föstudagur, 26. desember 2014

Ég er alveg hætt að skrifa. Ég veit ekki afhverju, ég man ekki betur en að ég hafi alltaf haldið úti dagbók, hvort sem ég var að fylgja sérlegum lífstíl eða ekki. Kannski að ég hafi ekkert að segja, kannski að það sem hefur verið að gerast að undanförnu sé þess eðlis að ég er bara ekki fær enn um að setja niður á prent.