sunnudagur, 13. nóvember 2005

Við erum löngu komin aftur heim, erum reyndar enn með hálfa veggi, þúrfum að mála og svona fínisera þetta alltsaman, en það kemur með kalda vatninu og allt það. Lúkas orðinn tveggja ára, (6. nóv) og á hann núna ægilegt safn af bílum og er lukkulegasti pilturinn í Veils. Hulda á leiðinni í heimsókn og allt bara eins gott og á verður kosið. Lukkan alltaf yfir manni.

Ég er að fara til Birmingham enn einu sinni núna á eftir og kem aftur á fimmtudagskvöld. Síðasta námsleiðið í bili, að því loknu verð ég Senior Optical Adviser og get farið fram á aðra launahækkun. Sko! enn meiri lukka.
Minniði mig á að segja ykkur frá jólakjólum hér í Veils þegar ég kem aftur heim.