mánudagur, 31. júlí 2006

Tveggja vikna sumarfrií í 35 stiga hita lokið og byrjað að rigna (guði sé lof!). Aftur í vinnu í fyrra málið. Gæti nú reyndar alveg gert viku í viðbót. Var ægilega sorgmadd þegar mamma og pabbi fóru heim en er núna komin með 4 ára plan svo allt er í fínasta lagi núna. Láki kallar á mat, meira um þetta síðar.

mánudagur, 10. júlí 2006

Við hjónin erum þá búin að vera gift í rétt rúmt ár og erum bara nokk ánægð með það. Við komum Lúkasi fyrir hjá tengdó á laugardagskvöldið og fórum út að skemmta okkur í fyrsta skipti í ár. Byrjuðum á rómantískum kvöldverði þar sem við héldumst í hendur, störðum í augu og andvörpuðum heilan helling í undrun og ánægju yfir ást okkar á hvort öðru. Við ætluðum svo að fara heim en ákvæðum á síðustu stundu að þar eð þetta var fyrsta tækifæri okkar að fara út í heilt á þá ættum við að nýta það betur. Og hvort við nýttum okkur! Ég hef bara ekki tjúttað svona í mannsminni, við dönsuðum og sungum og drukkum og djömmuðum, komum svo heim og spiluðum tónlist og sungum til 5 um morgunin. Ég bara man ekki eftir að hafa skemmt me´r svona vel ever.

Hér er enn sól og sumar, ég er alltaf að reyna að stússast í garðinum en gengur illa. Ég er núin að slá og er núna að reyna að reita arfa og fá einhverja mynd á garðinn en ekkert gerist. Ég er bara ekki með græna fingur. En ég er að minnsta kosti orðin dálítið brún. Betra en ekkert. Ein vika í viðbot í vinnu og svo tveggja vikna frí. guði sé lof, ég er orðin langþreytt eftir þessu fríi.