúar 2007

Jimmy er enn á spítala en er allur að koma til, vonandi að hann fái að koma heim í næstu viku. Við Dave höfum fengið að finna fyirir því hversu smátt öryggisnetið okkar er, það samanstendur sem sé af Heather einni og nú þegar hún er upptekin með Jim þá erum við bara fökked. Ég þarf að sleppa hádegismat til að hafa tíma til að ná í Láka í skólann og svo er hlaup í strætó, Dave þurfti að taka ólaunað frí í gær til að vera heima með hann. Það gæti kostað okkur upp undir 10.000 kall. Já, ég þarf að finna mér fleira fólk í kringum mig sem getur passað.

H'er er svo búið að vera brjálað veður, ekki eins brjál og annarsstaðar á Bretlandi en engu að síður nógu brjál til að tapa tveimur rúðum úr sólhúsinu þannig að það er núna með náttúrulegri loftkælingu. Sem verður voða fínt í sumar en er óheppilegt núna af því að það rignir á sólstólana mína. Við Láki fórum á róló (við erum klikk íslendingar sem fara í pollagalla og út að leika í rigningu og roki þið sjáið til) en það var svo hvasst að Láki fauk niður rennibrautina. Hann var hæstánægður þar sem maður rennur hratt og örugglega þar eð pollagallar og rigning skapa præm renniaðstæður, en mér þótti nóg um, ég á nefninlega ekki pollagalla.

Engin ummæli: