sunnudagur, 29. október 2006

Voðalega líður þetta fimm ára plan mitt hægt. Mig langar heim núna.

Mér finnast sunnudagarnir sem Dave er í vinnunni stundum smávegis erfiðir. Sértaklega þegar Lúkas sofnar í sófanum út frá knuðli, ég veit ekki alveg hvað ég á við mig að gera núna. Kannski að ég sofni bara í sófanum hjá honum.

föstudagur, 27. október 2006

Nú er ég sko aldeilis í góðu skapi! Og vitiði hvað? ég hef ekki hugmynd um afhverju! Ég hef lúmskan grun um að það sé af því að ég keypti kerti í dag. Ég ætti kannski að útskýra betur. Skammdegið er minn uppáhaldstími; rökkurkyrrð yfir öllu, rykið í hornunum sést ekki, ég get farið í þykkar peysur, oig kveikt á kertum! Jei!

mánudagur, 9. október 2006

Það tekur sig upp gamla bölvunin með að koma til Íslands eða fá hingað gesti, Lúkas gleypti eitt penný og er búinn að vera smá skrýtinn síðan, svaf ekkert í nótt. Ég held að hann sé í lagi núna, sjáumst (vonandi) í kvöld.

miðvikudagur, 4. október 2006

Já það er ekki hlaupið að því að koma heim til Íslands. Ég er svo hrædd um að ég sé orðin hallærislegur breti að ég er búin að eyða síðustu tveimur vikum yfir tískutímaritum og öðru slíku, og eyða tveimur mánaðarlaunum í ný föt, andlitsmálningu og kápu. Það er nú reyndar ekki búið að vera neitt grín, ég er enn hálf nojuð, hvða ef allt sem ég er búin að vera að kaupa er hallærislegt breskt og ég verð eins og kjáni? Hér eru allar konur klæddar eins og gleðikonur, tuttugu kílóum og feitar en samt í mjaðmabuxum og hálfbolum (spurjiði bara Hörpu, hún tók eftir þessu í Madchester líka) og þessvegna dálítið erfitt að segja til um hvað þykir smart á ÍSlandi. Í Wrexham eru engin merkjasnyrtivara seld, ég notaði áðru Chanel (trademark) en er núna að nota L´oreal. Er það í lagi? Eða er ég kannksi að ýkja upp í sjálfri mér gæðakaphlaupið heima og allt hefur breyst? Er ég kannski bara betur sett ef ég er skynsöm og kaupi aðeins ódýrara ef gæðin eru hin sömu? Hvað segið þið á Íslandi? Er enn lífsnauðsyn að vera alltaf flottastur?