sunnudagur, 22. júlí 2007

111.000 kr. fyrir okkur þrjú frá föstudegi til föstudags. 860 pund. Það er einum of. Joder ostía.
Þá erum við litla fjölskyldan komin í tveggja vikna sumarfrí. Ætlum að reyna að fara annaðhvort í dýragarðinn í Chester, eða Gulliver´s World í Warrington eða í Ikea (Jei!!) eða bara allt ofantalið. Vandamálið er að hér rignir enn, komið vel á sjöttu viku af látlausri rigningu. Verst að ég á ekki fyrir flugmiðum til að koma bara heim í sólarsæluna þar. Best að kíkja inn á Icelandair bara til að tjékka á hvað miðinn kostar.

miðvikudagur, 11. júlí 2007



Láki þarf að fá að vera með, sést hér með alvöru velskan dreka.


Uppi á The Great Orme, fjallið í Llandudno. Hægt er að fara með kláf alla leið upp á topp og rölta þar um. Glæsilegt.

Á hliðargötu í LLandudno. (Takið eftir að LLan er borið fram eins og hlið: hland dudno.)


Eldhúsið í hótelinu. Allt við það sama hundrað og fimmtíu árum síðar.

LLandudno



Brúðkaupsafmælið fór fram með pompi og pragt í Llandudno. Hér erum við á geggjaðasta veitingastað sem ég hef komið á, allt eins og það var á Viktoríu tímabilinu.