mánudagur, 24. september 2007

Í dag er svo komið proper haust hér í veils. Rok og rigning. Við Lúkas í stórræðum, þurftum að taka marga strætóa til að komast í vinnuna hans Dave. Við erum að breyta skilmálum á húsnæðisláni, engin ástæða til að berjast í bökkum ef bankinn býður betri díl. En við Dave höfðum sumsé gleymt að skrifa undir eitt plaggið og til að koma þessu öllu til skila á réttum tíma þurftum við Láki að fara á Industrial Estate, fá kvittun og svo aftur í bæinn og í banka áður en við gátum slakað á með sausage á disk hér heima. Allt þetta í hávaðaroki og rigningu. Málum reddað núna þannig að ég ætti að vera seif að koma mér í framhaldsnám í janúar. Hafði vonast eftir að komast inn á haustönn en bíð enn eftir meðmælum frá Háskóla Íslands. Skrýtið það annars. Maðurinn sagðist ætla að stinga þessu í póst í þarsíðustu viku en enn bólar ekki á einu né neinu. Hvað um það, ég held að janúar sé betri hvort eð er, þá verðum við öll kominn inn í nýja sístemið í skólanum hans Láka.

Ég er hress og kát sem stendur, mér finnst þessi árstími alltaf skemmtilegastur, er lítið hrifin af sumri og sólaryl nema svona rétt fyrst. Núna er orðið dimmt og löglegt að kúra sig bara sem mest niður með bók í hönd. Mér finnst það alltaf best. Ég er líka sannfærð um að ég sé búin að finna réttu leiðina fyrir mig í lífinu, er semsé með áætlun. Ég get ekki á mér heilli tekið nema ég sé með gott plan í huga, og er núna með ein þrjú sem öll spila saman. Frábært. Heili, hjarta og kroppur allt í plani.

miðvikudagur, 19. september 2007

Við verðum lent klukkan hálftólf föstudagskvöldið 28. desember og förum ekki aftur til Veils fyrr en mánudaginn 7. janúar. Áramót í Þolló: here we come!

mánudagur, 10. september 2007

Ég er strax farin að hlakka til næstu ferðar.
Það var svo gaman hjá okkur.
En við erum alltaf jafn miklar pæjur.


Gerðum leigubílstjórann smá brjálaðan.


Kannski orðnar smá ruglaðar.

Stuðið farið að hefjast af alvöru.

Arnar er svona líka flinkur að elda mat. Og örlátur á rauðvín.Þetta byrjaði allt saman mjög snyrtilega í Milton Keynes um helgina. Við fórum til Cambridge, borðuðum við ána og náðum góðu spjalli. Fundum stað þar sem var dansiball með hljómsveit og naðum upp góðri sveiflu. Svo var aðeins verlsað á laugardaginn. Þegar ég segi aðeins þá þurfti að fara heim á hótel til að skila af sé pokum svo við gætum haldið áfram að versla meira.

fimmtudagur, 6. september 2007


Búinn að fatta að hann hittir fullt af nýjum krökkum og er orðinn spenntur að fara.Fyrsti skóladagurinn. Smá taugaspenna í gangi.