miðvikudagur, 30. janúar 2008

Mikið dreymdi mig skrýtinn draum í nótt. Ég og mamma vorum að spjalla saman á ráðhúskaffi þegar ég skyndilega sest á hækjur mér og hreinlega kúka á gólfið. Tók ég síðan lortinn upp og sýndi stolt. Þess þarf ekki að spyrja en ég er búin að kaupa lottó miðann.

sunnudagur, 27. janúar 2008

laugardagur, 26. janúar 2008

Við Lúkas vorum að horfa á lottó-útdrátt núna rétt í þessu. Þegar allar tölurnar voru komnar, stundi ég og sagði við hann að við hefðum ekki unnið. "Nevermind mummy", sagði hann, "we´ll just win next time." Svo spekingslegur.

sunnudagur, 20. janúar 2008

Mig langar svo ægilega mikið að vera pæja. Nýjasta tilraunin eru neglurnar mínar. Ég keypti mér French Manicure Set og er núna í tvær vikur búin að vera að æfa mig í að snyrta neglurnar. Ef satt skal segja þá gengur þetta hálf illa. Ég einhvernvegin bara er ekki pæja. Ég sulla alltaf mat niður á mig og er þessvegna alltaf smá skítug. Ég tek púður og lippara með mér í vinnuna en gleymi að endursetja (re-apply) og er þessvegna alltaf með hálf tilrunna andlitsmálningu. Ég geng aldrei nógu langt þegar ég fer í klippingu og enda alltaf með sama litlausa hreiðið. Faldurinn dettur alltaf niður á vinstri buxnaskálminni minni og ég nenni ekki að laga það. Einhvernvegin þá krumpast alltaf allt sem ég er í, og á sama hátt núna, einhvernvegin þá eru neglurnar bara svona hálfdruslulegar. Vitiði að ég bara skil ekki hvernig á þessu stendur.

Skpo maður bakar köku, og er með uppskriftina fyrir framan sig á tölvunni á meðan. Kithcen aid-ið .eytir egg og allir eru hamingjusamir. Þetta kallar maður tæknieldhús!

sunnudagur, 13. janúar 2008


Ég sit hérna í sófanum, með tölvuna í fanginu og er að klára síðasta nóakroppið. Mig verkjar í magann af ofáti en ég verð að klára nammið ef mér á að takast að byrja aftur á nýja gamla lífstílnum. Ég er að horfa á heimildamynd um þessa konu sem vegur hálft tonn og fór að lokum í magaaðgerð. Hún lést eftir aðgerðina. Tárin renna niður bústnar kinnar mínar vegna þess að ég veit að ég get orðið eins og þessi kona, ég er fær um að verða svona stór. Og ég er líka búin að plana hvað verður í kvöldmatinn á morgun. Þetta er nú meiri geðveikin.


Já, ég þarf núna smátíma til að stússast í þessarri tölvu, læra á hana, fatta hvernig hún virkar, setja inn mýjar myndir og allt það. Svo eru eiginlega engar afsakanir eftir lengur, ég á bara að setjast niður við lestur. Fyrsta ritgerð er á skiladag 31. mars. Ég arf að setja allar myndirnar inn í flikr. Ég var reyndar alls ekki nógu dugleg að taka myndir á Íslandi, ein og ein af mömmu og pabba, tók engar af vinum og vandamönnum. Læt þessa fínu jólamynd fylgja með hér.

Þetta leið allt of hratt, svo er erfitt að komast aftur inn í daglegt líf, hlakka mikið til þegar ég verð almennilega komin inn í námið og búin að fatta rútínuna alla. Ég er bara með svo mikla heimþrá núna. Hlakka líka til þegar ég kemst yfir það.

Haldiði að ég sé ekki bara að skrifa þetta á laptop! Mín eigin tölva sem er einungis ætluð fyrir nám. Sjáumst síðar!