sunnudagur, 20. janúar 2008
Mig langar svo ægilega mikið að vera pæja. Nýjasta tilraunin eru neglurnar mínar. Ég keypti mér French Manicure Set og er núna í tvær vikur búin að vera að æfa mig í að snyrta neglurnar. Ef satt skal segja þá gengur þetta hálf illa. Ég einhvernvegin bara er ekki pæja. Ég sulla alltaf mat niður á mig og er þessvegna alltaf smá skítug. Ég tek púður og lippara með mér í vinnuna en gleymi að endursetja (re-apply) og er þessvegna alltaf með hálf tilrunna andlitsmálningu. Ég geng aldrei nógu langt þegar ég fer í klippingu og enda alltaf með sama litlausa hreiðið. Faldurinn dettur alltaf niður á vinstri buxnaskálminni minni og ég nenni ekki að laga það. Einhvernvegin þá krumpast alltaf allt sem ég er í, og á sama hátt núna, einhvernvegin þá eru neglurnar bara svona hálfdruslulegar. Vitiði að ég bara skil ekki hvernig á þessu stendur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli